Skaðabætur frá Bretum?

Fundum samninganefndar Íslands vegna Icesave með Bretum og Hollendingum er lokið, samkvæmt tilkynningu Fjármálaráðuneytisins og mun samninganefndin kynna formönnum þingflokka stöðu mála seinna í dag.

Þar sem íslenskum skattgreiðendum ber alls ekki að borga fyrir skuldbindingar einkafyrirtækja og reyndar er það bannað samkvæmt tilskipunum ESB að skattar séu lagðir á vegna tryggingasjóða einkabanka, verður fróðlegt að sjá hver niðurstaða funda þessara nefnda hefur verið, því varla hefur það verið að brjóta reglur ESB og leggja byrðar á Íslendinga, sem þeim ber ekki að taka á sig.

Eina skynsamlega niðurstaða fundanna væri að íslensku nefndinni hefði tekist að ná samningum um þær skaðabætur sem Bretum ber að greiða íslensku þjóðarbúi vegna þess tjóns sem ráðamenn þeirra ollu með yfirlýsingum sínum um að Ísland væri orðið gjaldþrota og að beita síðan hryðjuverkalöggjöf sinni gegn íslenskum fyrirtækjum, stofnunum og hagsmunum í kjölfarið.

Sé tilgangur funda samninganefndarinnar með formönnum þingflokka að kynna slíka niðurstöðu, ber að fagna því, en sé svo ekki, hefði hún betur setið heima og sparað flugfargjöldin og gistikostnaðinn. 


mbl.is Fundum um Icesave lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já einmitt. Hvernig er það, sótti Þýska ríkið örugglega ekki Pólverja til saka og krafðist skaðabóta fyrir þeirra fólskulegu árás 1939?

Hver ber ábyrgð á stjórnvöldum sem leyfa glæpamönnum að leika lausum hala? 

Sveinn (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 09:57

2 identicon

En þar sem Íslenska ríkið ákvað að taka eign Breta og Hollendinga, til að borga Íslendingum þegar Tryggingasjóður innistæðueigenda var tæmdur, þá verðum við víst að borga.

Lög Breta gegn hryðjuverkum og efnahagsógnum eru einu lögin sem þeir gátu notað þegar þá fór að gruna að útrásarvíkingarnir okkar væru ekki þeir strangheiðarlegu heiðursmenn sem við héldum fram. Þar sem um útibú erlends banka á erlendu leyfi var að ræða náði bankalöggjöf og eftirlit Breta ekki yfir starfsemina.

sigkja (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 09:57

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þó einstakir Bretavinnumenn reyni að réttlæta svikasamninga við Breta og Hollendinga, þá breytir það engu um regluverk og lög ESB, sem kúgararnir þora ekki einu sinni að láta dæma Íslendinga eftir.

Axel Jóhann Axelsson, 9.12.2010 kl. 10:00

4 identicon

Það er ekkert í regluverkinu sem heimilar Íslenska ríkinu að stela eigum Breskra og Hollenskra innistæðueigenda. Enda var Haarde fljótur að tilkynna það að við ætluðum að standa við okkar skuldbindingar (við værum ekki að stela bara að fá lánað).

En, því miður virðist siðferði margra Íslendinga vera hið sama og útrásarvíkinganna. Stelum öllu steini léttara, það hlýtur að vera löglegt og í lagi ef enginn kærir.

sigkja (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 10:17

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Og þér finnst væntanlega í lagi að bulla og þvaðra eintóma vitleysu, af því að þú gerir það undir dulnefni. Vesalingar sem þannig haga sér eru algerlega ómarktækir og hreint ekki svaraverðir.

Axel Jóhann Axelsson, 9.12.2010 kl. 11:10

6 identicon

Sannleikanum verður hver sárreiðastur. Þegar rökin þrýtur er gripið til persónuárása. Hvað köllum við fólk sem hagar sér þannig?

sigkja (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 11:27

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það eru ekki persónuárásir að vilja ekki taka þátt í þvargi við þá vesalinga sem vaða grímuklæddir um bloggið og ausa skít í allar áttir úr heilaflór sínum og skilja ekkert eftir sig nema sóðaskapinn.

Axel Jóhann Axelsson, 9.12.2010 kl. 12:05

8 identicon

"Þó einstakir Bretavinnumenn reyni að réttlæta svikasamninga við Breta og Hollendinga, þá breytir það engu um regluverk og lög ESB, sem kúgararnir þora ekki einu sinni að láta dæma Íslendinga eftir." -sammála

Örn (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 12:10

9 identicon

Það eru ekki persónuárásir að vilja ekki taka þátt í þvargi við þá vesalinga sem vaða grímuklæddir um bloggið og ausa skít í allar áttir úr heilaflór sínum og skilja ekkert eftir sig nema sóðaskapinn.

How silly and childish Axel........

Johannes (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 12:19

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Johannes, hættu nú að leika þér í tölvunni og farðu heldur út að leika þér með hinum krökkunum.

Axel Jóhann Axelsson, 9.12.2010 kl. 13:20

11 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Lög Breta gegn hryðjuverkum og efnahagsógnum eru einu lögin sem þeir gátu notað þegar þá fór að gruna að útrásarvíkingarnir okkar væru ekki þeir strangheiðarlegu heiðursmenn sem við héldum fram.

Svona lög er einmitt mjög auðvelt að misnota eins og bretar gerðu þegar þeir felldu Kaupþing banka í bretlandi sem var á allt öðrum forsendum heldur en Icesave þar í landi.

En þar sem Íslenska ríkið ákvað að taka eign Breta og Hollendinga, til að borga Íslendingum þegar Tryggingasjóður innistæðueigenda var tæmdur, þá verðum við víst að borga

Hvaða eign var það?, ertu kannski að tala um innistæðurnar í Icesave í bretlandi sem voru ekki inni í Icesave útibúinu, þar sem búið var að lána það allt út aftur til breskra fyrirtækja eða eigenda bankanna (sem bera ábyrgð á sjálfum sér ekki Íslenska ríkið)

Það er ekkert í regluverkinu sem heimilar Íslenska ríkinu að stela eigum Breskra og Hollenskra innistæðueigenda.

Íslenska ríkið stal ekki neinu.

 Enda var Haarde fljótur að tilkynna það að við ætluðum að standa við okkar skuldbindingar

Enda var það engin lýgi hjá honum, Icesave fellur ekki undir okkar skuldbindingar, það fellur undir skulbindingar skilanefndar landsbankans og tryggingasjóði.

En, því miður virðist siðferði margra Íslendinga vera hið sama og útrásarvíkinganna. Stelum öllu steini léttara, það hlýtur að vera löglegt og í lagi ef enginn kærir.

Hvernig færðu út að það sem siðlaust að vilja ekki borga skuldir sem maður ber enga ábyrgð á, finnst þér þú vera siðlaus af því að þú ert ekki að borga t.d. skuldir nágranna þinna?

Þessi fyrirtæki voru ekki í eigu ríkissins við fallið og því ber það enga ábyrgð á því, og að halda því fram að það sé siðleysi er bara rangt.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 9.12.2010 kl. 13:23

12 identicon

Það hefur enginn þorað að reyna að svara spurningunni um það hvort hægt sé að fyrra sig allri ábyrgð af aðgerðum eða aðgerðaleysi lýðræðislega kjörinna stjórnvalda?

Situr maður ekki einmitt uppi með afleiðingarnar fyrst meirihluti þjóðarinnar kaus yfir sig stjórvöld sem leyfðu bönkunum að gera það sem þeim sýndist?

Sveinn (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 14:59

13 identicon

Tryggingasjóður innistæðueigenda er tryggingasjóður allra innistæðueigenda, ekki bara þeirra sem búa á Íslandi. Að tæma hann til að borga eingöngu Íslendingum væri flokkað sem þjófnaður ef ekki hefði komið til loforð Haardes. Við tókum þar eign Breta og Hollendinga til að borga okkur sjálfum. Og heiðarlegt fólk mundi standa við þær skuldbindingar sem við það mynduðust.

Það má vel kalla það misnotkun, mistök, snilld eða klúður, hvað sem maður vill að Breska ríkið skuli ekki hafa treyst útrásarvíkingunum okkar betur en svo að þeir sáu ástæðu til að beita lögum gegn hryðjuverkum og efnahagsógn. Það er eitthvað sem hver verður að ákveða með sjálfum sér, var ástæða til að treysta þeim. Og hversu traustvekjandi er það þegar Íslenska ríkið fyrirvaralaust tæmir, til eigin afnota, sjóð sem ætlaður er m.a. Breskum og Hollenskum innistæðueigendum? Vorum við að haga okkur eins og svikahrappar og þjófar í augum Breta?  Réttur Breta til að verjast er óumdeildur, þó einhverjir séu ekki sáttir við aðferðina.

sigkja (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 15:10

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Íslenska ríkið tók engan sjóð sem var ætlaður Bretum og Hollendingum.  Innistæður Íslendinga voru færðar í nýju bankana og skuldir á móti, þannig að það dæmi kom út á núlli.   Ríkissjóður lagði svo nýju bönkunum til nýtt hlutafé, en það kemur tryggingasjóðnum nákvæmlega ekkert við.

sigkja, kynntu þér málin áður en þú ryðst fram með fullyrðingar um þau og svívirðingar á þá, sem hafa kynnt sér þau mál sem þeir fjalla um.

Hitt skal svo ítrekað, að ekki verða frekar eltar ólar við svona grímuklædda ruglara, sem bulla bara og þvæla í skjóli grímubúningsins.

Axel Jóhann Axelsson, 9.12.2010 kl. 15:28

15 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Tryggingasjóður innistæðueigenda er tryggingasjóður allra innistæðueigenda, ekki bara þeirra sem búa á Íslandi. Að tæma hann til að borga eingöngu Íslendingum væri flokkað sem þjófnaður ef ekki hefði komið til loforð Haardes.

Sammála Axel í þessum málum, þetta er bara ekki rétt hjá þér, ríkið er nú þegar búið að borga svívirðilegar fjárhæðir til gömlu bankanna, tölur sem hlupu á hundruðum milljarða. Innistæðu tryggingasjóður hér heima var ekki einu sinni nýttur í þessum flutningum, vandamálið er það að þessi sjóður átti aldrei séns í helvíti að eiga fyrir svona stóru hruni þrátt fyrir að vera alveg eftir reglugerð í uppsetningu og í rukkun gjalda, ef ég man rétt þá voru einhverjir 17 milljarðar eða eitthvað minna í þessum sjóði.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 9.12.2010 kl. 18:04

16 identicon

Þegar Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands setti hryðjuverkalögin, samin fyrir óvini Hins Frjálsa Heims, á þá eitt hæststandandi land í heiminum, siðferðilega sem á öðrum sviðum, Ísland, með lengstu alþingishefð í veröldinni..............herlaust land sem var á toppnum á Global Peace Index sem friðsælasta og mest friðelskandi land heims......

þá sveik hann Vestræna menningu eins og hún lagði sig. Lagði lóð á vogarskálar þeirra sem vilja tortýma henni með að gera lítið úr hryðjuverkalögunum, og lagði eyðingaröflunum lið með að bera þau saman við 30 misvitra íslenska bankamenn.

Að láta þjóðina alla gjalda siðferðis örfárra óvinsælla bankamanna er sama "lógík" og var að baki Helförinni, sem nazistar, óvinir Vestrænnar menningar eins og Gordon Brown og terroristarnir vinir hans sem þakka honum fyrir að vera komnir á blað með Íslandi og þar með hvítþvegnir, töldu sanngjarna laus við hinu svokallaða "gyðingavandamáli".

Ef Íslendingar taka á sig þessar skuldir munu þeir hljóta slæmt karma fyrir, afþví skuldaþrældómur er helsta ástæða sárrar fátæktar fátækustu ríkja heims, en ekki skortur á matvælum eða annað. Þeir sem ekki þekkja til ættu að kynna sér "Make Poverty History" átakið sem Bono í U2 var front maður fyrir. Við skuldum þessum þjóðum að við látum ekki þjóðirnar sem hnepptu þau í þennan þrældóm og hafa með því svellt milljónir og milljarða barna í hel......hneppa okkur í þrældóm líka. Ef við sleppum við að borga, opnar það smugu fyrir þau að hætta að borga. Svo mikilvægt er okkar hlutverk, og ófyrirgefanlegt að bregðast því núna, og erum við þá persónulega ábyrg fyrir sveltandi Afríkubúum og höfum með því að taka á okkur óréttlátar skuldir lagt persónulega blessun íslensku þjóðarinnar yfir meðferðina á okkar minnstu bræðrum meðal þjóða heims.

Að lokum skal hafa í huga að Þroskastríðið er ekki á enda. Bretar hafa arðrænt þjóðir heims hvað mest allra þjóða og heiminum blæðir enn undan heimsvaldastefnu þeirra. Þeir hafa lengi ásælst auðlindir okkar.

Frelsi - Jafnrétti - Bræðralag!

Á lykiltímum í veraldarsögunni þýðir ekki að hugsa smátt...Ísland verður að rísa undir hlutverki sínu.....

L (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband