22.12.2010 | 23:17
Mannskepnan er varnarlítil gegn örverum
Í fyrravetur þegar svínaflensan gekk um heiminn var gripið til mikillar bólusetningarherferðar um allan heim til að verjast henni og þegar upp var staðið höfðu miklu færri sýkst en búið var að spá og ennþá færri dauðsföll urðu, en þeir svartsýnustu reiknuðu með.
Líklegasta skýringin á því að faraldurinn varð aldrei eins skæður og búist hafði verið við, er einmitt hve hratt var brugðist við og hve marga tókst að bólusetja á tiltölulega skömmum tíma, en talsverðan aðdraganda þarf að slíkum allsherjar bólusetningum vegna þess tíma sem tekur að framleiða bóluefni gegn nýjum flensuafbrigðum.
Heilbrigðisyfirvöld voru gagnrýnd eftirá fyrir allt of mikil viðbrögð gegn útbreiðslu þessarar nýju flensu, sem virtist eiga upptök sín í Mexíkó, öfugt við flestar aðrar flensutegundir, sem yfirleitt eiga upptök sín í austurlöndum og þaðan er t.d. fuglaflensan ættuð, sem mun valda gífurlegu manntjóni þegar hún byrjar að smitast beint á milli manna.
Þrátt fyrir að fólk héldi að svínaflensan heyrði sögunni til, er hún byrjuð að taka sig upp aftur og t.d. hafa sautján manns látist af hennar völdum í Bretlandi undanfarið og þaðan er hún byrjuð að smitast hingað til lands, þó fyrsta tilfellið hafi verið í vægari kantinum.
Þessar fréttir minna óþyrmilega á, að mannskepnan í öllu sínu veldi er í raun ákaflega varnarlaus gagnvart smæstu lífverum sem á jörðinni þrífast.
Greindist með svínainflúensu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef ekkert rosalega miklar áhyggjur af svínaflensunni núna, enda búið að bólusetja hálft mannkynið gegn henni. Ekki skil ég þessa hræðslu við bólusetninguna gegn svínaflensunni, eða flensum yfirleitt, því oftast hef ég látið bólusetja mig, m.a. gegn svínaflensunni í fyrra og aldrei fundið fyrir nokkrum einustu hliðarverkunum af sprautunum og hvað þá að ég hafi veikst, eins og sumir virðast vera svo hræddir við.
Þeir hræddu verða bara að ákveða hvort þeir vilja taka áhættuna af að veikjast af flensunum eða sprautunum og áhættuna af hvoru fyrir sig.
Axel Jóhann Axelsson, 23.12.2010 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.