14.1.2011 | 21:33
Já, þetta nafn verða menn að muna
Eftir leik Íslendinga og Ungverja á HM segir sænski netmiðillinn nt.se: "Aron Pámarsson. Leggið þettta nafn á minnið", enda stóð drengurinn sig einstaklega vel í leiknum og var verðskuldað valinn maður leiksins.
Við Íslendingar höfum vitað talsvert lengi að þarna sé á ferðinni upprennandi stórstjarna í handknattleiksveröldinni og mun innan tíðar verða íslenska landsliðinu jafn dýrmætur og Ólafur Stefánsson hefur verið því undanfarin ár.
Nafninu Aron mun enginn handknattleiksunnandi í heimi gleyma næstu tvo áratugina, eða svo.
Leggið þetta nafn á minnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eða eins og Geiri Sveins, eða einhver jafnfróður um handboltann í kvöld, Ólafur Stefánsson er 39 ára og þarna eru 19 ár á milli, en þeir eru nánast jafngóðir í dag. Etv. erum við að eignast nýjan Ólaf, en ég er ekki svo viss um að svo væri ef við hefðum ekki þessa frábæru fyrirmynd sem Ólafur Stefánsson er og hefur verið þeim sem á eftir honum hafa komið.
Ólafur er andleg lyftistöng, það fer ekkert á milli mála, svo fullkomnlega fallegur drengur sem hann er, bæði til sálar ekki síður en líkama, og ég vona að hann hafi getað skilið eitthvað af sínum fallegu gildum eftir meðal drengjanna sem hann hefur leikið með. Það er ekkert smá faranest fyrir þá, og með það ferarnesti ætti Aron Pálmarsson að geta sigrað heiminn.
Ég sá drenginn, Aron, líka í grínþættinum með Audda og Sveppa í kvöld og hann var alveg dásamlegur. Saklaus eins og lamb, spenntur fyrir lífinu, en fyrst og fremst með alveg frábæran húmor og hálf hræddur við allt hól.
Bergljót Gunnarsdóttir, 15.1.2011 kl. 03:24
Ólafur Stefánsson er stórkostlegur og hefur verið mikil fyrirmynd fyrir ungt fólk í landinu, enda átrúnaðargoð vegna framgöngu sinnar utan og innan vallar. Við höfum átt ótrúlega mikla handboltakappa í gegnum tíðina og alltaf nokkra sem unga fólkið hefur litið upp til og tekið sér til fyrirmyndar og þannig hafa alltaf komið upp nýjar og nýjar stjörnur í greininni.
Handboltinn er líklega ekki ein af stærri íþróttagreinum veraldarinnar, en þar eru Íslendingar og hafa verið ofarlega í gegnum tíðina og sannarlega getur handboltinn kallast þjóðaríþrótt og þar hefur landsliðið lengi verið meðal efstu þjóða.
Vegna alls þessa verður þjóðin að halda áfram að standa við bakið á liðinu og styðja það á allan hátt og vera ekki að setja það fyrir sig þó leikirnir séu ekki alltaf sýndir á RÚV í opinni dagskrá, sem auðviðtað væri besta fyrirkomulagið en úr því sem komið er verða allir að finna sína leið til að fylgjast með veislunni og láta fýluna út af sýningarstöðinni ekki skemma neitt fyrir.
ÁFRAM ÍSLAND.
Axel Jóhann Axelsson, 15.1.2011 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.