8.12.2010 | 15:31
Skríllinn aftur á ferðinni
Sá hluti þeirra sem stóð að mótmælum eftir bankahrunið og stundaði mestu skrílslætin við og í Alþingishúsinu þann 8. desember 2008, sem enduðu með ofbeldi og líkamsmeiðingum á að minnsta kosti einum starfsmanni þingsins, virðist vera kominn á kreik í enn eitt skiptið og enn á ný með dólgslæti á áhorfendapöllum Alþingis.
Skrifstofustjóri Alþingis kærði innrásina í þinghúsið á sínum tíma og rannsókn Ríkislögreglustjóra leiddi til ákæru á hendur níu af ofbeldisseggjunum og er kæran nú til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur, eins og landslög gera ráð fyrir, en ekki hefur heldur fengist mikill vinnufriður þar, við fyrirtökur málsins, fyrir skrílslátum þess rustalýðs sem segist vera "stuðningsmenn níumenninganna" og ætla sér að koma í veg fyrir eðlilega dómsmeðferð með ofbeldi og rustaskap.
Það er óskiljanlegt að þetta fólk skuli ekki sætta sig við löglega meðferð málsins fyrir dómstólum, fyrst niðurstaða rannsóknaraðila var sú að allt útlit hefði verið að framin hefðu verið lögbrot í þinghúsinu. Héðan af kveður enginn endanlega upp úr með sýknu eða sakleysi nema dómstólarnir. Fari svo að sakborningar sætti sig ekki við niðurstöðu íslenskra dómstóla er það þeirra réttur að geta vísað málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu.
Dómur um sekt eða sakleysi varðandi skrílslæti og ofbeldi verður a.m.k. ekki kveðinn upp með ennþá meiri skrílslátum og ofbeldi.
Tvö ár frá uppþoti á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll; Axel Jóhann !
Svo; ég leiðrétti þig nú, að nokkru, ber að taka fram, að SKRÍLLINN er : Alþingis menn sjálfir, og mútu þægir dómstólarnir, í þessu landi - ekki það fólk; sem kallar eftir lágmarks réttlæti og heiðarleika, áður en það neyðist til að hverfa af landi brott, sökum þess ástands, sem hér hefir ríkt, frá Haustinu 2008.
Ég hygg; að þú ætti að kynna þér, raunverulega stöðu mála, í ört hrörnandi sam félaginu, áður en þú ferð að dylgja gegn ærlegu fólki - og þegir um leið; um þau skrílmenni;; / innan þings - sem utan þess, sem komu okkur í þann vanda, að ára tugi, sem árhundruð getur tekið, að lagfæra, á ný, ágæti drengur.
Ég man Ísland; áður en Mafíu eðli frjálshyggjunnar, náði að merja undan landi og fólki og fénaði; Axel Jóhann - þó svo; þú virðist vera búinn að gleyma.
Með; fremur köldum kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 15:46
Þessi svokallaða "árás" var hinsvegar eins friðsöm og mögulegt er. Það sést vel af myndbandinu af þessu að sá sem slasaði sig var ekki beittur neinu ofbeldi af neinum. Níu menningarnir virðast líka hafa verið valdir úr stórum hópi fólks af algeru handahófi.
Það að kæra fólkið virðist vera tilgangur hinar nýju vanhæfu ríkistjórnar til að festa vald sitt í setti og reyna að sýna að almenningur eigi bara að halda sig á mottuni.
Eini tilgangur ríkisvaldsins og lögreglunar virðist vera að vernda þá sem hafa alla peningana og völdin frá réttlætri reiði þeirra sem hafa það ekki.
Það þyrfti að framkvæma raunverulega árás á alþingi og hreinlega eyða þessum viðbjóðslegu glæpasamtökum af yfirborði jarðar.
Czolgosz (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 15:48
Óskar, ég man nú langt aftur í tímann líka, eins og þú, en í þeirri fortíð sem ég man glóir ekki á neitt gull. Það voru engir góðæristímar í Íslandi, nema á árunum 1993-2004, en þá blésu fjárglæframenn upp loftbóluhagkerfið sem almennignur trúði og treysti á, þrátt fyrir allar viðvaranir stjórnvalda um að þetta væri ekkert nema froða, sem fólk ætti að vara sig á. Þó hefðu þau varnaðarorð mátt vera ennþá sterkari en þau þó voru, en fólk trúði hinsvegar því sem það vildi trúa og stjórnvöldum var sagt að vera ekki að skipta sér af því sem þeim kæmi ekki við. Þetta viðhort vill enginn kannast við núna, þó það hafi verið almennt í þjóðfélaginu á árunum 2005-2008.
Czolgosz lýsir vel þeim hugsunarhætti sem ræður aðgerðum mesta skrýlsins og óbótaliðsins. Ekki svaravert.
Axel Jóhann Axelsson, 8.12.2010 kl. 16:05
Komið þið sælir, að nýju !
Axel Jóhann !
Ég minnist nú; tímans fyrir 1993 - og talsvert aftar (1964/1965), þegar nýtni og nægjusemi voru taldar til dyggða, og óþverri sá, sem upp reis, á seinni áratugum 20. aldar;; síngirni og græðgi, náðu þeirri yfirhönd, sem til voða tíma þeirra leiddu, sem við nú, stöndum frammi fyrir.
Ég hygg; að ég hafi ekki borið skarðan hlut frá borði, að hafa alist upp við viðhorf fólksins, sem fætt var; um, og vel fyrir aldamótin 1900, heima á Stokks eyri, í uppvexti mínum - til samanburðar, við það Forynju samfélag, sem Ísland er, að orðið.
Með; áþekkum kveðjum - sem þeim fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 16:13
Óskar, ég þekki þessi ár vel líka og ólst upp í miklu sambandi við ömmu mína o.fl., sem fædd voru talsvert fyrir aldamótin 1900. Ekkert af því fólki þekki nokkurn einasta lúxus og þurfti að hafa mikið fyrir lífinu og mátti þakka fyrir að hafa atvinnu og þegar hún var ekki fyrir hendi, þá voru engar atvinnuleysisbætur til að létta undir með fólki, ekki fékk það barnabætur og engar voru vaxtabæturnar. Nýtni og nægjusemi var hins vegar aðalsmerki þessa fólks, en slíkt þykir ekki par fínt nú til dags, þegar fólk segist "eiga rétt" á öllu og krefst þess að fá nánast allt upp í hendurnar án þess að leggja nokkuð á sig sjálft.
Fyrr má nú samt vera, þetta gamla nægjusama þjóðfélag og nútíminn með allar sínar tækniframfarir og þægindi. Hugsanahátturinn hefur hins vegar ekki breyst til batnaðar og sést það vel á þessum skríls- og ofbeldisverkum, sem mörgum þykja orðin sjálfsögð til að ná fram "rétti sínum" og er þá alveg sama þó það troði á rétti annarra á þeirri leið.
Axel Jóhann Axelsson, 8.12.2010 kl. 16:21
Komið þið sælir; enn !
Axel Jóhann !
Því brýnna er; þar sem í þér lifir minni, hins gamla tíma - að þú viðurkennir; fyrir sjálfum þér / mér, sem landsmönnum öllum, að hinn raunverulegi SKRÍLL; eru þau úrhrök, sem komu okkur öllum, í það stóra og mikla tjón, sem við nú stöndum frammi fyrir.
Lítt stórmannlegt er það; að hengja sakir, á óbreyttan íslenzkan almúga, á meðan Hýenurnar (eða; ígildi þeirra), ganga lausar, enn þann dag, í dag, INNAN þings - sem utan þess.
Enn; með svipuðum kveðjum, þó bræðina sé tekið að sefa, að nokkru /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 16:28
Það verður að segjast eins og er að stjórnvöld vörðu útrásina í ræðum og ritum en sinntu ekki sinni eftirlitsskyldum eins og þau áttu að gera, á það jafnt við um fjármálaeftirlitið, ríkisstjórn og ekki síst seðlabankann er átti að hafa góða yfirsýn yfir bankanna og sjá í hvað stefndi. En þessir aðilar sváfu á verðinum, útrásarvíkingarnir virðast ætla að sleppa, þó svo afleiðingar gjörða þeirra sé afar bág lífskjör fyrir almenning í þessu landi og það er ástæðan fyrir svonefndum skrílslátum við alþingishúsið og það er hlægilegt af valdstjórninni að sækja til saka nokkra einstaklinga vegna þess. En í hugum sumra virðist það vera réttlætanlegt, þeir hinir sömu ættu að skammast sín og þegja.
Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 16:44
Það besta, nei það langbesta í öllu þessu máli er.. að núverandi stjórnvöld, stjórnvöld sem komust til valda í kjölfar mótmælanna, sjá nú um að refsa þeim sem gengu einna lengst í að koma þessum sömu stjórnvöldum til valda.
Ég veit allt um skiptingu valdsins, en þeir sem telja að stjórnvöld hafi engin, eða geti ekki haft áhrif á niðurstöður dómsvaldsins í stórum málum ættu að reyna daglangt við gagnrýna hugsun og einnig að muna það vel að kerfi sem byggt er upp af mönnum er jafn breyskt og mennirnir sem byggðu það.
Talandi um að byltingin éti börnin sín... sjaldan hefur þessi setning átt eins vel við og einmitt í dag !!
Að öðru leiti hef ég litla skoðun á þessu máli, nema að ég fylgi lögum eftir bestu getu en þó skil ég þessa níu einstaklinga upp að vissu marki.
runar (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 17:45
Skildi Álfhildur Ingadóttir hafa verið á staðnum?
Sigurður Þorsteinsson, 8.12.2010 kl. 18:20
Þessari spurningu er beint að Óskari Helga.
Finnst þér allt í lagi að beita menn ofbeldi er sinna vinnu sinni? svo er eitt sem ber að taka fram, mótmæli og ofbeldi eru ekki sami hluturinn.
Flóvent (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 13:21
Komið þið sælir, að nýju !
Flóvent (hvers; föður- eða þá ættarnafn, skortir) !
Já; haldi vaktarar (lögregla / þingverðir) uppi vörnum, fyrir valdastéttina, sem aðgerðir beinast að, sé ég ekkert því til fyrirstöðu, ágæti drengur.
Þeirra; sem verja sitjandi glæpa stjórnir, er valið, ávallt, Flóvent minn; þér, að segja.
Með kveðjum; þó /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.