Eitt klúðrið enn

Ríkisstjórninni virðist vera algerlega fyrirmunar að koma frá sér nokkru máli án stórkostlegra ágalla og oft klúðrast þau algerlega vegna lélegs skipulagns og enn verri undirbúnings.  

Nýjasta dæmið er fyrirhugað Stjórnlagaþing, sem þjóðin lét berlega í ljós í kosingunum til þess að hún kærði sig alls ekki um neitt slíkt þing, en eftir því sem Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir, þá er niðurstaða talningar kosningaklúðursins ekki í samræmi við lögin sem um þingið giltu og aðeins 11 þingfulltrúar réttilega kjörnir samkvæmt þeim.

Fulltrúar landskjörsstjórnar munu hafa viðurkennt á fundi þingnefndar að stjórnin hafi ekki skilið lögin sem kosið var eftir til Stjórnlagaþingsins, né greinarnar um úthlutun þingsæta og því hafi niðurstaðan orðið sú, að enginn gæti skorið úr um réttmæti sætisúthlutananna annar en Hæstiréttur og þangað yrði að skjóta málinu til úrlausnar.

Sé þetta staðreynd og niðurstaðan verði sú að Hæstiréttur þurfi að skera úr klúðrinu, er þetta enn einn skandallinn í langri sögu slíkra í tíð ríkisstjórnarinnar og ljótur blettur á þingsögunni, sem þó mátti ekki við að miklu meira væri sullað niður á þá skítugu flík til viðbótar við það sem áður hafði þangað lekið.

Ljótt er að ekki skuli einu sinni vera hægt að úthluta sætum á þetta umboðslitla ráðgjafaþing án þess að ríkisstjórnin geri sig að athlægi í leiðinni.  


mbl.is Stjórnlagaþing til Hæstaréttar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Til hvers var líka verið að flækja þessar kosningar svona.  Af hverju mátti ekki hver kjósandi kjósa allt að 25 manns og síðan réð samtals atkvæðafjöldi hvers frambjóðenda því hverjir lentu inn á þinginu.  Mjög ólíklegt má telja að í 25 sæti hefðu lent mjög margir með sömu samtölu atkvæða.  Það var út af fyrir sig sjálfsagt og í takt við tíðarandann að síðan væri skoðað hvort að kynjahlutföllin næðu ekki örugglega 40% og kannski bæta við fólki ef á hefði þurft að halda (sem mér finnst fáránlegt en það er önnur saga).   En allavega þá væri ekkert klúður og ekki hefði þurft mjög flóknar talningarvélar, flókin tölvuforrit, né hámenntaða stærðfræðinga til að telja atkvæðin.

Jón Óskarsson, 6.12.2010 kl. 21:57

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ef hægt er að gera einfaldan hlut svo flókinn að fáir skilji hann og hægt sé að skipa nefnd um hann og ráða sem flesta í vinnu kringum málið, þá er sú flókna leið valin þegar ríkið á í hlut.

Einkaaðilar reyna hins vegar að leysa málin á einfaldan hátt, líka þau flóknu.

Axel Jóhann Axelsson, 6.12.2010 kl. 22:28

3 identicon

Hæstiréttur, ja hérna trúir nú einhver á hann ? Ekki ég!!! 

axel (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 22:40

4 Smámynd: Jón Óskarsson

Jóhönnu og Steingrími munar ekkert um að skipa 150 nefndir til viðbótar :)

Það væri hægt að spara mikið fé og fækka ríkisstarfsmönnum verulega ef einfaldar lausnir væru notaðar í stað þess að flækja alla hluti.  Það nægir að nefna Tryggingastofnun og Skattstofurnar sem dæmi, þar sem fjöldi fólks vinnur við það að reikna fram og til baka leiðréttingar á slíkum smámunum að það stendur ekki undir launum viðkomandi starfsmanna.

Síðan virðist það vera algjörleg nauðsyn hjá stjórnmálamönnum að hafa alla hluti svo flókna að enginn skilur þá, allra síst þeir sjálfir.

Jón Óskarsson, 6.12.2010 kl. 23:14

5 identicon

@Jón Óskarsson: Það er margorft búið að fara út í það af hverju það er heimskulegt fyrirkomulag sem skilur meirihluta þjóðar eftir án fulltrúa. Þar að auki var nákvæmlega ekkert flókið við þetta kerfi. Einföld grunnskólastærðfræði þarna á bakvið talninguna. Þetta var gott kerfi sem skilaði hófsamlega og sanngjarnlega inn fólki miðað við vilja fólksins. Ef að kosningin hefði verið eins og þú stakkst upp á og miðað við að sterkasti kosningahópurinn sem var samstíga í þessari kosningu var frá þjóðkirkjunni þá hefðum við auðveldlega endað með 25 presta í stjórnlagaþingi með vilja 20% þjóðarinnar. Það er afleiðing þessa kerfis sem þú stingur upp á

@Axel: Það var nú töluvert einfaldari útskýring á þessu. Vigdís skilur ekki lögin eða hún sleppti því að lesa þau áður en hún gerði sig að fífli, í annað skiptið á þessari viku, varðandi umræðu á þessu stjórnlagaþingi. Hún hefði til dæmis getað kynnt sér textann þar sem stendur "Þegar tala þeirra frambjóðenda sem enn koma til álita að hljóta sæti er orðin jöfn tölu þeirra 25 sæta sem eftir er að ráðstafa skal sætunum úthlutað til þessara frambjóðenda án frekari útreikninga."

Hún ætlar sér greinilega að vera mesta athlægi Alþingis seinni ára.

En já. Við náðum þessu öllu. Þú vilt ekki breyta neinu. Stjórnarskráin á að vera eins. Sjálfsstæðisflokkurinn á að koma til valda aftur og það á aftur að fara í það að enginn komist í valdastöðu á landinu án þess að vera í réttum flokki. Já og væntanlega smella niður nokkrum álverum til að rétta af efnahaginn. Ég held að þú þurfir ekkert að blogga um þetta meir. Það eru allir búnir að ná þessu. ;)

Jón Grétar (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 23:22

6 identicon

@Jón Óskarsson: Með orðunum "heimskulegt fyrirkomulag" þá á ég við náttúrulega það fyrirkomulag að gefa hverjum kjósenda 25 atkvæði. Það er bara kerfi sem virkar ekki og er skelfilegt í að búa til þing með jöfnum vilja þjóðar þar sem allir hafa fulltrúa.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 23:24

7 Smámynd: Jón Óskarsson

Jón Grétar.  Af hverju þá ekki farin sú leið að hver kjósandi ætti að kjósa aðeins einn frambjóðanda ?  Ég hef ekki getað séð annað út úr talningu atkvæða en að maður hafi kastað öllum hinum 24 atkvæðum á glæ.   Gaman væri ef hægt væri að gera félagsfræðilega könnun á því á hversu mörgum atkvæðaseðlum atkvæði voru í stafrófsröð.

Þetta voru kosningar um það að koma 25 einstaklingum á Stjórnlagaþing, en ekki verið að stilla upp á framboðslista.  Þetta var ekki prófkjör.  Í prófkjörum hefur venjan verið sú að velja þá sem flest atkvæði hljóta í hvert sæti og atkvæða þeirra sem ekki komast að nýst þeim í næstu sæti fyrir neðan, svo fremi að þeir hafi ekki haft fyrirvara um að gefa kost á sér í neðri sæti.   En í stjórnlagaþingskosningum hefði þetta ekki þurft að vera svona.  Ég veit ekki og skil ekki hvaða hagsmuni var verið að verja með því að viðhafa þetta fyrirkomulag.   Málið var einfalt það þurfti að velja 25 einstaklinga og þar sem atkvæðaseðillinn bauð upp á 25 nöfn, þá þýddi það að sjálfsögðu að hver kjósandi átti að hafa þar með 25 atkvæði, sem dreifa þurfti á 25 einstaklinga.  Út úr slíku gat komið að einhver einn eða fleiri fengi 100% greiddra atkvæði og það hefði þá bara verið allt í lagi, það hefði þá verið svo vinsæll einstaklingur að öll þjóðin væri að treysta honum.

Það er eðli stærðfræðinnar að það er hægt að ná sömu útkomu með margskonar aðferðum.  Það að flækja útreikninga til að komast að einfaldri niðurstöðu er tímasóun og gamaldags úreltur hugsunarháttur.

Jón Óskarsson, 7.12.2010 kl. 00:01

8 identicon

@Jón Óskarsson: Eins og ég var að reyna útskýra þá snýst þetta allt um að koma með sem besta kosningu með sem mestum stuðningi allrar þjóðarinnar. Með kerfinu núna fengu flestir inn fólk sem það kaus. Með hinu kerfinu, sem þú stingur upp á, hefði mér þykið líklegt miðað við fjölda frambjóðenda að 60-70% kjósenda hefðu ekki náð neinum manni inn. Hvernig getur þér fundist sanngjarnara kerfi þar sem er þekkt fyrir að koma upp þingi með stuðningi minnihluta þjóðarinnar?

Kerfið sem að þú vilt heitir block voting. Gerðu mér nú þann greiða og lestu um það. Hefur ekki gengið vel að fá Axel eða aðra sem væla og skæla yfir öllu sem heitir stjórnmál til að actually lesa eitthvað um það og reyna skilja hvað þeir væla yfir en vonandi nærð þú að sjá ljósið og kynna þér þetta.

Kerfið sem var notað núna er óhugnarlega einfalt og það er sanngjarn. Það er bara ekkert flókið við þetta kerfi enda hef ég ekki séð neinn hvarta yfir því aðra en þá sem að vilja yfirhöfuð ekki fá neitt stjórnlagaþing. Eina sem er með það er að það er dálítil vinna að reikna kjörseðlana.

Annars er gaman að þú kallir þetta gamaldags og úrelt þegar að kerfið sem þú stingur upp á var einmitt að mestu hætt að nota snemma á seinustu öld. Vegna þess að það var bara einfaldlega lélegt, ósanngjarnt og auðvelt að misnota. Kerfið sem var núna notað er að koma inn nýtt vegna þess að það þykir sanngjarnt og gott.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 09:37

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þar sem þessi Jón Grétar þykist í aðstöðu til að kalla alla, sem eru ekki sammála honum um að nota þetta kosningakerfi, hálfvita og segist ekki hafa séð neinn kvarta yfir því nema þá sem vilja yfirhöfuð ekki neitt stjórnlagaþing, er rétt að benda honum að lesa fréttaskýringuna HÉRNA  en þar er m.a. rætt við Gunnar Hersvein, rithöfund, sem einmitt var frambjóðandi til Stjórnlagaþings og endar umfjöllunin svona: 

"„Kosningakerfið hefur eflaust óteljandi kosti en það hefur óneitanlega þann galla að vera ógagnsætt,“ segir Gunnar Hersveinn rithöfundur, sem var meðal frambjóðenda til stjórnlagaþings.

„Við hljótum að gera þá kröfu að bæði frambjóðendur og kjósendur geti skilið útreikningana án þess að þurfa að fara á námskeið. Kjósendur þurfa að þekkja kerfið til að geta raðað skynsamlega á lista og þeir hljóta að gera þá kröfu að niðurstaðan sé skýr og greinileg fyrir fleiri en stærðfræðinga. Frambjóðandi þarf jafnframt að geta ráðlagt kjósendum sínum ef hann er spurður og einnig að geta útskýrt niðurstöðuna. Lýðræði krefst gagnsæis upplýsinga vegna þess að við viljum ekki reiða okkur alfarið á vald sérfræðinganna.""

Axel Jóhann Axelsson, 7.12.2010 kl. 13:07

10 Smámynd: Jón Óskarsson

Það er fjöldi fólks sem kom ekki neinum manni inn með þessu kerfi.   Ég kom fáum að og í reynd engum vegna þess að þeir sem komust á þingið og ég kaus, kaus ég neðar á "lista" en þeir síðan lentu í.   Mín atkvæði voru því öll ónýt og töldust ekki með.  Sömu sögu segja margir sem ég hef heyrt í.  Ef einfalda aðferðin hefði verið viðhöfð, þá hefðu þessir fulltrúar í það minnsta verið með einu atkvæði meira hver.   Ég vil sjá heildaratkvæðafjölda hvers manns sem bauð sig fram birtan (óháð sætum) og þá verður fróðlegt að bera saman hverjir fengu kosningu og hverju hefðu geta fengið kosningu.  

Þetta er ekki gagnsætt kerfi og náttúrulega ótrúlegt að vera að kjósa samkvæmt kerfi sem frambjóðendur og hinn almenni kjósandi skilur lítt eða ekkert í.   Ég held að við nafnar og Axel séum allir þokkalega vel að okkur í stærðfræði og alla vega ekki verri en meðaljóninn.  Samt vefst þetta fyrir okkur.

Ég sé líka algjöran grundvallarmun á því hvort verið er að kjósa pólitíska forystumenn, eða almenna fulltrúa á þing þar sem manni var allavega talið trú um að ættu að sitja á fulltrúar almennings í landinu.  Er næsta skref kannski að sá sem lenti í 1. sæti eigi að hafa 25 falt atkvæðavægi á við þann í 25. sæti í kosningunni ? :-)

Jón Óskarsson, 7.12.2010 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband