Stefnan er að auka smygl og svarta vinnu

Ríkisstjórnin hefur hækkað alla skatta, sem hægt er að hækka og fundið upp fjöldann allan af nýjum ofursköttum og er með þessu skattabrjálæði sínu að drepa algerlega niður alla getu fyrirtækja til fjárfestinga og atvinnusköpunar og skattpíning einstaklinga er að valda algeru skipbroti í fjármálum heimilanna, sem ekki máttu við svona ríkisaðgerðum ofan á allt annað.

Skattpíning og jaðaráhrif skatta einstaklinganna mun ýta æ fleirum út í svarta vinnu, sem síaukið framboð verður af, einmitt vegna skattaæðis stjórnarinnar. Ofurhækkun skatta á tóbak og áfengi mun að sjálfsögðu stórauka smygl á slíkum vörum, en ekki hefur borið mikið á fregnum af slíku smygli undanfarin ár, en með þessari staðföstu stefnu Steingríms J. varðandi ofursköttun allra hluta, er hann og stjórnin að kynda undir aukningu glæpa í þjóðfélaginu og finnst flestum nóg um þá nú þegar.

Sala á tóbaki og áfengi mun minnka mikið í kjölfar skattabrjálæðisins og smygl aukast gífurlega. Líklega mun einnig styttast í að reynt verði að smygla olíu- og bensínvörum, eins og skattageggjunin er orðin á slíkum nauðsynjavörum, ásamt öllu öðru sem að bifreiðarekstri snýr.

Svo hikar Steingrímur J. ekki við að "stela" stórum hluta bifreiðaskattanna sem eiga að fara til vegagerðar, til annarra þarfa ríkissjóðs. Þá er gripið til þess að skattleggja notkun veganna aftur, án nokkurrar tryggingar fyrir því að það fé, sem þannig innheimtist, renni ekki beint í hítina hjá Steingrími J.

Vonandi springur þessi arma ríkisstjórn fljótlega eftir áramótin, þannig að hæfara fólk komist að völdum til að bjarga þjóðinni frá þessari "fyrstu tæru vinstri stjórn".


mbl.is Fíkniefni og tóbak fundust í flutningaskipi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smyglið hefur nú þegar aukist það mikið að það er farið að bjóða smyglaðar sígarettur á 5000 kr. kartonið

borgari (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 23:52

2 identicon

Þjóðir gátu bjargað sér áður en peningar og greiðslukort komu til sögunnar. Steingrímur er að rifja upp þann gamla sannleik sem kallast á fræðimáli Barter sem sagt skiptast á vörum, vinnu, þekkingu og svo framvegis án afskipta Stóra bróðurs.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 01:22

3 Smámynd: corvus corax

Steingrímur er fífl, lygari og svikari. Til að "létta" enn frekar undir með heimilunum á nú að stórhækka eldsneytið en hann veit ofurvel svikarinn að bíll er hverju heimili nauðsyn og þess vegna finnst honum frábært að ná peningum þar þrátt fyrir að öllu vegafé af eldsneytisverði hefur hann "stolið" í bruðlhítina sem ríkissjóður er orðinn. Og enn er malað undir fjárglæpahyskið að hans undirlagi. Þjóðin þarf að losna við þessa ríkisstjórn hvað sem það kostar.

corvus corax, 31.12.2010 kl. 08:04

4 identicon

Það er líklega þess vegna sem slegið var sölumet á jólabjór!

Páll (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 09:40

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Smygl og svört vinna eru bara smámál miðað við landflótta. Það er stórmál og sorglegt stórmál sem er orðið staðreynd og eykst því miður.

Sigurður I B Guðmundsson, 31.12.2010 kl. 11:03

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, það er auðvitað hárrétt að atgerfisflóttinn er sorglegasta afleiðing stjórnarstefnunnar og skattahækkanabrjálæðið er einmitt eitt af því sem fólk er að flýja, því það eru ekki bara þeir sem hafa misst vinnuna sem flutt hafa úr landi.

Axel Jóhann Axelsson, 31.12.2010 kl. 11:11

7 identicon

Og hvað sjáiði fyrir ykkur í staðinn fyrir þessa stjórn? Sjálfstæðismenn og Framsókn til dæmis? Phiffff...það eru nú ekki vænlegir kostir í boði!!

Ég veit eiginlega ekki hvað skal til bragðs taka þegar ný stjórn mun væntanlega innihalda sama "liðið" áfram úr fjórflokkunum.

Valgerður (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 09:43

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Valgerður, Sjálfstæðismenn og Framsókn gætu ekki annað en myndað betri stjórn en þá sem nú situr. Nánast hvaða flokkasamsteypa sem er, yrði bara til bóta. Í þessu tilfelli gæti vont ekki versnað.

Axel Jóhann Axelsson, 2.1.2011 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband