7.1.2011 | 22:39
Ímynduð samsæri á mbl.is
Ótrúlega oft fyllist bloggið af samsæriskenningum út af einhverjum ósköp venjulegum fréttum sem birtast á mbl.is og fólk nær ekki upp í nefið á sér af vandlætingu og hneykslan á því hryllilega leynimakki og myrkraverkum sem fram fara á ritstjórn mbl.is.
Oftast eru samsæriskenningasmiðirnir með það algerlega á hreinu að Davíð Oddson sé höfuðpaurinn í skipulagi myrkraverkanna og skrifi sjálfur nánast hverja einustu frétt, sem birtist í Mogganum og á mbl.is og allar fréttirnar verði að lesa með það í huga að á bak við þær sé sóðalegt samsæri gegn þjóðinni í heild sinni, eða a.m.k. einhverjum ákveðnum þjóðfélagshópum í hvert skipti.
Nú ryðjast fram á völlinn nokkrir þessara samsæriskenningasmiða fullvissir um að nú sé Davíð að reyna að eyðileggja undirskriftasöfnun Bjarkar Guðmundsdóttur og félaga með því að skrifa lymskulega frétt um að einhverjir gætu hafa verið skráðir á listann án sinnar vitundar.
Í fréttinni kemur eftirfarandi reyndar fram, haft eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur, talsmanns undirskriftasöfnunarinnar: "Sumir hafa skráð sig áður - þetta er auðvitað búið að vera í gangi frá því í sumar - og kannski gleymt því að þetta er það sama."
Svo, þegar nokkrir bloggarar eru búnir að tjá sig um djúphugsaða samsæri Davíðs til eyðileggingar á verkum hugsjónamannanna sem að undirskriftunum standa, kemur fram einn sem einmitt staðfestir framangreind orð Oddnýjar um að hann hafi hreinlega verið búinn að gleyma því að hafa tekið þátt áður, enda söfnunin staðið yfir í a.m.k. hálft ár og því telja margir að söfnuninni sem hófst s.l. sumar hafi verið lokið og ný tekin við.
Svona geta skemmtilegustu samsæriskenningar hrunið á einu augnabliki og höfundarnir sitja eftir með sárt ennið og orðnir aðhlátursefni vegna vitleysunnar sem þeir voru búnir að láta frá sér.
Skráð gegn vilja sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þótt samsæriskenningasmiðir hafi hlaupið lítillega á sig þarna þá breytir það því ekki að það er allt Davíð að kenna.
Hörður Sigurðsson Diego, 7.1.2011 kl. 23:58
Já, akkúrat. Og líka stormurinn sem var úti núna í dag og gær.
Elle_, 8.1.2011 kl. 01:00
þú ert að misskilja þetta elsku hörður, davíð getur kennt allt en við nennnum ekki lengur að læra!
Þór Ómar Jónsson, 8.1.2011 kl. 01:23
Já,maður hefur leyft sér að hlægja að mörgum villeysis kenningum. Ein var sú að Davíð vaktaði allar bloggfærslur,léti þær hverfa ef honum hugnaðist þær ekki. Hann má nátturlega ekkert vera að því,meðan hann rústar efnahagskerfi Írlands,Grikklands og Portugals,þarf síðan að klára Evruna og ég fagna.
Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2011 kl. 03:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.