Ofmetin Lilja ofmetnast

Lilja Mósesdóttir hefur undanfarna mánuði stundað vinsældapólitík og þóst vilja og geta gert allt fyrir alla og verið óþreytandi við að prédika skilningsleysi flestra annarra stjórnmálamanna á kraftaverkalausnum sínum í efnahagsmálum, en þær ganga flestar út á að hækka skatta ennþá meira en þegar hefur verið gert, finna nýja skattstofna og breikka aðra.

Lilja hefur einnig tekið upp tillögu Sjálfstæðismanna um að skattleggja inngreiðslurnar í séreignarlífeyrissjóðina, en munurinn er þó sá að Sjálfstæðismenn ætluðu að lækka tekjuskatta einstaklinga í staðinn, en Lilja vill bæta þessari skattheimtu ofan á allt annað skattahækkunarbrjálæði og draga til baka nánast allan niðurskurð og sparnað í ríkiskerfinu, en hún telur að eyðsluaukning í ríkisrekstrinum sé upplögð leið til að efla hagvöxt og uppgang í þjóðfélaginu.

Þessar hagfræðikenningar Lilju hafa gengið ótrúlega vel ofan í nokkuð stóran hóp fólks, sem keppist við að dásama hana og segja hana vera sannan kraftaverkapólitíkus og að hún ætti með réttu að vera formaður VG og fái hún ekki þann tiltil eigi hún að ganga í Hreyfinguna, sem síðan eigi að koma sér í ríkisstjórn og gera Lilju að forsætisráðherra.

Af öllu þessu ofmati hefur Lilja ofmetnast og er farin að trúa því sjálf, að hún sé sá Messias sem þjóðin þurfi til að koma sér út úr kreppunni og inn í bjarta og glæsilega skattaparadís draumalandsins.

Lýðskrumarar og falsspámenn hafa ekki enst mjög vel í pólitík fram að þessu og ótrúlegt að mikil breyting verði þar á í náinni framtíð. 


mbl.is Segist styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Lilja er að rokka feitt þessa dagana! Hún er langvinsælasti þingmaðurinn! Þarf maður að fara að skipta um þjóð?

Björn Birgisson, 17.12.2010 kl. 22:11

2 identicon

Ekkert nema vinsælarflipp. Með öllu ábyrgðarlaus

Sigurður (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 22:17

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Björn, það má nú segja að Lilja rokki feitt þessa dagana, en gallinn er bara sá, að það er alls ekki verið að spila neina rokkmúsík. Það hlýtur að þurfa að fara að skipta um þjóð, eða fá nýja dansara.

Axel Jóhann Axelsson, 17.12.2010 kl. 22:22

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Farðu varlega Axel minn í þessum fullyrðingum!!! ekki er allur þar sem hann er séður!!!

Guðmundur Júlíusson, 18.12.2010 kl. 00:10

5 identicon

Þessi manneskja hefur logið og logið aftur til að ekki félli skuggi á ofmatið sem fól hefur á henni. 

Hún segir sig úr vinnuhópum ef hennar hugmyndir verða undir.

Hún getur bara ekki unnið með öðru fólki og þarf ekki þingflokk VG til.

Slík hegun hefur víst eitthvert heiti sem ég man ekki í svipinn hvert er.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 09:00

6 identicon

Ég get ekki verið sammála þér þessu sinni. Lilja er mjög vel liðin sem þingmaður af fjölmörgum vegna þess að hennar skoðanir samræmast skoðunum mjög margra. Þess utan hefur hún verið samkvæm sjálfri sér og fólk almennt ber traust til hennar. Það er sjaldgæft í þessum geira nú til dags. Ef það er vinsælt að huga að kjörum landsmanna sem þingmaður, nú er það ekki bara jákvætt. Margir þingmenn virðast einblína meira á flokkameting eða að sleikja sér upp við erlenda ráðamenn. Það er ekki til vinsælda sem eðlilegt er. Ef Lilja stofnar eigin flokk fær hún fjölda atkvæða frá fólki sem vill ekki kjósa hana ef það atkvæði fellur til VG. Mér finnst hinsvegar orðið nóg um skattlagningu á alla hluti. Sammála þér þar.

Dagga (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 09:46

7 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ágæta fólk! Lilja Mós er lang hæfasti þingmaðurinn á þingi í dag til að takast á við vandamálið "þjóðarhrun".

All tal um vinsældarsmölun er rugl hjá ykkur. Lilja Mós er ekki "my cup of tea" vegna stjórnmálaskoðunar hennar en vinnubrögðin eru óaðfinnanleg hjá henni. Þetta sem hún hefur fram að færa er ekki beinlínis pólitík heldur björgunaraðgerð sem nauðsynlegt er að hrinda í framkvæmd.

Áfram Lilja Mós við treystum þér til að leiða okkur út úr þessu hruni á sem skynsamastan hátt.

Guðlaugur Hermannsson, 18.12.2010 kl. 12:49

8 identicon

Vel mælt Guðlaugur Hermannsson.  En þú verður að athuga að þetta eru ekki vinnubrögð fjórflokksins sem margir okkar samlandar dá og dýrka og því er hún hin versta vera.

itg (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 13:31

9 identicon

Fróðlegt er að lesa hvað samflokksmaður hennar segir um allar hennar fullyrðingar.

Sjá hér

Það stendur ekki steinni yfir steini hjá henni og hún gerir sig bera að lygum

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 14:16

10 identicon

Þetta virðist vera hinn álitslegasti kvennmaður ... er hún á lausu?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 17:32

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki fylgi ég VG að málum og er sjaldan sammála Lilju um nokkuð og enn sjaldnar Birni V. Gíslasyni, en bendi fólki að lesa endilega pistilinn sem Jón Óskarsson vitnar til hér að ofan. Þar er að finna ágæta lýsingu á samstarfi þingflokksins við þremenningana og þá helst Lilju og passar sú lýsing algerlega við það sem maður hefur á tilfinningunni um þá annars mætu konu.

Axel Jóhann Axelsson, 18.12.2010 kl. 18:15

12 Smámynd: Björn Birgisson

Tek undir #11 hjá síðuhöfundi. Hvet fólk til að lesa tilvísun Jóns Óskarssonar, hér að ofan. Þeir sem best þekkja til Lilju hljóta að vera "samherjar" hennar í þingflokknum.

Björn Birgisson, 18.12.2010 kl. 18:28

13 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Eru þeir ekki bara best settir Liljulausir, úr því að svo er komið að enginn vill Lilju kveðið hafa?

Bergljót Gunnarsdóttir, 18.12.2010 kl. 20:41

14 identicon

Ekki er ég sammála Jóni Óskarssyni sem flytur sinn pistill greinilega undir eftirliti Steingríms J

Guðmudur júlíusson (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 21:13

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bergljót, einhvers staðar sá ég að nú vildu þeir hjá VG "allir Lilju kvatt hafa".

Axel Jóhann Axelsson, 18.12.2010 kl. 21:18

16 identicon

Svo virðist sem mörgum hér þyki eðlilegt að þingmenn gangi gegn sannfæringu sinni til að þjóna flokkshagsmunum, og benda ítrekað á grein eftir vitleysinginn Jón Óskarsson. Má ég minna menn á að slík fylgihneygð leiðir ekki aðeins til spillingar á alþingi, heldur er einnig á móti stjórnarskrá landsins. Hættiði nú þessu hjarðeðli. Fariði í réttir og sjáið hvernig sauðirnir elta forystukindurnar. Það er meira en sorglegt að sumt mannfólk sé á þessu plani.

Dagga (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 22:31

17 identicon

Átti við ummæli eftir Jón Óskarsson. Telst víst ekki grein þó það sé of langt fyrir minn smekk.

Dagga (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 22:33

18 identicon

Maðu þarf nú ekki annað en að lesa þennan póst frá skippernum að norðan til að sjá að hann er nú engu skárri. Hann er svo yfirfullur af foringjadýrkun að það nær ekki nokkurri átt. Var það ekki hann sem talaði sem mest fyrir því að samþykja þetta Icesave bara svo foringinn kæmi ekki illa út.

Ég held reyndar að Vg séu búnir að vera en hitt er ljóst að ef ég ætti að velja í persónukjöri á milli þessara tveggja þá væri Lilja Mós margfalt ofar.

Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 01:01

19 identicon

Ætli það sé ekki mál til komið að halda útför fjórflokkanna? Enginn þeirra virðist hafa getu til að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi heldur falla þeir allir í pytt sérhagsmunagæslunnar. Hættan er sú að vantraustið sem þjóðin hefur orðið á ráðamönnum okkar verði til þess að þjóðin samþykki inngöngu í ESB!

Valgerður (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 01:40

20 Smámynd: Magnús Ágústsson

NO 19 það að útför fjórflokksins verði að veruleika er mín heitasta ósk

Magnús Ágústsson, 19.12.2010 kl. 05:13

21 identicon

Lilja er breysk eins og við hin og fráleitt heilög.

Aftur á  móti er hún lykill íhaldsins að endurkomu þess á valdastólana og guð blessi Ísland þá  og okkur hin. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 08:18

22 Smámynd: Pétur Harðarson

Eru menn virkilega að vitna í Björn Val máli sínu til stuðnings?! Maðurinn býr á annarri pláhnetu. Það er ekki að marka stakt orð sem lekur úr munninum á honum. Mann fólk ekki hverning hann lét við afgreiðslu Icesave frumvarpsins? Maðurinn kann ekki að meðtaka upplýsingar. Hann þýðir þær yfir í sitt eigið pláhnetumál og fær alltaf út tóma vitleysu sem hentar hans eigin vitleysisgangi. Í guðanna bænum ekki leggja hann upp á móti Lilju Mó. Það er bara sorglegt.

Pétur Harðarson, 19.12.2010 kl. 10:55

23 identicon

Jón Óskarsson - það er akkúrat það sem maður óttast fyrir alvöru að gerist.

En þegar ekkert er eins og það var, er allt mögulegt (Lilja Mósesd. smugan.is). Það er spurning hvort ekki sé komið pláss fyrir eitthvað nýtt...við verðum að þora að taka áhættu þegar við upplifum ástandið óásættanlegt.

Valgerður (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 10:58

24 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn fer sívaxandi samkvæmt skoðanakönnunum og þar með vilji kjósenda til að hann komist sem fyrst aftur í ríkisstjórn. Enda eina raunhæfa leiðin til að koma efnahagslífini á skrið á nýjan leik. Núverandi ríkisstjórn er alla vega búin að sýna að hún er algerlega ófær um það.

Lilja Mós. er algerlega óhæf til að koma að nokkrum ákvörðunum vegna ótrúlegs skattaæðis síns, sem jafnvel slær út sjálfa Steingrím J. og félaga.

Axel Jóhann Axelsson, 19.12.2010 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband