6.1.2011 | 14:03
Annar þingflokkur VG hótar að reka hinn
Eftir þingflokksfund VG í gær reyndi Steingrímur J. að gera lítið úr þeim djúpstæða ágreiningi sem ríkir milli manna á þeim bænum, en hins vegar kom mjög vel í ljós í viðtölum við Ásmund Daða og Lilju Mós. að öll ágreiningsmál hefðu einungis verið sett á bið og að í raun væru þingflokkar VG tveir en ekki einn.
Þetta staðfestir Lilja ótvírætt í dag á Fésbókarsíðu sinni með þessari færslu: "Á þingflokksfundi VG í gær ræddum við málefnalegan ágreining eins og gera á í lýðræðislegu ríki. Okkur tókst hins vegar ekki að klára umræðuna, enda mörg og stór mál undir. Hótanir um að sumir séu ekki í liðinu og eigi því að víkja úr stjórnarliðinu og þingnefndum er merki um skoðanakúgun."
Ekki er að reikna með að klofningur þingflokks VG verði betur útskýrður en þetta á þessu stigi málsins, en greinilegt er að "villikettirnir" hafa látið þvinga sig til að vera stilltir og góðir eitthvað áfram til að halda sætum sínum í þingnefndum og formennsku í einhverjum þeirra. Einhverjir myndu nú kalla þetta undirlægjuhátt til að halda í bitlinga, en sjálfsagt telja Lilja og félagar sig verða að vinna tíma til að móta næstu skref sín í innanflokksátökunum og hvernig best verði staðið að uppgjörinu við Steingrím J. og hans arm í flokknum.
Það er a.m.k. orðið dagljóst að VG mun ekki bjóða fram í óbreyttri mynd í næstu Alþingiskosningum, en líklega heldur Steingrímur J. nafni flokksins, en Ögmundur, Ásmundur, Lilja, Guðfríður Lilja, Atli og fleiri, munu bjóða fram lista í nafni nýs stjórnmálaflokks.
Allt stefnir í mikið úrval stjórnmálaflokka í næstu kosningum og ættu allir að finna þar eitthvað við sitt hæfi, eins og oft er sagt í auglýsingunum.
Vildu ekki birta minnisblaðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í ÞESSARI frétt á mbl.is er nánar fjallað um bræðravígin í VG og þar staðfestist endanlega að engin sátt ríkir meðal fyrrum félaga í VG
Axel Jóhann Axelsson, 6.1.2011 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.