Ætlar Lilja að styðja Icesave-þrælalögin?

Jóhanna Sigurðardóttir hvetur Lilju Mósesdóttur til að styðja fjárlög ríkisstjórnarflokkanna, enda verði hún að gera upp við sig hvort hún ætli að vera í stjórnarliðinu, eða ekki.  Samkvæmt stjórnarskránni  er hver þingmaður einungis bundin af samvisku sinni og skal greiða málum atkvæði samkvæmt því, en hollusta við hvað sem Jóhönnu Sigurðardóttur dettur í hug er ekki stjórnarskrárbundið.

Nú hafa þau skötuhjúin Jóhanna og Steingrímur J. samþykkt fjárkúgunarkröfu Breta, Hollendinga og ESB í örlítið breyttri mynd frá "glæsilegu niðurstöðunni" sem Svavar Gestsson og Indriði H. náðu í Júní í fyrra, þegar þeir "nenntu ekki að hafa málið hangandi yfir sér lengur", eins og Svavar orðaði það svo snilldarlega í sæluvímunni yfir því að vera loksins laus við þau leiðindi sem fylgja því að vinna að hagsmunum þjóðar sinnar.

Nú er að sjá hvort þeir stjórnarþingmenn, sem áður börðust gegn erlendu árásinni á efnahag landsins og skattalegri ánauð þjóðarinnar í þágu útlendinga, munu snúa frá sannfæringu sinni og "vera í stjórnarliðinu" þegar kemur að atkvæðagreiðslu um þennan þriðja kúgunar- og uppgjafarsamning sem nú er boðað að sé "glæsileg niðurstaða"  á uppgjarfarskilmálunum sem hrottarnir hafa nú neytt upp á íslenska skattgreiðendur.

Blekkja á fólk með því að segja að vextirnir séu svo hagstæðir á fjárkúgunarkröfunni, að þetta sé samningur "sem ekki er hægt að hafna" eins og þeir samningar voru, sem aðrir glæpamenn buðu fórnarlömbum sínum uppá í frægum kvikmyndum um Mafíuna bandarísku.  Þessir vextir eru þó ekki betri en einkafyrirtækið Marel fékk nýlega hjá Hollenskum banka við endurfjármögnun lána sinna, en þar var samið um 3.2% vexti, sem eru sömu vextir og íslenskir þjóðsvikarar ætla að láta skattgreiðendur borga Bretum og Hollendingum, þeim síðarnefndu þó aðeins 3,0%.

Jóhanna hvetur til samstöðu um erfið mál.  Þjóðin sýndi fádæma og einstaka samstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars s.l.

Varla þarf að efast um minni samstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave 3.

 


mbl.is Hvetur Lilju til að samþykkja fjárlögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Glæsilegt, Axel!

Magnús Óskar Ingvarsson, 10.12.2010 kl. 14:45

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Svo er reyndar að sjá hvort stjórnarandstöðuþingmenn stökkva á þennan uppgjafarvagn. 

Axel Jóhann Axelsson, 10.12.2010 kl. 14:49

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Vá Axel, mæltu manna heilastur.

Treystum á Lilju, á Lilju allra flokka.

Takk fyrir góðan pistil.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2010 kl. 15:40

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Má ekki bara bíða enn um sinn, semja upp á nýtt, og semja og semja þar til skuldin verður að engu?

Bergljót Gunnarsdóttir, 10.12.2010 kl. 19:49

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bergljót, það á bara alls ekki að semja um neitt, því þetta mál kemur skattgreiðendum á Íslandi nákvæmlega ekkert við. Bretar og Hollendingar eiga að snúa sér beint til þrotabús bankans með kröfu sína, alveg eins og aðrir kröfuhafar.

Axel Jóhann Axelsson, 10.12.2010 kl. 19:57

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hárrétt!  Þess vegna var ég bara að djóka smá eins og krakkarnir.

Síðan mætti etv. stinga eigendum bankans inn svona sem jólagjöf til landsmanna.

Bergljót Gunnarsdóttir, 10.12.2010 kl. 20:17

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er um að gera að láta sig dreyma um fallegar og góðar jólagjafir.

Axel Jóhann Axelsson, 10.12.2010 kl. 22:41

8 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Björn, Lilja Mósesdóttir á ekki eftir að láta hótanir Jóhönnu á sig fá, það kæmi mér alla vega mikið á óvart, en ef svo illa færi, þá er trú mín á heiðarlega þingmenn endanlega fokinn út í veður og vind, því að Lilja er sennilega sú eina af stjórnarandstæðingarþingmönnum sem að ég tel heila!!!

Guðmundur Júlíusson, 11.12.2010 kl. 00:42

9 identicon

Axel vildi ég sagt hafa, og biðst ég hér með afsökunar á því.

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband