18.1.2011 | 16:43
Kemur fyrsta tapið í kvöld?
Það sem af er á HM í handbolta hefur íslenska landsliðið staðið sig í samræmi við væntingar þjóðarinnar, en hafa verður í huga að þjóðirnar sem búið er að keppa við eru ekki sérstaklega sterkar eða hátt skrifaðar í handboltaveröldinni.
Leikirnir sem eftir eru í riðlakeppninni við Austurríki og sérstakleg Noreg verða miklu erfiðari en þeir leikir sem búnir eru og sigur gegn þessum tveim þjóðum er engan veginn gefinn. Austurríkismenn unni íslenska liðið fyrir stuttu, sem sýnir að þar eru engir aukvisar á ferðinni og Noregur er með sterkt og gott lið, sem getur unnið hvaða andstæðing sem er.
Íslenska liðið er nánast orðið öruggt um að komast í milliriðil mótsins og þegar þangað verður komið má segja að alvara lífsins byrji fyrir alvöru, því þar mun þurfa að kljást við lið sem eru í fremstu röð í heiminum og íslenska liðið mun þurfa að leggja allt í sölurnar, ætli það sér að eiga möguleika á sigri í þeim leikjum.
Væntingarnar eru orðnar geysilega miklar og margir farnir að sjá gullið á HM í hillingum. Í raun og veru er ekkert farið að glitta í gullið ennþá og margar hindranir sem eftir væri að yfirstíga á leiðinni að því.
Fyrsta hindrunin er lið Austurríkis, sem það íslenska keppir við í kvöld.
Ekkert annað en sigur gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef okkar menn tapa fyrir Austurríkismönnum þá áttum við ekkert erindi á þetta mót.
Hörður Sigurðsson Diego, 18.1.2011 kl. 17:06
Ef við töpum í kvöld hækkar bensínið. Það er verulegt áhyggjuefni!
Björn Birgisson, 18.1.2011 kl. 17:12
Hörður, eru ekki allir í íþróttum með það hugarfar að "vera bara með", en ekki til að vinna titla? Ég segi nú bara svona.
Björn, já það er hálfskuggalegt að bensínverðið sé farið að taka mið af úrslitunum hjá handboltaliðinu. Ég er lagstur á bæn og farin að biðja um 105 marka sigur gegn Austurríki og svo öðrum álíka gegn Norðmönnum.
Maður hefur a.m.k. ekki efni á að liðið tapi stórt á næstunni.
Axel Jóhann Axelsson, 18.1.2011 kl. 17:42
Þú segir við lið sem eru í fremstu röð í heiminum Axel. Það er rétt, en Island er líka eitt af þeim,þessi leikur verður erfiður en ég hef trú á strákunum okkar en það mun trúlega saxast verulega á 14 krónurnar!
Eyjólfur G Svavarsson, 18.1.2011 kl. 20:38
1 björn unninn!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Bergljót Gunnarsdóttir, 19.1.2011 kl. 00:55
Eða á ég að segja fyrsti björninn unninn?
Bergljót Gunnarsdóttir, 19.1.2011 kl. 00:56
Allir birnir eru auðunnir!
Björn Birgisson, 19.1.2011 kl. 01:06
Þetta var stórkostlegur leikur og spennustigið nánast óbærilegt. Nú trúir maður því að allt sé hægt á þessu móti.
Axel Jóhann Axelsson, 19.1.2011 kl. 01:38
Sammála þér Axel, nú trúir maður virkilega á að það glitti í málm.
Mikið vildi ég Björn minn að þú teldir með í stigafjöldanum.
Bergljót Gunnarsdóttir, 19.1.2011 kl. 03:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.