15.12.2010 | 17:25
ESA sammála snilldinni við Neyðarlögin
Eftirlitsstofnun EFTA hefur nú kveðið upp úrskurð vegna kæra frá nokkrum lánadrottnum gömlu bankanna, en þeir töldu sér mismunað með Neyðarlögunum, sem sett voru í miklum flýti við hrun bankanna í október 2008. Með Neyðarlögunum voru bankainnistæður gerðar að forgangskröfum í þrotabú bankanna og urðu þar með grundvöllur að stofnun nýrra banka á rústum þeirra gömlu.
Með setningu Neyðarlaganna á ögurstundu og að það tókst að halda opnum öllum greiðslumiðlununarkerfum kortafyrirtækjanna og tölvuaðgangi almennings og fyrirtækja að bankareikningum sínum var nánast ótrúlegt kraftaverk og forðaði algerri stöðvun og upplausn þjóðfélagsins.
Fram til þessa hefur þetta afrek ekki fengið þá athygli og viðurkenningu sem það á svo sannarlega skilið, enda hefur ríkisstjórninni sem við tók í febrúar 2009 tekist svo hörmulega upp við endurreisn atvinnulífsins og þar með í glímunni við atvinnuleysið, að öll einbeitning þjóðarinnar hefur nánast farið í að lifa frá degi til dags og glíma við það skattahækkanabrjálæði sem á henni hefur dunið og ekki sér fyrir endan á ennþá.
Í stað þess að heiðra og virða þá sem heiður eiga skilinn vegna þeirra aðgerða sem gripið var til á þessum örlagaríka tíma, þá hafa þeir verið ofsóttir af pólitískum ofstopamönnum, sem meira að segja leggjast svo lágt, að reyna að sverta mannorð þeirra með ákærum fyrir dómstólum.
Sagan mun dæma þessa ofstopamenn og víst er að þeir geta ekki reiknað með að þá verði nokkur miskunn sýnd.
Neyðarlögin ekki brot á EES-samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem mér finnst alveg óskiljanlegt er afhverju var ekki löngu búið að gera innstæður að forgangskröfum. Að það skuli ekki hafa verið fyrr en 7. október 2008 er hin mesta handvömm, þetta hefði átt að vera hluti af lögum um fjármálafyrirtæki sem sett voru árið 2002.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.12.2010 kl. 19:03
Þessi niðurstaða hjá ESA marker vissulega tímamót. Þjóðréttarlegar ástæður valda því, að ríkjum er heimilt að mismuna einstaklingum og fyrirtækjum við ákveðnar aðstæður. Málið er skoðað bæði með hliðsjón af mismunun eftir búsetu og mismunun eftir forgangsröðun krafna. Það síðarnefnda varðar forgang innistæðu-eigenda, umfram almenna kröfuhafa.
Það er beinlínis tekið fram í Tilskipun 2001/24/EC, að lög heimaríkis (Ísland) gilda um forgangsröðun við gjaldþrot. Í tilskipuninni segir:
Ekkert annað er tilgreint í tilskipuninni og um þetta segir ESA:
Nákvæm skoðun ESA, leiðir í ljós að bæði forsendur Neyðarlaganna og framkvæmd þeirra undir stjórn Fjármálaeftirlitsins voru í samræmi við þær kröfur sem Evrópuríkið gerir. Fullyrða má því að Icesave-málið er komið á beinu brautina og hagsmunir almennings á Íslandi eru tryggðir, svo framarlega sem ríkisstjórnin verður gerð aftur-reka með Icesave-samning III.
Loftur Altice Þorsteinsson, 15.12.2010 kl. 19:24
Þetta eru nokkuð dæmigerð viðbrögð við góðum tíðindum. Af hverju var þetta ekki gert strax við lýðveldisstofnunina? Það er náttúrlega alger handvömm.
Af hverju er alltaf verið að setja ný lög á hverju ári og breyta öðrum? Þvílík handvömm að ekki skuli vera búið að setja öll lög sem dygðu þjóðinni til næstu þúsund ára.
Axel Jóhann Axelsson, 15.12.2010 kl. 19:26
Svarið #3 var við athugasemd Guðmundar #1.
Loftur, það er rétt að þetta er geysilega merkur áfangi í Icesavestríðinu og vopn sem Íslendingum mun gagnast vel í því.
Axel Jóhann Axelsson, 15.12.2010 kl. 19:29
Axel Jóhann: Það sem ég á við er mér finnst furðulegt að árið 2002, þegar núgildandi lög um fjármálafyrirtæki voru samin, að höfundum þeirra skuli ekki hafa dottið í hug að það væri skynsamlegt að innstæður yrðu forgangskröfur í þrotabú fjármálafyrirtækja. Kannski er ég skrýtinn en mér finnst þetta bara vera eitthvað svo sjálfsagður hlutur að það sætir undrum að þetta hafi ekki ratað inn í lögin. Og ég er ekki að tala um langt aftur heldur í fornöld, heldur voru þessi lög skrifuð fyrir átta árum síðan sem er nánast í nútímanum. Ég er aðeins leikmaður, en lögin voru skrifuð af "sérfræðingum" og samt föttuðu þeir þetta ekki fyrr en næstum of seint. Ekki traustvekjandi...
Guðmundur Ásgeirsson, 17.12.2010 kl. 05:44
Guðmundur, það merkilega er að engum virðist hafa dottið þetta í hug fyrr en við setningu Neyðarlaganna, því ekki er vitað til þess að þetta sé nokkurs staðar í lögum í veröldinni. Meira að segja er nýbúið að endurskoða lögin í Evrópu og þar var þessu ekki breytt, en hins vegar var ábyrgð tryggingasjóðanna hækkuð í 100.000 evrur, en innistæður í heild voru ekki settar í neinn forgang við gjaldþrot banka.
Hugsunin við Neyðarlögin virðist því vera alger frumkvöðlahugsun í þessu efni.
Axel Jóhann Axelsson, 17.12.2010 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.