27.12.2010 | 13:39
Nýjir glæpaflokkar í framboð?
Nýjir stjórnmálaflokkar eru nú farnir að líta dagsins ljós og gera má ráð fyrir að eftir því sem líður á veturinn og næsta ár muni fleiri og fleiri flokkar fæðast, enda segir hjarðmenning dagsins að stjórnmálaflokkur ætti helst ekki að vera skipaður nema einum manni og þannig væri hægt að kjósa alla stjórnmálaflokka landsins í beinni persónukosningu.
Fram til þessa hafa kjósendur stutt þá stjórnmálaflokka sem unnið hafa að þeim skoðunum sem best hafa fallið viðkomandi kjósanda í geð og þeir sem heitar lífshugsjónir hafa haft, hafa gerst félagar í þeim stjórnmálasamtökum sem boða þær lífsskoðanir sem viðkomandi er tilbúinn að berjast fyrir og leggja sitt af mörkum til að afla fleiri fylgjenda meðal þjóðarinnar.
Nú boðar hjarðhugsunin að allir stjórnmálaflokkar séu glæpaflokkar og allir sem þá styðji séu samsekir um glæpaverkin og þeir allra forstokkuðustu séu sendir á þing til að valda þjóðinni öllu því tjóni, sem þeir mögulega geti unnið með dyggri aðstoð þeirra illgjörnu hálfvita, sem studdu þá í þingkosningum.
Það stórmerkilega við kerfið, eins og það hefur verið fram að þessu, er að það er þjóðin sjálf sem velur allt þetta fólk á Alþingi, með a.m.k. tveim kosningaumferðum. Fyrst eru frambjóðendur valdir á lista í prófkjörum eða forvölum og síðan eru listarnir boðnir fram í kosningum, þar sem yfirleitt mæta tæp 90% kjósenda og velja á milli þeirra lista, sem þessir frambjóðendur skipa.
Miðað við umræðurnar núna um stjórnmálaflokkana, þingmennina og stuðningsmenn þeirra, er alveg með ólíkindum hvernig svona skynsöm þjóð eins og Íslendingar segjast vera, skuli ná svo mikilli samstöðu um að kjósa sinn alversta glæpalýð til að stjórna sér og landinu, kosningar eftir kosningar.
Segir viðbrögð góð við nýjum flokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Áttu við núverandi ríkisstjórn í síðasta paragrafinu?
Bergljót Gunnarsdóttir, 27.12.2010 kl. 13:53
Sjálfstæðisflokk, Framsókn, eða hvað?
Bergljót Gunnarsdóttir, 27.12.2010 kl. 13:55
Líklega er ég að misskilja þetta allt hjá þér, fyrirgefðu.
Bergljót Gunnarsdóttir, 27.12.2010 kl. 13:58
Ég er nú bara að meina hvernig fólk talar um stjórnmálamenn almennt, sem hóp, eftir hverjar kosningar, en samt kýs það alltaf aftur þá stjórnmálamenn sem það kallar svo glæpamenn og hálfvita strax eftir hverjar kosningar.
Axel Jóhann Axelsson, 27.12.2010 kl. 14:14
Var búin að fatta það, og er þér innilega sammála. Það mætti halda að ég sé með algera athyglisýki hérna á síðunni. Kann að vera að það sé bara raunin.
Bergljót Gunnarsdóttir, 27.12.2010 kl. 14:28
Það verður að segjst eins og er að sökin á spillingunni er okkur sjálfum mest um að kenna kjósendum. Þegar fólk getur verið tímabil eftir tímabil áskrifendur að atkvæðum okkar, hvernig svo sem það hagar sér á þingi og í stjórnum, er von að þau verði kærulaus og fari að ala sig og sína og gleyma þessum kvikindum sem kjósa þá, nema rétt svona á fjögurra ára fresti.
Ef kjósendur þyrðu bara að refsa sínu fólki þegar þeim mislíkar vinna þeirra, myndu stjórnmálamenn reyna að vinna vinnuna sína þannig að þeir yrðu þó að minnsta kosti að vinna fyrir atkvæðinu.
Íslenskur almenningu þarf að fara að líta í eigin barm og hætta þessari hjarðhegðun. Fara að hugsa sjálfstætt og þora að hætta að kjósa alltaf sama flokkinn aftur hvað sem á gengur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2010 kl. 15:15
Ásthildur, það þarf ekki síður að berjast gegn þeirri hjarðhegðun að tala eins og gert er um það fólk, sem gefur kost á sér til þingstarfa.
Þar geta einhverjir misjafnir sauðir verið innan um, eins og annars staðar, en upp til hópa er þetta auðvitað fólk sem hefur djúparstæðar pólitískar skoðanir og vill komast í stjórn til að koma sinni sýn á þjóðfélagsstjórnunina í verk.
Miðað við umræðuna undanfarið eru þetta allt saman eintómt glæpahyski sem við höfum kosið undanfarna áratugi og svoleiðis hjarðhugsun og -hegðun er ekki nokkurri þjóð sæmandi, sem þykist vera með a.m.k. meðalgreind.
Fólk skipar sér í mismunandi flokka eftir hugmyndum sínum og hugsjónum og er að mestu leyti ósammála skoðunum hinna flokkanna, en það gefur fólki samt ekkert leyfi til að kalla þá glæpaflokka og alla sem þá styðja hreina glæpahunda og vitleysinga.
Það á að vera hægt að berjast fyrir sínum skoðunum og þar með gegn skoðunum annarra án þessara sífelldu glæpastimpla.
Axel Jóhann Axelsson, 27.12.2010 kl. 15:57
Afritaði þennan lista annars staðar frá af netinu. Vona að mér leyfist það.
Finnst þér einhver furða Axel að fólk álíti þingmenn upp til hópa siðlausan glæpalýð sem hugsi eingöngu um eigið rassgat?
Þar sem ég veit að þú ert gallharður sjálfstæðismaður þá vil ég taka það fram að ég veit það að Samfylkingin og Framsókn eru líka gjörspillt þannig að ekki taka þetta sem skot á sjálfstæðisflokkin sem slíkan þó svo að ég telji hann hvað sístan hvað varðar lágt aumt siðferði.
Hér kemur afrekalisti þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Endilega deilið honum á sem flesta.
1. Ábjörn Óttarsson, játaði að hafa greitt sér tugi milljóna í arðgreiðslur með ólöglegum hætti.
2. Árni Johnsen var dæmdur fyrir fjárdrátt og umboðssvik. Svo tók hann garð-hellur án leyfis um daginn, en er búinn að skila þeim aftur, eftir að frétt hafði komið um málið á netinu. Sumir læra aldrei neitt.
3. Bjarni Benediktsson tók þátt í milljarðabraski ásamt Wernersbræðrum skömmu fyrir hrun þegar hann var stjórnarformaður N1, stærsta olíufyrirtækis Íslands. (Ben-fjölskyldan á sumarbústað á Flórída sem kostar meira en 600 miljónir. Fólki finnst það samt eiga samleið með Ben-fjölskyldunni og Sjálfstæðisflokknum).
4. Guðlaugur Þór Þórðarsson, þáði tæplega 25 milljónir í styrki sama árið og hann hafði millgöngu fyrir 30 milljón króna styrk frá FL Group og 25 milljón króna styrk frá Landsbankanum til Sjálfstæðisflokksins - á sama tíma áttu styrkveitingur beinna hagsmuna að gæta gagnvart ríkinu.
5. Kristján Þór Júlíusson er Ísfirðingum góðu kunnur og ekki af góðu, enda muna þeir hvernig hann fór með þá í Guggumálinu. Prófið að gúggla "Kristján Þór Guggan Samherji".
6. Ólöf Nordal sagði að Skýrsla Rannsóknanefndar Alþingis væri að þvælast tímabundið fyrir Sjálfstæðismönnum. Hún er einmitt nefnd í skýrslunni undir kaflanum um lánveitingar til þingmanna - endilega lesið hann. (Framhald....)
7. Óli Björn Kárason, var-þingmaður og fyrrverandi ritstjóri hægriöfga-vefsins amx.is skuldaði einmitt Kaupþingi um hálfan milljarð. Hefur átt það til að haga sér með dólgshætti við almenna borgara og þá drukkinn.
8. Sigurður Kári Kristjánsson, þáði 4,6 milljónir í prófkjörsstyrki en neitar að upplýsa hverjir greiddu honum féð.
9. Tryggva Þór Herbertsson þarf varla að kynna fyrir ykkur, þetta er maðurinn sem var efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde. Svo þáði hann milljónir fyrir að gefa út einhvers konar heilbrigðisvottorð fyrir íslenska bankakerfið fyrir utan fleiri hundruð miljóna kúlulán.
Pétur Blöndal var aðal hvatamaðurinn af því að koma sparisjóðakerfinu í einkaeign sem varð svo til þess að það fór lóðrétt á hausinn. Fé án hirðis kallaði hann sparisjóðakerfið.
10. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var með milljarða skuldir frá Kaupþingi, en þar var eiginmaður hennar einn af hákörlunum sem stýrðu ferðinni.
Svo eru einn þingmaður flokksins í leyfi – ath. Þeir sem fóru í leyfi sögðu ekki af sér!
11. Illugi Gunnarsson, stjórnarmaður í Sjóði 9 hjá Glitni, en sá sjóður fór langt frá auglýstri fjárfestingarstefnu sinni sbr. Rannsóknarskýrslu Alþingis.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 21:05
Eggert, þetta er ágætur listi, en hvar eru glæpirnir á honum? Ekkert af því sem þú telur upp hefur verið dæmt ólöglegt, nema gerðið Árna Johnsen, en hann er búinn að taka út refsingu fyrir þær og vann aftur sæti sitt á framboðslista í prófkjöri. Ætlast þú til þess að þeir sem brjóta af sér séu dæmdir til ævilangrar útskúfunar úr þjóðfélaginu?
Að öðru leyti verður þú að útskýra betur það sem þú kallar glæpi á þessum lista.
Axel Jóhann Axelsson, 27.12.2010 kl. 21:40
Æji Axel minn!!!
Þú fullorðinn og lífsreyndur maðurinn veist væntanlega að það er nánast ekkert annað en glæpur þegar fólk misnotar aðstöðu sína til fjárhagslegs ávinnings rétt eins og velflest af þessu fólki hefur gert.
Síðan þegar allt fer á versta veg þá er málum reddað með því að tala við rétta fólkið sem getur afskrifað eða reddað málum
ef maður hefur samböndin í lagi. Það er líka ekkert annað en glæpur.
Eða heldur þú að þú fengir að komast upp með álíka athæfi nema þú værir með réttu tenglslin við rétta fólkið.
Ég efa það Axel.
En þetta er almennt það sem að almenningur fréttir af og les um og því ekkert óeðlilegt að við séum almennt farin að álita íslenska stjórnmálamenn glæpalýð upp til hópa.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 22:02
Það þýðir ekkert að hamra á því að íslenskir stjórnmálamenn séu glæpalýður upp til hópa og geta svo aldrei bent á glæpina sem þeir eiga að hafa framið.
Ekkert á listanum þínum hefur verið dæmt ólöglegt, nema hjá Árna Johnsen, eins og áður sagði og getur því ekki með neinu móti flokkast sem glæpir. Styrkirnir voru t.d. algerlega eftir þeim reglum sem viðgengengust áratugum saman til fjármögnunar flokka og prófkjara og þegar það þótti ekki lengur nógu gott kerfi, var öllu saman demt á ríkissjóð. Er betra að láta skattgreiðendur borga fyrir þessi framboð og stjórnmálastarfsemina yfirleitt?
Ég nenni ekki að elta ólar við listann þinn, fyrst þú getur ekki nefnt lögbrotin, en bara til að benda á óheiðarleikann við framsetningu hans má benda á að Þorgerður Katrín fékk ekkert lán hjá Kaupþingi og lán Ólafar Norðdal var vegna kaupa á íbúðarhúsnæði, en hún lenti svo í því sama og margur annar að ná ekki að selja það sem hún átti fyrir og var því með lán vegna tveggja fasteigna. Eru allir glæpamenn, sem lentu í því?
Fullorðinn maður eins og þú, Eggert, á ekki að vera að bera út svona lygar og óhróður um saklaust fólk. Það er þér og öðrum sem það gera, til háborinnar skammar.
Axel Jóhann Axelsson, 27.12.2010 kl. 22:10
Sæll; Axel Jóhann - sem og, aðrir gestir þínir, hér á síðu !
Hverju; ló Eggert Vébjörnsson, hér að ofan, Axel minn ?
Útskýrir ekki; hroðvirkni - sem meðvituð skemmdarstarfsemi, hinna duglausu hvítflibba- og blúndukerlinga á Alþingi ekki; hvers lags draslara lýður er þar, að stærstum hluta, og hefir lengi verið, Axel Jóhann ?
En; jafnframt verið, flestöll, einkar kappsöm í, að moka undir sig - sem vina sinna bakhluta, á Alþýðunnar kostnað, einnig.
Hverju, hyggstu svara fólkinu, sem verður fyrir enn einni skatta hryðju, þessarra vina þinna (úr; B - D - S og V listum), eftir komandi áramót, Axel Jóhann ?
Þegar; við, úti á landsbyggðinni, getum vart sinnt brýnustu nauðsynja erindum, sökum ofur gjalda Benzíns og Olíu - auk allra hinna skattanna, sem leggjast eiga, á Íslendinga. Já; og Reykvíkingar, nágrannar þínir, einnig.
Skálmöld mikil; er framundan, á landi okkar Axel Jóhann, og höfuð ábyrgðina bera vinir þínir, draslara lýðurinn, úr hinum margrómuðu íslenzku stjórnmála flokkum, ágæti drengur.
Lítt stórmannlegt; af þér, að verja tilvist þessarra Forynju afla, Axel Jóhann; þér, að segja.
Með; kveðjum undrunar, sem furðu nokkurrar, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 01:22
Getur það nokkuð verið, Axel minn, að Íslenskir stjórnmálamenn séu bara flestir/margir eiginhagsmuna glæpa siðleysingjar ?
Ég er alltaf að hallast meira að því. Reynslan og sagan hefur kennt manni að hugsjónamenn hafa oftar en ekki sniðið "örlítið" af hugsjónum sínum ef stóll er í boði.
Þú hlýtur að viðurkenna að ærlegir atvinnu stjórnmálamenn eru hvítir hrafnar á Íslandi.
En nóg um það, hér kemur ein illa unnin samsæriskenning, skipun nýju sendiherranna er ekki ólíklega fyrirboði um komandi stjórnarslit. Nú er verið að setja gæðingana í bása. Gæðaembættin eru nefnilega ansi oft einstefnuloki, einu sinni inni.. ætíð inni.
Gleðileg jól.
runar (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 07:03
Rúnar, það er alveg merkilegt að svona greindur maður eins og þú telur þig vera, skuli ná að kjósa sér svona lélega fulltrúa á þing, kosningar eftir kosningar.
Axel Jóhann Axelsson, 28.12.2010 kl. 10:12
Takk fyrir vinsamlega kveðju Axel.
Það er rétt hjá þér að ég tel mig greindan mann, því miður deila ekki margir þessari skoðun með mér.
Ég nýti ávalt kosningarétt minn, það tel ég vera lágmarks kröfu á þá einstaklinga sem búa í lýðræðisríki.
Þér færi þó betur að sleppa kaldhæðninni.
Málið er að þegar saur og skítur eru einu framboðin þá er nokkuð ljóst að lortur verður sigurvegari kosninganna, hjá því verður ekki komist, því miður.
Ég vill sjá breytingar í Íslenskum stjórnmálum. Ég bý erlendis og keyrði 400 km til þess að kjósa "Borgara"hreyfinguna í síðustu kosningum.
Meira get ég ekki gert.
Ég vona að Davíð bjóði fram í næstu kosningum, þá án xD manna.
runar (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 11:27
Þessi 400 km akstur hefur verið gífurleg sóun á frítíma og dýrmætu bensíni.
Ef ekki verður búið að umbylta kosningakerfinu, verður Davíð að hafa flokk á bak við sig til að geta boðið fram, hvort sem það yrði Sjálfstæðisflokkurinn eða einhver allt annar. Ég deili ekkert sérstaklega vonum þínum um framboð hans í næstu kosningum, hann stóð sig stórkostlega vel á meðan hann var í pólitík og er ekki síður góður þar sem hann er núna.
Það verður að treysta yngra fólki til að taka við keflinu núna, því gömlu brýnin í Samfylkingunni og VG eru búin að sýna og sanna að þau ráða ekki við landsstjórnina og ekki hefur Hreyfingin lagt mikið nytsamlegt til málanna síðan hún kom fólki á þingið.
Axel Jóhann Axelsson, 28.12.2010 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.