Lögbrot eru mín vinna, segir Svandís

Svandís Svavarsdóttir var í viðtali í fréttum sjónvarps RÚV í kvöld og sagði þar að lögbrot væru sín vinna og að hún ætlaði að halda þeim störfum áfram ótrauð.

Hún sagði að öll sín störf í ráðuneytinu byggðust á pólitík (og þá væntanlega ekki á lögum), en hún sæi samt ekki nokkra einustu ástæðu til þess að hún axlaði pólitíska ábyrgð á gerðum sínum.

Hortugri ráðherra hefur ekki sést í embætti hér á landi í manna minnum og á sér tæplega jöfnuð innan ríkisstjórnarinnar, nema ef vera skyldi að Jóhanna Sigurðardótir næði að standast henni jöfnuð í þessum efnum.

Jóhanna telur heldur enga ástæðu til að ráðherrar í hennar ríkisstjórn axli ábyrgð á gerðum sínum, jafnvel ekki ráðherrar sem greiddu því atkvæði að stefna fyrrverandi ráðherrum fyrir Landsdóm fyrir að "vinna vinnuna sína", eins og hún segist sjálf vera að gera.

Ómekilegheit ráðherra geta varla orðið meiri en þetta.


mbl.is Telur ekki þörf á afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Umvherfisráðherra, (ég styð verndun umhverisinns) sagði í fréttum áðan eftir að hafa tapað dómsmáli aðspurð hvort dómurinn væri áfellisdómur yfir henni og hvort húnn ætti ekki að taka pólutíska ábyrgð á honum, svar hennar, "Nei, SÎÐUR EN SVO", bíddu síður en svo, hún meinar semsagt að þessi dómur stýrkti hennar stöðu, þessi orð hennar lýsa af hverju engum stjórnmálamanni er treyst af þjóðinni, mikið svakalega er hún illa gefinn. minnir dálitið á varaformann sjáfstæðisflokkinn um dagin sem sagði um daginn varðani icesave "það er óvenjulegt að stjónmálamaður fari eftir hagsmunum þjóðarinnar. Eg bara á ekki orð.

Jóhann Hallgrímsson, 11.2.2011 kl. 19:28

2 Smámynd: GAZZI11

Ótrúlegt hvað gengur á í kollinum á Svandísi og Jóhönnu. Endalaus mistök í starfi og ekkert mál. Getur einhver sent þeim uppsagnarbréf í nafni þjóðarinnar.  Trúi því ekki að þjóðin vilji hafa svona óhæfa starfsmenn í mikilvægum störfum.

GAZZI11, 11.2.2011 kl. 19:41

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra,segir að Lögbrjóturinn Svandís Svavarsdóttir eigi ekki að segja af sér foraætiráðherra lítur á dómstóla landsins sem ólöglega stofnarni og ber eiga virðingu fyrir lögum og reglum þar með segir hún að með ólögum skal byggja.
Nú hefur Svandís fengi fleiri en ein dóm fyrir lögbrot .
Hinn 17.september sl. ógilti Héraðsdómur Reykjavíkur ólöglega ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra að neita að staðfesta aðalskipulag Flóahrepps.
Hinn  10 feb.Hæstiréttur Íslands staðfestir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun, er ógilt.
Svandís Svavarsdóttir kveinki sér núna undan því að hún verði fyrir  ofsóknum og sé beitt ofbeldi.
Hið sanna er að íslensk réttvísi hefur fundið umhverfisráðherrann Svandísi Svavarsdóttur seka um lögbrot og dæmt hana fyrir það lögbrot.
Ráðherrar verða að virða landslög bæði Lögbrjóturinn Svandís Svavarsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra sem hvetur til lögbrota.

Forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir hvetur til lögbrota.

Rauða Ljónið, 11.2.2011 kl. 19:48

4 identicon

Mikið ofboðslega er dapurlegt að sjá við brögð þessarar hrokakerlingar. Það er bersýnilegt að þetta kommúnista lið ætlar hér allt að knésetja. Þau eru búinn að tala um að það þurfi að gera eitthvað annað en álver í atvinnu uppbyggingu þjóðarinnar. Nú hafa þau haft rúm tvö ár til að gera „eitthvað annað“ og það er svo sem komið í ljós hvað eitthvað annað er hjá þessu fólki. Það er eins og í auglýsingunni ,, Ekki gera ekki neitt“ en þau í VG  hafa gert þau að sínum með þessum hætti  “ við ætlum ekki að gera neitt„ .

En blessunin á ekki langt að sækja vitleysuna, pabbinn ætlaði að gera landið að skulda nýlendu Breta og Hollendinga með einu pennastriki  með samþykkt á Icesafe samningnum hinum fyrsta.

Það verðu ekkert venjulega gaman að kjósa í vor, já í vor það liggur ekkert annað fyrir. Samfylkingar þingmenn orðnir langeygir eftir aðgerðum en geta sig hvergi hreyft fyrir valdasjúkum og hand ónýtum  forsætisráðherra og gatslitnum kommúnistum. Burtu með ykkur áður en þetta land verður ekki byggilegt.  Gs.

Guðlaugur (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 21:45

5 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Er líklegt að Jóhanna Sigurðardóttir og Svandís Svafarsdóttir séu í raun stuðningsmenn Stjórnlagaþings þar sem þær neita að axla ábyrgð á niðurstöðu Hæstaréttar þar sem Svandís var dæmd fyrir valdníðslu ?

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 11.2.2011 kl. 22:12

6 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Það er sorglegt að fylgjast  með ráðherra Svandísi dóttur Svavars, sem að mörgu leyti minnir mig á  Horsni Mubarak!!, já, í alvöru, þetta pakk sem ekki vill yfirgega hásæti sitt fyrir nokkurn mun og lætur "smá mistök" að því að þeim finnst, ekki á sig fá, á ekki skilið að vera í þeim embættum sem það gegnir núna!!!

Guðmundur Júlíusson, 11.2.2011 kl. 23:17

7 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

"yfirgefa" á þetta að vera, biðst afsökunar.

Guðmundur Júlíusson, 11.2.2011 kl. 23:18

8 Smámynd: Halla Sigríður Bjarnadóttir

Ég á spyr: er þetta lýðræðið í landinu.... Svandís gerir bara það sem henni sýnist.  Ég bý í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og við erum búin að bíða eftir hvað Hæstiréttur gerir... hann segir lögbrot og okkur léttir .... en nei Svandís (get varla sagt orðið) ætlar samt ekki að segja af sér og við ætlum ekki að gefa eftir segir ríkistjórnin.  Á Svandís að segja af sér?  Ef ekki hún, þá hver?...  Það er magnað að hafa fylgst með því sem ég vil orðið kalla einræði.... Svandís og aðrir ráðherra í sömu ríkistjórn harðastir að draga fólk til ábyrgðar fyrir ákvarðanir sem ekki stóðust lög (að þeirra mati) eftir hrun.....  Vá hvað er nú þetta....

Svandís er öfgasinni og hefði aldrei átt að fara í að vera ráðherra, ekki með vit né þekkingu, og leitar sér greinilega ekki upplýsinga í sveitafélögum hvað fólkið þar vill.  Enda andskotans sama,  bara ég vil, ég skal og ég ætla eins og hún ein eigi heiminn.  Við búum hérna í sveitinni og atvinna í þessu héraði byggist á því að fá að halda áfram.Það er búið að fá samþykki ALLRA sem eiga land að Þjórsá. EN NEI   

Í síðustu sveitastjórnarkosningum hér í sveit skítféllu samstarfsfólk vinstri - grænna vegna þess að við vildum ekki sjá svona öfgasamtök í stjórninni.   Við viljum uppbyggingu og að skynsamt fólk sem sér þetta í víðara samhengi stjórni,, við eigum jú þetta land ekki ríkisstjórnin. ....

Skammastu þín Svandís að hlusta ekki á Hæstarétt og skammastu þín að hlusta ekki á fólkið sem býr á eða við landið sem við á..  ÞÚ ERT VANHÆF. 

Halla Sigríður Bjarnadóttir, 11.2.2011 kl. 23:52

9 identicon

Er þetta ekki reglan í pólitíkinni. Enginn segir af sér. Björn Bjarnason braut gróflega jafnréttislög þegar hann skipaði Ólaf Börk Frænda í hæstarétt í staðinn fyrir Hjördísi. Svarið var. Jafnréttislögin eru barn síns tíma. Farðu bara í mál. Árni Matt, dæmdur í héraði fyrir skipan Sonarinns. Segir enhver af sér? Og svo videra, og svo videra.

Jónsson (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 00:00

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jónsson, hefur það ekki einmitt verið þetta sama Vinstri græna lið, sem hæst hefur galað um verk annarra og sífellt krafist afsagnar ráðherra annarra flokka fyrir nánast hvað sem er?

Er það ekki líka þessir sömu Vinstri grænu sem sífellt eru að prédika nýja stjórnarhætti, ábyrgð ráðamanna og opið og gagnsætt stjórnkerfi?

Eru þar ekki líka þessir sömu Vinstri grænu sem sýna það hvað eftir annað, að ekkert er að marka það sem þetta lið segir?

Axel Jóhann Axelsson, 12.2.2011 kl. 00:17

11 identicon

Axel.  akkúrat það sem ég var að segja. Vinstri grænir, hægri bláir, eða hvað sem menn kalla sig.

Það er enginn munur. Því er nú ver.

Jónsson (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 00:30

12 identicon

Stólarnir er svo góðir að Svandísi,Jóhönnu eða nokkrum að þessum dr....blesum detti til hugar að segja af sér.Hún virðist vera sama skítseiðið og faðir hennar sem nennti ekki að standa í einhverju smámáli eins og Icesave og reynir svo að verja skítin fram í rauðan dauðan.Þetta er alveg ótrúlegt lið sem við höfum í stjórnmálum í dag

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 00:32

13 identicon

Jónsson! Jú það er munur, þetta hefur versnað til mjög mikilla muna í tíð þessarar stjórnar, framkvæmdavaldið hegðar sér NÁKVÆMLEGA eins og einræðisstjórn. Menn saka hæstarétt um fylgilag en gleyma að málin eru búin að fara í gegnum önnur dómsstig. Þvílík hræsni er það!

Björn (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 00:52

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Því hærra sem fólk hefur galað undanfarin misseri um bætta stjórnsýslu og ábyrgð manna á gerðum sínum, því minna heyrist frá því sama fólki núna.

Getur verið að þetta hafi aðallega verið fylgjendur VG og geri allt aðrar og minni kröfur til sinna flokksfélaga en annarra?

Axel Jóhann Axelsson, 12.2.2011 kl. 11:24

15 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

eg skil ekki þetta skitkast hra hægri til vinstri og öfugt, það er enginn munur á skít og kúk

Jóhann Hallgrímsson, 12.2.2011 kl. 14:42

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jóhann, ekki get ég lagt neitt mat á þessa greiningu þína á úrgangi manna og dýra.  Það þarf sjálfsagt að lifa og hrærast í honum til að dæma um hvort á þessu sé einhver munur.

Axel Jóhann Axelsson, 12.2.2011 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband