Leikhús fáránleikans

Til málamynda var haldinn "samningafundur" í dag vegna verkfallsboðunar starfsmanna fiskimjölsverksmiðja í Karphúsinu og væntanlega hafa deiluaðilar fengið kaffibolla hjá sáttasemjaranum og jafnel pönnuköku eða vöfflu. Aldrei stóð til að gera eitt eða neitt annað en að þiggja þeggar veitingar, enda alls ekki í bígerð að semja við þessa verkfallsboðendur um nokkurn hlut.

Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls á Austurlandi, sagði m.a. við mbl.is: "Verkfallið á að hefjast á þriðjudagskvöld og eins og staðan er í dag sé ekki hvað ætti að stoppa það. Yfirlýsingar talsamanna Samtaka atvinnulífsins gera þessa fundi alveg tilgangslausa. Það dynja á okkur yfirlýsingar hægri vinstri um að það eigi ekki að semja við okkur."

Það verður að teljast óskiljanlegt að þessari tilgangslausu vitleysu skuli haldið áfram, því allir vita að aldrei hefur staðið til að hækka laun þessara verkfallsmanna umfram aðra launþega og kauphækkanir munu ekki verða miklar, eins og atvinnuástandið í landinu er um þessar mundir, að ekki sé minnst á stöðu allra fyrirtækja landsins, annarra en útflutningsgreinanna, en þau eru að basla við að halda sér frá gjaldþroti og því ekki í stakk búin til að taka á sig nokkrar launahækkanir, sem heitið geta.

Leikritið um kjarasamningana verður þó sýnt eitthvað áfram og nú hafa flugumferðarstjórar bæst í hóp með bræðslumönnum og eru byrjaðir að undirbúa sitt verkfall, en í dag var tilkynnt að þeir myndu byrja með yfirvinnubann, afleysingabann og þjálfunarbann.  Næst munu flugstjórar væntanlega blanda sér í baráttuna og svo læknar og aðrar stéttir, sem eru á viðunandi launum en eru hins vegar í aðstöðu til að skaða efnahagslífið stórkostlega.

Leikritið um kjarasamningana er löngu komið í flokk með öðrum sígildum leikverkum sem flokkuð hafa verið undir leikhús fáránleikans.


mbl.is Samningafundur í 15 mínútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég vil benda öllum á viðtal við Guðmund Gunnarsson í seinni fréttatíma á RÚV 9/2.

Sigurður I B Guðmundsson, 10.2.2011 kl. 20:04

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Er þetta ekki fólkið sem hefur svo hæst útaf framkvæmdaleysi ríkisins, eftir þeir fara að hirða hærri laun úr ríkiskassanum? Þetta er ekkert annað en taumlaus frekja.

Bergljót Gunnarsdóttir, 11.2.2011 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband