28.1.2011 | 19:35
Fáheyrð tíðindi
Þau fáheyrðu tíðindi hafa nú gerst, að Landskjörstjórn hefur axlað sinn hluta ábyrgðar af klúðrinu með kosninguna til Stjórnlagaþings og nú verður að reikna með því að einhverjir embættismenn í Innanríkisráðuneytinu og nokkrir ráðherranna fylgi fordæminu fljótlega.
Ef rétt er munað var ein af niðurstöðum Rannsóknarnefndar Alþingis sú, að allt of mikil lausung hefði ríkt í stjórnkerfinu hérlendis og lög og reglur hefðu verið umgengnar með allt of mikilli léttúð með þeim afleiðingum að mikil lausatök hefðu verið í öllu kerfinu og ekki hefði verið festa og samkvæmni í afgreiðslum mála. Af öllum þeim tugum manna, sem mættu fyrir Rannsóknarnefndina til skýrslutöku, taldi enginn sig bera nokkra ábyrgð á því sem gerst hafði og engum datt í hug að segja af sér starfi eða embætti af því tilefni.
Ekki er ólíklegt að Hæstiréttur hafi einmitt tekið mið af þessari hörðu gagnrýni Rannsóknarnefndarinnar og því dæmt eftir ýtrasta bókstaf, ekki síst til að sýna það fordæmi að stjórnkerfinu sé ætlað að starfa samkvæmt lögum landsins í framtíðinni og að Hæstiréttur a.m.k. muni ekki taka neinum vettlingatökum þá sem ákærðir verða fyrir að reyna að fara með léttúð í kringum lögnin.
Mikið má þakka fyrir að Hæstiréttur skuli sýna enn og aftur að í öllu því umróti sem ríkir í þjóðfélaginu, er a.m.k. einn aðili sem rækir skyldur sínar og er haldreipið sem þjóðin getur treyst fullkomlega á til framtíðar.
![]() |
Landskjörstjórn sagði af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur

Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
malacai
-
andres
-
annabjorghjartardottir
-
attilla
-
skagstrendingur
-
baldvinj
-
benediktae
-
beggo3
-
h2o
-
bbg
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
siggibragi
-
brandarar
-
deiglan
-
gagnrynandi
-
doggpals
-
ekg
-
elfur
-
eeelle
-
ellamagg
-
elismar
-
evaice
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gunnargunn
-
tilveran-i-esb
-
gthg
-
gun
-
gudbjorng
-
zumann
-
gudjul
-
gp
-
hreinn23
-
brekkukotsannall
-
gustaf
-
hallarut
-
morgunblogg
-
hannesgi
-
miniar
-
maeglika
-
heimssyn
-
aanana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
minos
-
atvinnulaus
-
daliaa
-
ingvarvalgeirs
-
jakobk
-
fun
-
jennystefania
-
jonsullenberger
-
dondi
-
jonsnae
-
jonvalurjensson
-
jonarni
-
jonoskarss
-
jorunnfrimannsdottir
-
kaffistofuumraedan
-
krist
-
kristinn-karl
-
krissiblo
-
kristjan9
-
altice
-
sleggjudomarinn
-
elvira
-
mathieu
-
morgunbladid
-
ninasaem
-
pallru
-
pallvil
-
palmij
-
iceland
-
ragnar73
-
rannsoknarskyrslan
-
redlion
-
seinars
-
fullvalda
-
logos
-
sigrunzanz
-
sigurduringi
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
sisi
-
siggifrikk
-
stebbifr
-
stjornuskodun
-
stormsker
-
saevargudbjornsson
-
athena
-
susannasvava
-
tibsen
-
ubk
-
vala
-
val
-
vestarr
-
postdoc
-
gummih
-
asdisran
-
thjodarsalin
-
mullis
-
sumri
-
t24
-
omarragnarsson
-
umbiroy
-
thjodarheidur
-
thorhallurheimisson
-
flinston
-
diva73
-
thjodarskutan
-
lifsrettur
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og maður geti trúað á þann sem gengur á vilja þjóðarinnar?
Þessi dómstóll gæti verið skipaður af spillingu og gæti haldið uppi spillingu í BananalýðveldinuÍslandi.
Ragnar Einarsson, 28.1.2011 kl. 19:58
Stjórnvöld eiga að segja af sér og fjórflokkurinn á að fara frá það er komin tími á breytta stjórnarhætti!
Sigurður Haraldsson, 28.1.2011 kl. 20:05
Á Bloggsíðu þinni kynnir þú sjálfan þig sem "Bullara". Þú hefðir ekki getað fundið sannari titil á sjálfan þig, miðað við þessa athugasemd.
Axel Jóhann Axelsson, 28.1.2011 kl. 20:07
Athugasemd nr. 3 á að sjálfsögðu við Ragnar Einarsson.
Axel Jóhann Axelsson, 28.1.2011 kl. 20:08
Sigurður, þú hlýtur að vita að það er ekki neinn "fjórflokkur" í ríkisstjórn á Íslandi. Flokkarnir sem þar sitja heita Samfylking og Vinstri grænir og það eru að sjálfsögðu þeir flokkar sem ábyrgð bera á þessum skandal, eins og öllum öðrum undanfarin tvö ár og er þar af nægu að taka.
Þessir tveir flokkar eiga auðvitað að axla sína ábyrgð og segja af sér umsvifalaust.
Axel Jóhann Axelsson, 28.1.2011 kl. 20:13
Fyrir það fyrsta, þá eru minni líkur en meiri á því, að meirihluti íslensku þjóðarinnar kalli á stjórnlagaþing. Hins vegar má vel vera að háværari hluti íslensku þjóðarinnar kalli á slikt þing.
Í öðru lagi þá eru dómstólar ekki skipaðir til þess að skapa sér vinsældir með því að dæma, samkvæmt ,,ímynduðum" vilja þjóðarinnar. Dómstólar dæma og álykta samkvæmt þeim lögum sem eru í gildi í landinu hverju sinni.
Kristinn Karl Brynjarsson, 28.1.2011 kl. 20:15
Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, skrifar góðan pistil um þetta á Pressunni.
Pistilinn má sjá hérna: http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Brynjar/skyldur-domara-
Axel Jóhann Axelsson, 28.1.2011 kl. 20:34
Það heppnaðist ekki að setja inn tengilinn á greinina hans Brynjars hér fyrir ofan, en nú má sjá hana HÉRNA
Axel Jóhann Axelsson, 28.1.2011 kl. 20:40
Þú ert samur við sjálfan þig, en talar/skrifar þó í hringi; þú segir: "Ef rétt er munað var ein af niðurstöðum Rannsóknarnefndar Alþingis sú, að allt of mikil lausung hefði ríkt í stjórnkerfinu hérlendis og lög og reglur hefðu verið umgengnar með allt of mikilli léttúð með þeim afleiðingum að mikil lausatök hefðu verið í öllu kerfinu og ekki hefði verið festa og samkvæmni í afgreiðslum mála".
Í sama innleggi þakkar þú Hæstarétti. En skoðum nú hverjir sitja þar, og afhverju. Jú, það eru frændur, einkavinir, bridge-félagar, veiðifélagar og fl. þess háttar, sem Rannsóknanefndinn var einmitt að lýsa. Langflestir dómarar í Hæstarétti eru skipaðir pólitíkst á 18 ára valdaferli Sjálfstæðisflokksins. Ekki treysti ég hæstarétti fyrir fimm aura, PUNKTUR.
Dexter Morgan, 28.1.2011 kl. 23:46
Æi Dexter, eru þessar hallærislegu samsæriskenningar ykkar vinstri mannanna ekki orðnar þreyttar.
Það má alveg eins halda því fram að þið vinstra liðið í landinu standið fyrir samsæri um að reyna að eyðileggja trúverðugleika Hæstaréttar og æsa almenning gegn honum.
Hæstiréttur er og verður vonandi áfram sú kjölfesta sem þetta þjóðfélag getur treyst á. Á meðan Hæstiréttur stendur vörð um réttarríkið, er landsmönnum borgið. Til þess þarf hann hinsvegar að fá frið fyrir niðurrifsöflunum.
Axel Jóhann Axelsson, 28.1.2011 kl. 23:56
Af öllum þeim tugum manna, sem mættu fyrir Rannsóknarnefndina- - -
Já, það er óþolandi lenska að enginn geri nein mistök og geri ekkert rangt og hví ættu heilagir englar eins og hvítþvegin Samfylkingin að sæta nokkurri ábyrgð eða játa á sig nokkurn skapaðan hlut?
Elle_, 29.1.2011 kl. 00:55
Það hefur meira að segja komið í ljós að allar leiðbeiningar varðandi kosningarnar og svör við spurningum þar um komu úr Innanríkisráðuneytinu, en ekki frá Landskjörstjórn. Samt er það Landskjörstjórn sem segir af sér en ekki Innanríkisráðherrann eða æðslu yfirmenn ráðuneytisins.
Eins og venjulega er verið að fórna peðunum.
Axel Jóhann Axelsson, 29.1.2011 kl. 05:10
Allt það fólk sem telur Hæstarétt hafa dæmt samkvæmt pólitískri forskrift eða fyrirmælum frá Valhöll verða - okkar allra vegna - að leggja fram gögn máli sínu til stuðnings og kæra dómarana.
Geri þau það ekki er allt þeirra tal öll þeirra skrif ekkert annað en innantómur þvættingur fólks sem ekkert mark er á takandi - hvorki í þessu máli né öðrum.
Í þessum hópi eru m.a. Bubbi - Illugi Jökulsson o.fl.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.1.2011 kl. 08:41
Ef þetta væri eithvað óljóst, þá væri hægt að finna gögn sem sanna spillinguna í Hæstarétti (eins og öllum öðrum opinberum stofnunum á Íslandi). En í þessu máli þarf þess ekki. Þetta er svo augljóst. Algjör spilling viðhöfð, dæmt námvæmlega eftir forskriftinni og Valhöll vill. AUGLJÓST.
Dexter Morgan, 29.1.2011 kl. 11:57
Og það væru fáheyrð tiðindi ef sómatilfinng Ögmundar Jónassonar og Jóhönnu Sigurðardóttir ,segi þeim ekki að segja af ser án tafar ,eftir þetta klúður !! Og aðeins sannar hversu siðlaus þessi Rikisstjórn er i öllum sinum athöfnum .sem hun hefur þó reyndar löngu sannað
ransý (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 12:41
Dexter, var skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis, sem Páll Hreinsson, einn Hæstaréttardómaranna sex, átti stóran hlut að sem formaður nefndarinnar, partur af þessu mikla samsæri Valhallar?
Axel Jóhann Axelsson, 29.1.2011 kl. 12:49
Þorsteinn Pálsson skrifaði frábæra grein í Fréttablaðið í dag um þetta efni. Greinina má sjá HÉRNA
Axel Jóhann Axelsson, 29.1.2011 kl. 18:28
Verð að segja að mér finnst nokkuð gróft að koma fram opinberlega og saka Hæstarétt um pólitík og svik. Virðir núverandi stjórn annars lög, dóma og Hæstarétt eða hvað fannst ykkur eftir gengislánadóminn 16. júní sl. og var það þá, miðað við þau rök, líka pólitík og þá núverandi stjórnarflokkar sem stýrðu gengislánadóminum þann 16. september sl??
Elle_, 29.1.2011 kl. 18:57
Elle, það er nefninlega málið, að fólk hrósar og þakkar Hæstarétti þegar niðurstaðan kemur sér vel fyrir það sjálft, en andskotast út í niðurstöður hans, þegar dómarnir annaðhvort koma sér illa fyrir eigin hag, eða fólki finnst bara að niðurstaðan eigi að vera í takt við sínar skoðanir, en ekki í samræmi við gildandi lög í landinu.
Axel Jóhann Axelsson, 29.1.2011 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.