Icesavelygin afhjúpuð enn og aftur

Ríkisstjórnin með Steingrím J. í fararbroddi hafa logið því óhikað að þjóðinni að gangist hún ekki undir skattaþrældóm fyrir Breta og Hollendinga næstu áratugina, fáist enginn erlendur aðili til að fjárfesta á Íslandi og engin lánastofnun í heiminum muni nokkurn tíma veita íslenskum fyrirtækjum lán framar.

Smátt og smátt hefur verið að flettast ofan af þessari lygi, t.d. hafa Marel, Össur og Landsvirkjun fengið risastór lán frá erlendum lánastofnunum til að endurfjármagna eldri lán sín og fjöldi erlendra fjárfesta bíða á hliðarlínunni, tilbúnir til að fjárfesta hér á landi um leið og ríkisstjórnin hættir að standa í vegi fyrir allri atvinnuuppbyggingu í landinu.

Hér hefur því margoft verið haldið fram að ekkert myndi standa á að fá hingað erlenda fjárfesta og erlendar lánastofnanir til að leggja fé í hvert það fyrirtæki sem þætti arðvænlegt og gæti skilað fjárfestingunni til baka á eðlilegum árafjölda.

Það eina sem þarf er ríkisstjórn sem væri hliðholl atvinnulífinu og hefði skilning á því að með því að eyða atvinnuleysinu eyðist kreppan, en með því að stuðla að atvinnuleysi og vera haldin skattahækkanabrjálæði, eins og núverandi ríkisstjórn, mun kreppan ekki gera neitt annað en lengjast og dýpka.

Kaup Spánverja á Vífilfelli er enn ein sönnunin fyrir því að Steingrímur J. og ríkisstjórnin eru á villigötum og að fjárfestar munu stökkva á vænlegar fjárfestingar um leið og möguleiki til þess skapast.


mbl.is Spánverjar kaupa Vífilfell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Hvað verðu keypt næst. Nú Coke, þa Orkuver á Húsavík og Suðurnesjum. Icelandic fisksölufyrirtæki til Kanada, Hvað kemur næst. 200 mílna Fiskveiðilögsalan er til sölu, Góður kaupandi er til staðar sjálft ESB. Reyndar er búið að bjóða þeim heila gillið sem kallast Island, frítt, og meir að segja með góðu meðlagi. Er ekki tími til kominn að spyrða þetta landsölulið uppá fiskhjalla.

Björn Emilsson, 15.1.2011 kl. 23:34

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Við höfum verk að vinna.

Helga Kristjánsdóttir, 16.1.2011 kl. 00:04

3 identicon

Aðilar frá Evrópu hafa nánast aldrei fjárfest á Íslandi þannig að ég flokka þetta undir mjög sögulega stund. Íslendingar eru síðan sérfræðingar í að fæla Kanadamenn frá fjárfestingum hér sem hafa í gegnum áratugina verið hvað áhugasamastir um fjárfestingar hér.

Við þurfum ekki ESB eða Icesave til að fá fjárfesta til landsins. Það eru tveir möguleikar í þessu:

  1. Evrópubúar eru farin að átta sig á fjárfestingatækifærum hér sem Kanadamenn hafa þekkt í áratugi
  2. Steini í kók hefur verið búinn að koma peningum sínum í lóg og er að endurkaupa kók fyrir þá peninga og tekist að plata einhvern Spánverjann upp úr skónum

Björn (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 00:20

4 Smámynd: Sveinn Þór Hrafnsson

Þetta er ekki fjárfesting, þetta er að kaupa öndina með giltu eggin... sem reynda komu frá gyðingunum sorry.. Ekki stór gróði miðað við aðra heimhluta, en samt mjög góð önd fyrir 300 þús  manna samfélag..

Sveinn Þór Hrafnsson, 16.1.2011 kl. 01:06

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Framtakssjóður lífeyrissjóðanna kaupir ekki svona fyrirtæki, sem getur ekki verið annað en gróðalind, sé því almennilega stjórnað, en sjóðurinn fjárfestir hins vegar í fyrirtækjum eins og Húsasmiðjunni sem algerlega vonlaust er að skili nokkrum hagnaði næsta áratuginn a.m.k.

Axel Jóhann Axelsson, 16.1.2011 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband