Var Birgitta að vinna með Wikileaks í nafni Alþingis?

Algerlega voru fyrirséð viðbrögð ýmissa vinstri sinnaðara skifara og annarra skítadreifara á blogginu við einum af fáum ummælum með viti og yfirvegun, sem stjórnmálamenn hafa látið frá sér fara um rannsókn bandarískra yfirvalda á hlut Birgittu Jónsdóttur að dreifingu tölvugagna, sem stolið var úr gagnageymslum hins opinbera í Bandaríkjunum.

Þessir sóðaskrifarar hafa ekki sparað stóryrðin um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna eðlilegra skoðana hans á málinu, en þær kristallast í eftirfarandi ummælum hans við mbl.is: "Ég á eftir að átta mig á því hvað það er sem er svona alvarlegt við það að bandarísk stjórnvöld séu að rannsaka það sem þeir telja vera refsivert brot samkvæmt sínum lögum."

Gapuxarnir virðast ekki skilja það, að hér er verið að rannsaka hugsanlega þáttöku Birgittu í athöfnum og aðgerðum sem líklega flokkast undir glæpi í Bandaríkjunum og viðbrögð þeirra íslensku ráðherra sem tjáð hafa sig um málið hafa verið, eins og við var að búast, algerlega vanhugsuð og sett fram í fljótræði.

Sem dæmi má nefna upphlaup Össurar Skarphéðinssonar, sem lýsti því fjálglega í gær hvernig hann ætlaði að taka sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi á teppið og koma honum í skilning um það í eitt skipti fyrir öll, að engar útlendingadruslur skyldu voga sér að abbast upp á íslenska þingmenn.  Sólarhring síðar, þegar Össur hafði hugsað örlítið um það sem hann sagði, en það gerir hann ekki oft, var allt hans fas orðið breitt og málið komið niður á stig embættismanna, en þar sitja mál af ómerkilegra taginu í samskiptum þjóða.

Allir sjá, nema íslensku ráðherrarnir og nokkrir bloggarar af óvandaðri gerðinni, að algert rugl er að reka þetta mál af hendi Íslendinga eins og hér sé um einhverjar aðgerðir þingmanns á Alþingi Íslendinga að ræða og því sé þetta á einhvern hátt mál, sem snertir pólitísk samskipti Íslands og Bandaríkjanna.  Þetta er einfaldlega rannsókn á glæpamáli sem íslenskir einstaklingar gætu verið innviklaðir í, en kemur löggjafasamkomu þjóðarinnar ekkert við.

Bjarni Benediktsson virðist vera eini stjórnmálamaðurinn á Íslandi, sem metur þetta mál nákvæmlega eins og það er og þorir að segja það opinberlega, enda ekki lýðskrumari eins og t.d flestir ráðherrarnir eru.   


mbl.is Bandaríkjamenn beita lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ja hérna hér.

Sigurður Haraldsson, 9.1.2011 kl. 22:51

2 identicon

Sæll; Axel Jóhann, jafnan !

Ja;; miklir menn erum við, Hrólfur minn, var einu sinni, við kveðið.

Gættu þess; að eyðileggja ekki heilsu þína Axel minn, þó þér sé nú mikið niðri fyrir.

Hversu heilagir; eru slöttólfar - ein og Obama og Barrosó ESB stjóri, til saman burðar við; að einhverjir hefðu grafið upp viðlíka skjöl; frá þeim Stalín og Kalínín - eða þá; Hitler og Goebbels, á þeirra tíð, Axel minn ?

Reyndu nú; að halda sönsum, ágæti drengur, en viðurkenna í leiðinni, hvers lags gufu (BB) þið Valhallar (við Háaleitisbraut Reykvízkra) menn hafið, í ykkar for svari, jafnframt.

Með beztu kveðjum úr Árnesþingi: öngvu að síður /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 22:52

3 Smámynd: Björn Birgisson

Ég sé að Bjarni Benediktsson hefur verið að lesa bloggið mitt vandlaga í gær og í dag. Birgitta Jónsdóttir hóf þessa vegferð sína á eigin vegum og henni ber að ljúka henni á eigin vegum, án afskipta Alþingis og Ríkisstjórnar Íslands. Einfalt mál.

Björn Birgisson, 9.1.2011 kl. 22:55

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Björn, enda er þessi þátttaka hennar í þessum athöfnum ekkert á vegum Alþingis eða opinberra aðila á Íslandi.

Íslendingar lenda í glæparannsóknum víða um heim án þess að ráherrar eða þingmenn hérlendir láti sig það miklu varða.

Hvort Birgitta er flækt í einhver lögbrot úti í heimi, eða ekki, veit ég ekkert um, en allt kemur það væntanlega í ljós við rannsókn málsins.

Axel Jóhann Axelsson, 9.1.2011 kl. 23:07

5 identicon

Er Össur ekki að reyna að tryggja sér eitt Icesave atkvæði?

Steini (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 23:15

6 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Það er eftir öðru í vinnubrögðum ýmissa alþingismanna, að þingkonan Birgitta Jónsdóttir flengist um lönd á kostnað almennings í algjöru egóflippi ! Ekki verða gjörningar hennar til að auka virðingu þjóðarinnar á hinu (háa?) Alþingi ? Getur ekki hæstvirtur forseti Alþingis sett taum á þessa brokkgengu þingkonu ?

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 10.1.2011 kl. 11:42

7 identicon

Heill og sæll frændi! Ég sé að þeir eru búnir að ná þér!!! Hvaða tölvukubb græddu þeir inn í hausinn á þér!!??? Eru einhver tengsl á milli Sjálfstæðisflokksins og Vísindakirkjunnar!!??

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 13:16

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Besta spurning dagsins.

Svarið hlýtur að vera já (ef skilja má Össur), og greinilegt er að fólkið í ríkisstjórninni saknar Saddams og telur hemenn Bandaríkjanna, sem Írakar hafa beðið að vera um kyrrt, vera stríðsglæpamenn.

Það er ekki nema von að menn hugsi ekki skýrst í stjórninni.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.1.2011 kl. 13:43

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

hermenn átti þetta að vera

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.1.2011 kl. 13:43

10 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Enn ein ástæðan fyrir því að Bjarni Ben. og fólk af svipuðu sauðarhúsi má alldrei komast aftur til valda á Íslandi. Hafi álit mitt á vafningnum verið lítið fyrir hvarf það endanlega þegar hann afhjúpaði hvar hollusta hans liggur og hversu smár hann er í hugsun. Vonadi heldur Wikileaks áfram af krafti um langt skeið að afhjúpa glæpi ríkistjórna og auðhringja, ekki veitir af að lyfta lokinu aðeins af þessum ormagryfjum þótt öllu heiðarlegu fólki bjóði við rotnunarfyknum sem gýs upp.

Georg P Sveinbjörnsson, 10.1.2011 kl. 14:11

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Georg, það er algerlega óforsvaranlegt að svara einum glæp með öðrum.  Það á að berjast gegn öllum glæpum með löglegum aðferðum og aðgerðum því ef glæpir eru upplýstir með öðrum glæpum, þá hverfur allur munur á upphaflegu glæpamönnunum og þeim sem ætla sér að klófesta þá.

Það þarf hins vegar að berjast fyrir opnari stjórnsýslu og minna leynimakki ríkisstjórna, enda eiga þær alls ekki að vera að makka um nein mál, sem ekki þola dagsbirtuna.

Axel Jóhann Axelsson, 10.1.2011 kl. 14:21

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Georg, því má bæta við að einmitt vegna þess sem sagt var hér að ofan í athugasemd #11, er því meiri nauðsyn á heiðarlegum stjórnmálamönnum eins og Bjarna Benedikssyni inn á Alþingi og til að leiða ríkisstjórn, því siðferðisvitund þjóðarinnar og ýmissa stjórnmálamanna virðist því miður fara stöðugt þverrandi um þessar mundir, eins og sjá má t.d. af skrifum þínum í athugasemd # 10.

Axel Jóhann Axelsson, 10.1.2011 kl. 14:26

13 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það þarf vissulega að berjast af miklum krafti fyrir opnari stjórnsýslu og minna leynimakki ríkisstjórna, ég tel svona upplýsingaleka knýja fram hraðari breytingar í þá átt og því afar nauðsynlega, öðruvísi fær fólk ekki mikilvægar upplýsingar um það sem raunverulega er í gangi að tjaldabaki. Tel líka réttlætanlegt að taka við ólöglega fengnum upplýsingum þegar svo gríðarlega ríkir almannahagsmunir eru annars vegar og fletta þarf ofan af stríðsglæpum og svipuðum brotum auðhringja og fyrirtækja, smárra sem risastórra. Stundum brýtur brýn nauðsyn lög, síðan eru líka til ólög sem engum ber að fylgja frekar en honum sýnist, lög sem eiga engan grunn í réttlæti eru ekki pappírsins virði.

Georg P Sveinbjörnsson, 10.1.2011 kl. 17:24

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Georg, okkur ber að fylgja öllum lögum sem í gildi eru hverju sinni. Séum við ekki ánægð með einhver lög, á að vinna að því að þeim verði breytt, en ekki neita að fylgja þeim ef okkur sýnist svo.

Það sem einum finnst vera óréttlæti getur alveg verið réttlátt í annarra augum.

Axel Jóhann Axelsson, 10.1.2011 kl. 20:46

15 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Vissulega Axel, og það sem einum finnst vera eðlileg andspyrna gegn árásarher finnst öðrum ótýnd hryðjuverk.

Georg P Sveinbjörnsson, 10.1.2011 kl. 20:55

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Georg, því má bæta við að einmitt vegna þess sem sagt var hér að ofan í athugasemd #11, er því meiri nauðsyn á heiðarlegum stjórnmálamönnum eins og Bjarna Benedikssyni inn á Alþingi og til að leiða ríkisstjórn...

Alltaf gaman að góðum bröndurum, þessi reddaði deginum (eða nóttinni.)

Theódór Norðkvist, 11.1.2011 kl. 02:56

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Theódór, þakka þér fyrir að vekja sérstaka athygli á þessari fullyrðingu minni, sem þú reynir auðvitað ekki að hrekja á neinn hátt, enda gætir þú það ekki þó þú vildir.

Vonandi hafa þessi sannindi orðið til þess að þú hafir getað sofið vel. Vitneskjan um að þrátt fyrir stjórnarliðið í landinu skuli ennþá vera nokkur hópur sómakærra manna á þingi gefur fólki vonir um betri tíma og þar með getur það sofið rórra en ella.

Axel Jóhann Axelsson, 11.1.2011 kl. 06:53

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það flokkast undir glæpi í USA að EKKI tilkynna morð, terrorisma og alþjóðlega glæpi yfirleitt. Allt blaður um að þetta eigi að vera leyndarmál er ekkert öðruvísi enn að glæpamenn vilja að þeirra eigin glæpir séu leyndarmál. Það sem er sérstakt er að þetta eru glæpir stjónvalda i USA og hers þeirra. Sömu stjórnvalda sem finnst í lagi að ráðasr inn í annað ríki og hengja forsetan eins og í Írak. Glæpir verða ekki stoppaðir með að fremja glæpi. USA neitar krónískt allri innblöndun í alþjóðaglæpi. Hverjir í alþjóðasamfélaginu eiga að taka USA fyrir og stefna þeim? Rétta yfir þeim og þessháttar, þegar sannað er að þeir gera eitthvað af sér? Hvort Birgitta hafi verið að vinna í þágu Alþingis verður hún að svara fyrir sjalft. Ef Alþingi íslendinga hefur tekið ákvörðun um að lyfta lokinu af alþjóðaglæpum hvaða ríkis sem er í heiminum, og styður það í leyni, á Alþingi alla mína virðingu skilið...

Óskar Arnórsson, 11.1.2011 kl. 12:34

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Axel, er flokkshollustu-afneitunin á svona háu stigi hjá þér að þú heyrir ekki einu sinni fréttir? Hefurðu aldrei heyrt um Vafnings-Sjóvá málið, hvernig Bjarni Ben tók þátt í að tæma næstum bótasjóð Sjóvá í einhverjum svikaleikfléttum? Leiddi síðan til að ríkið sá sig nauðbeygt til að leggja Sjóvá til 11,6 milljarða, af skattpeningum okkar borgaranna.

Theódór Norðkvist, 12.1.2011 kl. 00:31

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Theódór, þetta sem þú skrifar þarna síðast er hrein lygi, því Bjarni Ben. hefur aldrei verið einn af eigendum Sjóvár, aldrei setið þar í stjórn og aldrei starfað hjá fyrirtækinu.  Það er þér til mikillar smánar að reyna að búa til svona lygasögur og dreifa þeim um netið.

Axel Jóhann Axelsson, 12.1.2011 kl. 13:11

21 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er útúrsnúningur, ég sagði aldrei að BB hefði verið einn af eigendum Sjóvá. Hann var hinsvegar prókúruhafi og stjórnarmaður hjá Vafningi og þessi svikaleikflétta var í gegnum síðarnefnda fyrirtækið. Þetta var í flestum fjölmiðlum á sínum tíma.

Theódór Norðkvist, 12.1.2011 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband