Þyngri refsingar fyrir rof á heimilisfriði

Glæpalýður borgarinnar lætur sig engu skipta hvort almenningur heldur upp á jólin eða aðarar hátíðar, en notar hátíðarnar ekkert síður en aðra daga til að brjótast inn á heimili fólks og stela þar öllu steini léttara og valda bæði miklum eigna- og tilfinningaspjöllum.

Út yfir allan þjófabálk tekur þó, þegar þessir glæpahundar þykjast vera að refsa fólki og leggja á það "sektir", sem síðan eru innheimtar með innrásum á heimili og vopnavaldi beitt og nú á aðfangadag skotvopnum. Með þessari vopnuðu ásás á eitt heimili voru jólin í raun eyðilögð fyrir fjölda fólks, sem býr í nágrenni heimilisins sem fyrir skotárásinni varð, enda olli þetta glæpaverk ótta í huga fólks í stórum hluta hverfisins.

Glæpagengin vakta heimilin og fylgjsast með því hvort þau verði mannlaus vegna fjölskylduboða um hátíðarnar og nota þá tækifærið til að brjótast inn og róta í öllum persónulegum munum fólks, ásamt því að stela öllu verðmætu og oft verðlitlum hlutum, sem þó eru fólkinu afar kærir vegna persónulegra minninga sem þeim tengjast.

Fólk, sem fyrir þessum innrásum á heimili sín verður, lýsir því oft að hlutirnir sem hverfa séu ekki það versta við innbrotin, þó verðmætir séu, heldur sé það sú vanhelgun á helgi heimilisins og gramsið í persónulegum minnigum þess, sem sé óbærilegast, fyrir utan óöryggið af því að búa áfram á heimilinu.

Þungar refsingar ættu að vera við innbrotum á heimili og árásum á friðhelgi þeirra og miklu harðari en við innbrotum í fyrirtæki, því þó slík innbrot séu nógu slæm, þá er ofbeldið gegn sálarlífi fólks með innbrotum á helgasta vé fjölskyldunnar ekkert annað en andleg nauðgun heimilismanna, fyrir utan eignatjónið.

Það þarf að setja mikla hörku í baráttuna gegn þessum glæpalýð, sem stöðugt færist í átt til grófari afbrota gegn saklausum borgurum.


mbl.is Árásarmennirnir yfirheyrðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Vísa til bloggs á síðunni minni, þetta er óþolandi

Bergljót Gunnarsdóttir, 26.12.2010 kl. 22:03

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég er algerlega sammála því sem þú segir á þínu bloggi.

Axel Jóhann Axelsson, 26.12.2010 kl. 22:26

3 identicon

Mjög góð og þörf hugleiðing

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 26.12.2010 kl. 22:37

4 Smámynd: Jónas S Ástráðsson

Auðvitað verðum við að fara að taka til hendi. Og það er auðvelt. Bráðabirgðafangelsi reist úr gámaeiningum gæti orðið að veruleika á vordögum ef lagt væri strax á stað. Heitt, einfalt og þægindalítið. fangelsi sem byggði á betrun en ekki dekri.

Jónas S Ástráðsson, 27.12.2010 kl. 11:49

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Heitt, einfalt og þægindalítið. fangelsi sem byggði á betrun en ekki dekri."...þetta er aðferð til að auka ofbeldi og ekki öfugt.

Ofbeldi þarf að mæta allt öðruvísi en hefur verið gert hingað til, og skoða hvert mál út af fyrir sig. Það er fyrir löngu búið að "finna upp hjólið" í ofbeldismálum og hvernig á að vinna úr því....það þarf að kenna fólki að hætta ofbeldi og ekki fresta ofbeldisvandamálinu með eingöngu fangavist, og kalla það "betrun" þegar betrunin er bara byggð á óskhyggju einni saman.

Óskar Arnórsson, 27.12.2010 kl. 13:56

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, innbrotum á heimili fer fjölgandi og ofbeldi í undirheimunum sömuleiðis, a.m.k. í fíkniefnaheiminum.

Fyrst löngu er "búið að finna upp hjólið", hvers vegna er þá ennþá verið að brjóta lögin yfirleitt?

Takist ekki að "betra" þessa glæpamenn verður a.m.k. að halda þeim utan við þann heim sem aðrir vilja búa í og það verður þá varla gert öðruvísi með fangelsun, hvort sem um einhverja "betrun" verður að ræða eða ekki.

Axel Jóhann Axelsson, 27.12.2010 kl. 16:02

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það þarf auðvitað að loka menn inne sem haga sér eins og skepnur. Enn það virðist ekki enn vera komin nein hugsun um að stoppa þessa þróun með öðru enn að stinga höfðinu í sandinn og setja sömu menn í grjótið aftur og aftur. Ég veit að það er alltaf sama fólkið sem situr í fangelsum á Íslandi fyrir ofbeldi. Aftur og aftur.

Og ef ekkert er gert til að kenna þeim hvernig á að haga sér í lífinu á meðan þeir eru þar, verða þeir að ala sig upp sjálfir og reynslan sýnir að það virkar ekki. Ég hef unnið með allar tegundir af ofbeldi í 25 ár núna og Íslendingar ætla að gera eins og aðrar norðurlandaþjóðir. Bíða þangað til málin eru komin í svo hryllilega farveg að þeir verstu sitja til lífstíðar fyrir manndráp eða morð...

Það er búið að "finna upp hjólið" fyrir áratugum síðan enn "sýstemið" (fólkið eða þjóðfélagið) vill engar breytingar. Men þurfa bara að fórna hefndarfíkn sinni og þá verður árangurinn betrun eða ofbeldið minnkar...enn það er ekkert létt. Ég er bara ekki viss um að fólk vilji það. Að refsa án árangurs hefur verið gert í hundruðir ára og sú reynsla ætti að vera nóg. Við höldum bara áfram að nota innilokanir og svo sleppum við þeim út hálf vitlausum á eftir...sagan endalausa.

Óskar Arnórsson, 27.12.2010 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband