Frábær andstaða við innlimun Íslands í ESB

Þau frábæru tíðindi berast nú frá Bretlandi að Tom Greatrex, þingmaður breska Verkamannaflokksins hafi nú tekið upp baráttu gegn viðræðum ESB við Íslendinga um innlimun þeirra í væntanlegt stórríki Evrópu.

Þetta er afar vel þeginn stuðningur í baráttunni gegn því að gera Ísland að áhrifalausum afdalahreppi í stórríkinu væntanlega og kemur þessi nýjasti bandamaður Íslendinga úr nokkuð óvæntri átt, þar sem hann er búsettur í einu af áfrifalénum hins væntanlega alríkis Evrópu.

Í fréttinni kemur m.a. þetta fram um þennan frábæra stuðning við baráttu sannra Íslendinga gegn hugsanlegri innlimun: ""ESB verður að setja þetta mál í forgang,“ sagði Greatrex og taldi að eina leiðin til að fá Íslendinga til að taka mark á mótmælum við makrílveiðum sé að ESB stöðvi aðildarviðræðurnar. Hann sagði að það yrði beinlínis rangt að veita Íslandi aðgang að ESB á sama tíma og það hafi vísvitandi hunsað reglugerðir sambandsins um makrílkvóta og skaðað hagsmuni núverandi aðildarríkja."

Allur stuðningur erlendra áhrifamanna og annarra í baráttunni gegn innlimun landsins í þetta væntanlega stórríki er afar vel þegin og vonandi bætast sem flestir í þann hóp.  


mbl.is Krefst frestunar aðildarviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Leyfum okkur að fagna.

Árni Gunnarsson, 3.2.2011 kl. 20:56

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Enn bætist í stuðninginn í Bretlandi því nú hefur sjávarútvegsráðherra landsins tekið undir og lýst yfir samþykki sínu við að viðræðum við Íslendinga skuli hætt, eins og sjá má á ÞESSARI frétt.

Það verður seint þakkað nógsamlega fyrir þennan óvænta en kærkomna stuðning við okkur.

Axel Jóhann Axelsson, 4.2.2011 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband