Icesave og samviskan

Rísisstjórnin hefur klúðrað því í tvígang að koma í gildi samningi við Breta og Hollendinga um að gera Íslendinga að skattaþrælum þessara þjóða til næstu áratuga og nú skal reynt í þriðja sinn.  Sjálfstæðismenn á Alþingi hafa fram að þessu staðið í lappirnar gegn þessum áformum, enda með afdráttarlausa samþykkt Landsfundar flokksins í farteskinu gegn slíkri þrælasölu.

Við aðra umræðu um Icesave III greiddu níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins atkvæði með samþykkt þrælalanganna og hafa með því valdið gífurlegri úlfúð meðal flokksmanna, sem reiknuðu með því að farið yrði að eindreginni samþykkt Landsfundarins, sem endurspeglar sterkar skoðanir flestra Sjálfstæðismanna í málinu.

Þingmennirnir eru harðlega gagnrýndir í leiðara Morgunblaðsins í dag, en þar segir m.a:  "Á almanna vitorði er að þingflokkur sjálfstæðismanna er enn án sjálfstrausts og ekki til stórræðanna. Það er þó óþarfi. Þeir eru í stjórnarandstöðu gagnvart einni verstu stjórn sem í landinu hefur setið. Stjórn sem klúðrar öllu. Eftir hvert klúður gerir forsætisráðherrann hróp að Sjálfstæðisflokknum, hrakyrðir hann og uppnefnir. Þegar ofsinn rjátlast af þá kallar sami ráðherra á forystumenn Sjálfstæðisflokksins í sín hús til að láta þá gera fyrir sig viðvik. Og alltaf mæta þeir trítlandi. Hvers vegna? Hvað er eiginlega að?"

Þarna er tekið nokkuð djúpt í árinni, en þó er ekki að undra að svo sé gert því mikill hiti er í flokksmönnum vegna þessarar fjárkúgunarkröfu, sem enga stoð á í lögum eða reglugerðum, hvorki íslenskum eða evrópskum.  Þingmenn bera jafnan fyrir sig að þeim beri skylda til að láta samvisku sína ráða við atkvæðagreiðslur í þinginu og er ekkert nema gott um það að segja að þeir geri það.

Gangi það sem samviskan segir þeim hinsvegar algerlega gegn samþykktum æðsta stjórnvalds flokks þeirra og þvert gegn samvisku mikils meirihluta þeirra kjósenda sem veitt hafa þeim brautargengi, verða þeir einfaldlega að sitja hjá við atkvæðagreiðslu frekar en að veita slíku máli framgang.  Málið snýst í sjálfu sér heldur ekki um samvisku þingmanna, heldur tilraun til að þvinga íslendinga til að samþykkja ólögvarðar kröfur útlendinga og þingmönnum þjóðarinnar ber skylda til að verjast öllum árásum á landið og hagsmuni þess, lagalega sem og fjárhagslega.

Samviska einstakra þingmanna er varla svo miklu merkilegri en samviska meirihluta kjósenda þeirra.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll, Axel. Ég vil ekki borga skuldir annarra en ef ég er ábyrgðarmaður skuldara kann að fara svo að ég verði að greiða skuldina. Við eigum Landsbankann og erum því ábyrgðarmenn hans. Okkur ber því að greiða þær skuldir sem hann stofnaði til hvort sem okkur líkar betur eða verr. 

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 4.2.2011 kl. 16:28

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ríkið á ekki Landsbankann, því nú heitir ríkisfyrirtækið sem rekur banka undir því nafni NBI hf.

Gamli Landsbankinn sem stofnaði til þessara Icesavereikninga í Bretlandi og Hollandi var einkabanki og samkvæmt regluverki ESB og íslenskum lögum var ekki ríkisábyrgð á þeim banka, frekar en öðrum innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Þess vegna er þessi krafa Breta, Hollendinga og ESB algerlega ólögvarin krafa og í raun ekkert annað en fjárkúgun.

Flest eða öll ríki á vesturlöndum hafa þá stefnu að semja aldrei við hryðjuverkamenn eða aðra kúgara. Sömu stefnu eigum við að hafa gegn þessari fjárkúgunartilraun.

Málið snýst ekki um fjárhagslegar upphæðir, heldur lög og rétt og öllum árásum á landið sjálft, þjóðina og hagsmuni hennar verður að verjast með kjafti og klóm, enda er ekki annað að sjá en að fólkið í landinu sé alveg tilbúið til þeirrar baráttu sem þarf, til að hrinda þessari svívirðilegu árás á hagsmuni íslenskra skattgreiðenda, sem með samþykkt Icesave mun gera þá að skattaþrælum erlendra fauta næstu áratugina.

Axel Jóhann Axelsson, 4.2.2011 kl. 17:39

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Því má bæta við, að þú ert ekki ábyrgðarmaður þessarar skuldar, en nú ætlar Alþingi að samþykkja að þjóðin og þar með talinn þú, skrifi upp á þennan óútfyllta víxil, sem ábyrgðarmenn og það eftirá, þ.e. löngu eftir að til skuldarinnar var stofnað.

Það sjá allir að slíkt er algerlega út í hött.

Axel Jóhann Axelsson, 4.2.2011 kl. 17:41

4 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Gamli Landsbankinn sem stofnaði til þessara Icesavereikninga í Bretlandi og Hollandi var einkabanki og samkvæmt regluverki ESB og íslenskum lögum var ekki ríkisábyrgð á þeim banka, frekar en öðrum innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Satt er það en hvað gerðist þegar ríkið yfirtók bankakerfið? Tók það ekki bæði að sér innstæður og skuldir?

En burtséð frá þessu öllu hef ég aldrei skilið hvernig er hægt að selja banka. Erum við þá til sölu hvar og hvenær sem er? 

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 4.2.2011 kl. 19:44

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ríkið yfirtók ekkert bankakerfi. Gömlu bankarnir starfa í raun ennþá á sínum kennitölum og hafa ekki verið gerðir gjaldþrota formlega ennþá. Skilanefndirnar sjá um rekstur þeirra og uppgjör og það kemur ríkinu eða almenningi nákvæmlega ekkert við.

Iceseve kemur íslenskum skattgreiðendum ekkert við frekar en aðrar skuldir gömlu bankanna, en lánadrottnar þeirra munu tapa mörg þúsund milljörðum króna. Því ætti almenningur að taka á sig hluta þeirra skulda, en ekki aðrar?

Axel Jóhann Axelsson, 4.2.2011 kl. 20:01

6 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Þetta vissi ég ekki. Þakka upplýsingarnar. Héðan í frá mun ég ekki borga neitt.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 4.2.2011 kl. 20:06

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Axel, flottur ertu, það eru allt of margir sem halda að við eigum að borga.

Aðalsteinn Agnarsson, 4.2.2011 kl. 23:48

8 Smámynd: Óli minn

Ég held að Bjarni Ben

sé að gera rétt.

Hann sýnir

að hann er alvöru leiðtogi.

Kannski maður snúi aftur

í Sjálfstæðisflokkinn.

Óli minn, 5.2.2011 kl. 00:38

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég rokkaði svona fram og aftur í þessu máli til að byrja með, en núna er ég, eftir að hafa kynnt mér málið nokkuð vel, algerlega mótfallin því að við eigum að borga nokkurn skapaðan hlut.

Eins finnst mér að ef við neitum, að þá neiti ESB að taka okkur inn, en það er svo sannarlega af hinu góða í mínum augum.

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.2.2011 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband