10.2.2011 | 19:54
Svandís svífst einskis í hroka sínum
Svandís Svavarsdóttir, sem í dag fékk á sig dóm frá Hæstarétti um lögbrot og að hafa valdið Flóahreppi og Landsvirkjun milljarða tjóni, lætur sér ekki einu sinni detta í hug að segja af sér embætti, en heldur uppteknum hætti og reynir að ljúga sig út úr málinu með því að segja að lög hafi verið óljós og séu það jafnvel ennþá, þrátt fyrir endurskoðun þeirra síðastliðið haust.
Svandís reynir að halda því fram að úr því að í gömlu lögunum hafi ekki staðið skýrt og skorinort að aðrir en hreppurinn mættu greiða fyrir skipulagsvinnu, þá hljóti það að hafa verið bannað og með lagabreytingunni í haust ætlaði hún að lögfesta slíkt bann skilyrðislaust. Alþingi sá þó við því lymskubragði hennar og breytti frumvarpinu þannig að tekinn var sérstaklega skýrt fram, að öðrum en sveitarfélagi væri fullkomlega heimilt að koma að skipulagsvinnu vegna framkvæmda í viðkomandi sveitarfélagi.
Nú til dags er vinsælt að tala um nýtt Ísland með breyttum siðferðisviðhorfum, nýjum vinnubrögðum og opnara og réttlátara stjórnkerfi. Væri einhver alvara á bak við slíkar yfirlýsingar myndi Svandís segja af sér strax í kvöld og biðjast afsökunar á því tjóni sem hún hefur valdið þjóðfélaginu með lögbrotum sínum.
Það mun hún hins vegar ekki gera, heldur sitja sem fastast og ekkert minnka hrokann og yfirganginn gagnvart öllum sem til ráðuneytisins þurfa að leita.
Mun staðfesta skipulagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála ! Skrítið, allir vissu þetta nema hún.
Hún á að segja sig frá þessu embætti. Hún hefur greinilega ekki vald á því.
Og svo ætti hún að biðjast afsökunar á þessu fljótræði sínu. En einsog þú minnist á, þá mun hún bara sitja sem fastast og kosta okkur skattborgarana meira fé með einhverju öðru glaðræði.
ÞANGAÐ TIL NÆST VERðUR KOSIÐ !!!!!!!!!!!!!
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 20:10
Það er alls ekkert nóg að hún segi af sér.Það á að svipta hana þingmennsku og höfða í framhaldinu opinbert mál á hendur henni fyrir embætisafglöp.Og einkamál á hendur henni frá Flóahrepp og Landsvirkjun kemur vissulega líka til greina.Að hún haldi þessu embæti sem ráðherra r eftir þetta er ekki hennar einkamál.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 20:35
Svandís er skemmdarverkaráðherra Íslands. Hún mun ekki segja af sér, miklu frekar krefjast endurupptöku málsins í hæstarétti, sem er vinsælt núna. Væri ekki nær að hún kæmi fyrir landsdóm, frekar en Geir Haarde? Hún hefur sannanlega valdið landsmönnum miklu tjóni.
Gústaf Níelsson, 10.2.2011 kl. 23:00
Brotavilji Svandísar var sannarlega einbeittur í þessu máli, því fyrst dró hún mánuðum saman að svara erindinu og svo neitaði hún að staðfesta skipulagið, þvert á ráðleggingar allra sérfræðinga.
Hún vissi vel að hún væri að brjóta lög, en forherðingin var svo mikil að hún lét það ekki aftra sér í að framfylgja einstrengingslegum illvilja sínum í garð atvinnuuppbyggingar í landinu.
Skaðinn sem hún olli hleypur á tugum milljarða og ef eitthvert réttlæti er til í veröldinni, þá verður henni stefnt fyrir Landsdóm til að svara til saka fyrir þessa staðföstu lögbrotahrinu sína.
Axel Jóhann Axelsson, 10.2.2011 kl. 23:43
Komið þið sælir !
Axel Jóhann og Gústaf !
Þó svo; ýmislegt hafi nú komið frá ykkur, mis skynsamlegt, hefðuð þið nú betur þagað, núna.
Var ekki; andlegur og veraldlegur leiðtogi ykkar;; Engeyingurinn, Bjarni Benediktsson (yngri), að ganga til liðs, við þetta lið, þeirra Jóhönnu og Steingríms, á dögunum ?
Með; yfirlýstri þjónkun hálfs þingflokks ''Sjálfstæðisflokksins'' við undanláts semina, við Breta og Hollendinga ?
Hvílíkir hræsnarar; þið getið verið, ágætu drengir !!!
Ljótt; að þurfa að segja það - en; satt þó, nema þið gefið annað upp, gagnvart dreng ræksninu, frá Engey - og fordæmið hann, að verðskulduðu, fyrir þjónkun hans, við Kommúnistana og kratana.
Með; fremur blendnum kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 01:00
Hættulegustu feðgin lansins og þótt víðar væri leitað.
Halla Rut , 11.2.2011 kl. 01:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.