Velferðin lækkuð - bensínið hækkað

„Það er ekki hægt að kalla það nýjar hækkanir eða sérstakar álögur, að þessi gjöld fylgi verðlagi,“ sagði Steingrímur J. aðspurður um fyrirhugaðar hækkanir á bensíni og olíu um áramótin, en hækkaðar álögur á þessar vörur eiga að skila tveim milljörðum í auknar tekjur í ríkissjóð, og eru að sjálfsögðu teknar úr vösum almennings í landinu, sem þar með hefur tveim milljörðum króna minna til kaupa á matvörum og öðrum nauðsynjum til heimilanna.  

Á sama tíma og Steingrímur J. segist einungis vera að láta gjöldin fylgja verðlagi, leggur hann fram fjárlagafrumvarp sem ekki gerir ráð fyrir að elli- og örorkulífeyrir "fylgi verðlagi" eins og orkugjafaálögur ráðherrans, en eins og allir vita segist Steingrímur J. vera ráðherra í "norrænni velferðarstjórn".  Laun á vinnumarkaði hafa ekki heldur "fylgt verðlagi" undanfarið, þannig að ekki aukast ráðstöfunartekjur fólks við þetta nýjasta skattahækkanabrjálæði "velferðarstjórnarinnar", sem reyndar er á góðri leið með að eyðileggja það velferðarkerfi, sem stóreflt var og endurbætt undanfarin tuttugu ár, áður en "velferðarstjórnin" tók við.

Margt af þessum toga einkennir störf þessarar "norrænu velferðarstjórnar" og er almenningur vægast sagt farin að vonast til að stjórnartíma hennar fari að ljúka sem allra fyrst. 

 


mbl.is Ekki verið að auka álögur á eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það stórkostlega er að Skattgrímur gerir ráð fyrir að bensínsala aukist um 3%.ég vissi að hann væri gersamlega veruleikafirrtur enn þetta slær allt út.Ég hef ekki farið út á land í 2 ár því bensínkostnaðurinn er skelfilegur.ég hef eytt sumarfríunum hér í Reykjavík(Að undanskildum 2 dögum í Bústað í Hvalfirði)ÞAð þýðir að ferðaþjónustan út á landi er ekki að fá spesíu frá mér og mínum(Það hlýtur að muna um fyrir einhvern gististaðinn að fá 6 manna fjölskyldu til sín)Enn þessi skattaóði Ráðherra heldur að allir fari á rúntinn til að njóta rándýrs bensíns

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 12:52

2 identicon

,,Ekki hækkunin'' mun samt sem áður valda hækkunum á höfuðstól húsnæðislána hjá öllum skuldurum þessa lands. Málamyndaaðgerðir ,,helstjórnarinnar'' til hjálpar skuldurum kemur þar að litlu sem engu gagni. Samningar eru lausir og við okkur blasir harður vetur með´miklum átökum á vinnumarkaði. SA og ASÍ leggjast á sveif með ,,helstjórninni'' til að þvinga skattgreiðendur til að taka á sig Iceslave klafann, af þvi að nýji samningurinn er miklu hagstæðari en sá sem átti að koma í veg fyrir algert hrun fyrir tæpu ári síðan! Blekkingarleikurinn heldur áfram og aftanítökur stjórnvalda munu frekar færast í aukana heldur en hitt! Það er löngu orðið tímabært að almenningur hér á landi rísi upp, vakni af doðanum, við erum jú öll beygð, en vonandi flest öll óbrotinn enn sem komið er. En þetta er komið nóg af svo góðu! Þessa draumastjórn ,,nýstalínistanna'' þarf að setja af hið fyrsta!

Elias Bjarnason (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 13:22

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er nefninlega málið að þessi gjöld "sem eru látin fylgja verðlagi" fara beint út í vísitöluna, sem hækkar öll langtímalán í landinu og allur kostnaðarauki sem fyrirtækin verða fyrir fer að lokum út í verðlagið og hækkar vísitöluna aftur og þá hækkar Steingrímur J. bensínið aftur, til þess að "það verði látið fylgja verðlagi".  Þannig skrúfast þetta upp endalaust.

Þegar atvinnulífið verður fyrir kostnaðarhækkunum stendur ekki á opinberum aðilum með áskoranir um að sá kostnaðarauki verði ekki settur út í verðlagið, heldur taki fyrirtækin hækkunina á sig, til þess að neysluverðsvísitalan hækki ekki og víxlverkunuin fari ekki í gang.

Þessum sömu opinberu aðilum sem slíkar áskoranir senda frá sér ítrekað, dettur ekki að beita sömu ráðum á sínum heimaslóðum, sérstaklega ekki ef viðkomandi stjórnarflokkar kenna sig við velferð, að ekki sé nú talað um "norræna velferð".

Axel Jóhann Axelsson, 8.12.2010 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband