Skiptir mestu máli hvernig tillögur eru lagđar fram

Lilja Mósesdóttir, sem er ein af "villiköttunum" í ţingflokki VG, segir ađ ekki sé tekiđ mark á tillögum sínum innan meirihlutans á bak viđ ríkisstjórnina vegna ţess ađ ekki sé sama hvađan gott komi.  Lilja segir m.a:  "En vandamáliđ  er ađ ţađ er ekki hlustađ á okkur og stundum hef ég á tilfinningunni ađ ţađ skipti máli frá hverjum gagnrýnin og ábendingarnar koma. Ef ég tala fyrir sjálfa mig ţá hef ég talađ fyrir almennri skuldaleiđréttingu, lagt fram frumvarp sem kallađ er lyklafrumvarpiđ og frumvarp um fyrningu krafna en ţessi frumvörp hafa ekki fengiđ framgang, međal annars held ég vegna ţess ađ ţađ var ég sem lagđi ţau fram en ekki einhver annar."

Ekki virđist hvarfla ađ Lilju ađ tillögur hennar séu ekki ţess virđi ađ ţćr fái sérstakan framgang og má ţar nefna tillöguna um flata niđurfellingu skulda, sem bćđi er dýr og gagnast alls ekki ţeim, sem virkilega eru í mestu skuldakröggunum og ţurfa helst ađstođar viđ, til ađ komast aftur í möguleika á ađ standa undir skuldum sínum.  Lyklafrumvarpiđ er algerlega galiđ, ţar sem fólk sem alls ekki er í neinum erfiđleikum vegna skulda sinna, en á hinsvegar erfitt međ ađ selja viđkomandi fasteign, gćti einfaldlega hent lyklunum í lánadrottnana og gengiđ frá fasteigninni án ţess ađ taka nokkra einustu ábyrgđ á ákvörđun sinni á kaupum hennar.

Fyrning krafna gjaldţrota fólks hefur veriđ stytt í tvö ár, ţó ennţá sé möguleiki fyrir lánadrottna ađ viđhalda kröfum sínum, enda algerlega andstćtt eignarréttarákvćđum stjórnarskrárinnar ađ ganga algerlega á rétt lánveitenda, ţví ţeirra eignaréttur er varinn ekki síđur en annarra sem eignir eiga í ţjóđfélaginu.

Ţessi upptalning ćtti ađ sýna ađ tillögur Lilju eru ekki góđar tillögur og vćntanlega hefur ţeim veriđ hafnađ á ţeim forsendum.  Lilja hefur hins vegar kosiđ ađ reyna ađ gera sjálfa sig ađ píslarvotti og virđist reyndar vera ađ takast ágćtlega upp viđ ţađ.

Henni hefur tekist ađ snúa hjarđhegđun stórs hluta almennings í átt til vorkunnar međ sér og stćrstur hluti hjarđarinnar fylgir án sérstakrar umhugsunar, enda er ţađ ađaleinkenni hjarđhegđunar.


mbl.is Skiptir mál hver lagđi tillögurnar fram
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ vill svo til ađ tillögurnar hennar Lilju eru ţćr bestu sem komiđ hafa frá ţeim er sitja í ríkistjórn svo hún hefur mikiđ fyrir sér í ţessu, enda má benda á ađ Lilja er sú sem situr í VG og Samfylkingunni sem mest vit hefur á fjármálum.

Gleđileg Jól

Jon (IP-tala skráđ) 23.12.2010 kl. 10:47

2 identicon

Ekki hef ég orđiđ var viđ neina vitrćna tilburđi hjá umrćddum ţingmanni. Ofskrúfuđ poppulisti.

Sćvar (IP-tala skráđ) 23.12.2010 kl. 10:54

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón, ef ţessar tillögur eru ţćr bestu sem frá ţingmönnum meirihlutans hafa komiđ, ţá er sannarlega kominn tími til ađ skipta um meirihluta.

Axel Jóhann Axelsson, 23.12.2010 kl. 11:04

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sćvar, Lilja er mikill lýđskrumari sem hefur ofmetnast af ofmati ţeirra sem skrumiđ hefur náđ til.

Axel Jóhann Axelsson, 23.12.2010 kl. 11:06

5 identicon

Já ţađ er svo sannarlega kominn tími á nýjan meirihluta, ţađ er sko hárrétt

Jon (IP-tala skráđ) 23.12.2010 kl. 11:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband