6.12.2010 | 15:30
Það verður engin "niðurstaða" í vikunni
Jóhanna Sigurðardóttir segist vonast til að niðurstaða fáist í Icesave-málinu í vikunni og á þá væntanlega við þessa viku, sem nú er nýhafin, en ekki "eftir helgi" eða í "næstu viku", eins og verið hefur um allar "niðurstöður" ríkisstjórnarinnar fram að þessu.
Þó Jóhanna og ríkisstjórnin öll og jafnvel allur þingheimur samþykki fjárkúgunarkröfur Breta og Hollendinga á hendur íslenskum skattgreiðendum vegna viðskipta einkafyrirtækis, sem þar að auki var rekið af fjárglæframönnum, þá verður það engin "niðurstaða" í þrælasölumálinu, því tilvonandi þrælar Breta og Hollendinga munu aldrei samþykkja að ganga sjálfviljugir í skattaþrældóm fyrir erlenda kúgara.
Þjóðin mun hrinda þessu nútíma "Tyrkjaráni" af höndum sér, jafnvel þó ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir gefist enn einu sinni upp fyrir innrás þrælakaupmanna.
Niðurstaða vonandi í vikunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:39 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samfylkingin og VG eiga eftir að sjá til þess að þetta komist aldrei í þjóðaratkvæðagreiðslu, ég vildi að þessi ríkisstjórn gæti asnast til þess að vinna af jafn mikilli hörku fyrir land og þjóð, og þau gera fyrir kúgara okkar Holland, Bretland og ESB.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 6.12.2010 kl. 16:15
Nágrímur NEI-kvæði sett NEI framar öllu þegar átti að greiða atkvæði um IceSave og NEI-taði að mæta á kjörstað....
Jóhrannar virtist hafa gleymt þ´vi þá og ætlar örugglega að "muna ekki eftir því" núna.
Óskar Guðmundsson, 6.12.2010 kl. 16:20
Svo voru Jóhanna og Steingrímur alveg steinhissa og vonsvikin yfir þátttöku í Stjórnlagaþingskosningunum. Það er nú einu sinni þannig að eftir höfðinu dansa limirnir og lögðu línurnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni með því að mæta ekki. Margt vitlaust hef ég séð stjórnmálamenn gera en aldrei vitlausara en það að hunsa kosningar. Fólk sem á sitt lifibrauð undir því að kjósendur mæti og greiði þeim atkvæði sýndi kjósendum algjöra lítilsvirðingu. Rétt verður að minna þau skötuhjú á það vel og rækilega við næstu Alþingiskosningar ef þau bjóða sig oftar fram.
Jón Óskarsson, 6.12.2010 kl. 22:04
Ágæti Axel - vissulega mun niðurstaða liggja fyrir - sú niðurstaða að engin niðurstaða liggi fyrir - þetta er ferli sem við höfum horft uppá í mörgum málum undanfarin 2 ár.
Er það ekki líka niðurstaða?
Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.12.2010 kl. 06:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.