Glæpir og túlkun laga

Svandís Svavarsdóttir, Umhverfisráðherra, forherðist dag frá degi í afneitun sinni á því að hún sé ekkert annað en ótíndur lögbrjótur og eigi að axla ábyrgð á staðföstum og einbeittum brotavilja sínum með afsögn úr ráðherraembætti.

Morgunblaðið hefur þetta eftir henni m.a: "Í samtali við Morgunblaðið segist Svandís ekki ekki hafa brotið lög heldur sé um túlkunarágreining að ræða milli ráðuneytisins og Flóahrepps. Ákvörðunin hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli og hún hafi sömuleiðis verið borin undir helstu starfsmenn ráðuneytisins."  Mesti ræfildómur nokkurs ráðherra er að reyna að komast hjá ábyrgð á lögbrotum sínum með því að reyna að kenna undirmönnum um þau, eins og Svandís gerir með þessum orðum sínum. Ekki bætir hún málstað sinn með svona aumingjahætti.

Enn verra er að hún reynir að gera lítið úr lögbrotum sínum með því að kalla þau "túlkunarágreining", en hvaða glæpamaður sem er getur að sjálfsögðu afsakað glæpi sína með því að hann hafi í sjálfu sér ekki verið að fremja glæp, helur hafi málið snúist um "túlkunarágreining" milli sín annarsvegar og laganna varða og dómstólanna hinsvegar.

Sjálfsögð krafa er að þessi ráðherranefna láti af starfi sínu umsvifalaust og reyni að fá sér vinnu við "eitthvað annað", eins og einhver komst svo vel að orði hérna á blogginu, enda hefur hún barist fyrir því í mörg ár að koma í veg fyrir orkufrekan iðnað, en jafnframt prédikað að efla þyrfti atvinnu við "eitthvað annað".

Nú ætti Svandís að sýna gott fordæmi og ráða sig til starfa við "eitthvað annað". 

 


mbl.is Svandís segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er bara að einhver vilji þessa buddu í starf við "eitthvað annað" Kannski hún geti orðið sendiherra. :Þetta virðist allt gang gegnsætt og uppáborðum í ættir. Gs

Guðlaugur (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 00:51

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þessi stjórn er löngu búin að fyrirgera rétti sínum til að halda um stjórnartaumana,það er mín skoðun. Nú þykist hún hafa öll ráðí hendi sér,eftir að Bjarni formaður,snerist öndverður gegn fyrri skoðunum um Icesave. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 12.2.2011 kl. 02:19

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þessi fjölskylda ætlar að verða landinu dýr. Pabbinn reyndi að prakka 600 milljarða reikningi upp á þjóðina og nú er dóttirin búin að tefja mikilvægar framkvæmdir um tvö ár. Hvernig væri að kaupa handa þeim einbýlishús á Barbados og losna við þau í eitt skipti fyrir öll?

Baldur Hermannsson, 12.2.2011 kl. 11:40

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Baldur, hvers á Barbados að gjalda?  Heldur þú að ríkissjóður Barbados og þjóðfélagið þar hefði efni á að taka við þessari fjölskyldu? 

Axel Jóhann Axelsson, 12.2.2011 kl. 11:59

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jæja þá......Egyptaland?

Baldur Hermannsson, 12.2.2011 kl. 12:32

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ísland er ekki svo hátt skrifað á alþjóðavísu um þessar mundir, að það megi við því óorði sem á bættist við að senda einhverri siðmenntaðri þjóð slíka sendingu.

Axel Jóhann Axelsson, 12.2.2011 kl. 12:38

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er víst því miður rétt. Fyrst bankaskandallinn, svo díoxínmengaða kjötið og að lokum Svandís og Svavar ..... einum of mikið af því góða.

Baldur Hermannsson, 12.2.2011 kl. 12:53

8 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Getið þið sagt mér, hvers vegna þessi ríkisstjórn situr ennþá við völd? Má hún bara rústa öllu hér án þess að thægt sé að stoppa það?? Eða vill fólk hafa þetta svona????

Eyjólfur G Svavarsson, 12.2.2011 kl. 13:09

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eyjólfur, fólk vill hafa þetta svona, eða a.m.k. kjósendur Samfylkingar og VG.  Þeir náðu meirihluta á Alþingi í síðustu kosningum og munu því miður halda honum þangað til næst verður kosið til þings.  Vonandi verður það þó fljótlega.

Axel Jóhann Axelsson, 12.2.2011 kl. 13:36

10 identicon

Góður pistill. En það eru sko orð að sönnu "Að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni" Í þessu tilfelli var eykin alla tíð fúin og rotin og eplið stór skemmt. Ekki veit ég hvað þessi þjóð er að hugsa, en nokkuð er víst, henni virðist líka það ansi vel að vera í þessari stöðu. Alla vega sést ekki neinn niðri á torgi að mótmæla..

Kveðja.

Sigurður Hjaltested (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband