3.2.2011 | 20:53
Tvímælalaust leiðinlegasti sjónvarpsþátturinn
Stöð 2 sýndi í kvöld þriðja þáttinn af "Tvímælalaust", samtalsþætti Tvíhöfðafélaganna Sigurjóns Kjartanssonar og Jóns Gnarr og ekki upplýstist nú, fekar en í fyrri skiptin tvö, hver tilgangur þáttarins er eða fyrir hverja hann er hugsaður.
Í augnablikinu kemur ekki neinn sjónvarpsþáttur upp í hugann sem slær þessum út í leiðindum, enda virðist öll áhersla vera á að reyna að sýna hve fyndinn og sniðugur Jón Gnarr er, en þar sem ekki er stuðst við nákvæmlega fyrirfram skrifað handrit, tekst honum afar illa upp, en segja má að Sigurjón sé þó skömminni skárri, ef einhver mismunur er.
Mörgum þótti þátturinn "Hringekjan" sem sýndur var á RÚV fyrir áramót vera lélegur, en í samanburði við "Tvímælalaust" ber "Hringekjan" þó af eins og gull af eiri.
Vonandi verður ekki langt framhald á sýningum þessa ömurlega þáttar.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála, þessi þáttur er hörmung og þennan viðbjóð eru áskrifendur stöðvar 2 að borga fyrir
Árni Karl Ellertsson, 3.2.2011 kl. 21:15
Þeir virðast skemmta sér vel og svo fá þeir líklega eitthvað greitt fyrir þetta frá ríku konunni.
Sigurður I B Guðmundsson, 3.2.2011 kl. 21:41
Voðalega er þér eitthvað í nöp við hann Jón Gnarr, Axel, þennan annars launfyndna og notalega mann...
hilmar jónsson, 3.2.2011 kl. 21:41
Hilmar, í þessum þáttum a.m.k. er svo mikil launung á launfyndninni, að hún kemur hvergi upp á yfirborðið.
Þetta þætti drepleiðinlegt útvarpsefni og hvað þá sjónvarpsefni, sem það náttúrlega er alls ekki.
Axel Jóhann Axelsson, 3.2.2011 kl. 21:47
Báðir mennirnir haldni einhvers konar áráttu til að vera í sviðsljósinu og hlusta á sjálfa sig.
Jón er illskárri. Sigurjón gæti unnið til verðlauna á Ólympíuleikum í leiðindakeppni.
Árni Gunnarsson, 4.2.2011 kl. 06:16
Þetta er alveg drepleiðinlegur þáttur.Eims og þeir voru góðir saman sem Tvíhöfði.Enn ég hélt að það væri svo mikið að gera sem Borgarstjóri að Jón þurfti að ráða sér aðstoðarborgarstjóra svo ég skil ekki hvernig JHann hefur tíma í þáttagerð í hverri viku
Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 07:15
Jón Gnarr hefur nógan tíma fyrir leikaraskap og önnur áhugamál eftir að hann kom af sér öllum helstu störfum sem borgarstjórastarfinu eiga að fylgja, þó hann sjái ekki sóma sinn í að lækka launin um leið. Núna er t.d. að koma til sýninga í bíó ný mynd um vini hans Múmínálfana, en þar er Gnarrinn á meðal leikara sem talsetja myndina.
Slíkur leiklestur inn á teiknimyndir mun vera talsvert tímafrekur, en sem betur fer fyrir Jón Gnarr þá hefur hann nógan tíma til að sinna aukavinnunni.
Axel Jóhann Axelsson, 4.2.2011 kl. 12:32
Hvers vegna í ósköpunum eruð þið að horfa á þetta strákar mínir, ef það er svona leiðinlegt. Það eru takkar á öllum sjónvörpum sem stendur on/off á, og svo eru líka fjarstýringar ef þið eruð of uppteknir af að horfa, til að standa upp og loka fyrir þennan hrylling sem virðist hrjá ykkur svo mjög.
Bergljót Gunnarsdóttir, 4.2.2011 kl. 15:29
Maður getur ekki gagnrýnt neitt, hvorki bókmennta- , leik-, eða sjónvarpsverk, ef maður sér það ekki eða heyrir. Hins vegar er núna fullreynt og á þessa hörmung verður ekki horft oftar.
Axel Jóhann Axelsson, 4.2.2011 kl. 16:16
Já Axel minn, gott hjá þér að horfa á 3 þætti áður en þú ákvaðst að hallmæla þeim
Ég hef að öðru leyti enga skoðun á málinu, er að vísu með stöð 2 en horfi samt sárasjaldan á imbann.
Bergljót Gunnarsdóttir, 4.2.2011 kl. 20:14
Sá reyndar ekki fyrsta þáttin, en þá númer tvö og þrú og eftir að hafa horft á fyrri þáttinn, ætlaði ég nú ekki að trúa að framar yrði boðið upp á önnur eins leiðindi og ómerkilegheit, svo þessu var gefið annað tækifæri. Viti menn seinni þátturinn var ennþá lélegri, leiðinlegri og ómerkilegri en sá fyrri og þar með var það fullreynt.
Íslenskt efni dregur mann nú oftast að skjánum, en ef stöðvarnar geta ekki boðið neitt skárra en svona þætti, er miklu betra að halda sig við amerísku sápurnar. Liggur við að maður biðji um sænskan vandamálaþátt frekar.
Axel Jóhann Axelsson, 4.2.2011 kl. 20:26
Já, þetta er sannarlega ömurlegt efni, og raun fyrir Stöð 2 að sýna þetta, en annars er því miður meðalgreind áhorfenda orðin það lág að skömm er að, það er þáttur eftir þátt á þessari stöð sem eingöngu er boðið upp á annað hvort raunverluleikaþætti eða kellingaþætti á borð við Greys Anatomy og svo fr.!!!
Gudmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 00:03
Nei, þetta er ekki rétt. Þó þátturinn mætti vera aðeins skemmtilegri þá er hann ekki leiðinlegri en Hringekjan. Ég held að það sé erfitt að slá henni við í leiðndunum.
Skúli (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.