Afsakið (á meðan ég æli)

Samfylkingin var soðin saman upp úr brotum úr Alþýðuflokknum, Alþýðubandalaginu, Kvennalistanum, ásamt ýmsu pólitísku draumórafólki sem sá í hyllingum að búa til stóran "jafnaðarmannaflokk" sem næði eins miklu fylgi hérlendis og slíkir flokkar hafa oftast notið á norðurlöndunum og Bretlandi og var Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Breta, aðaðátrúnaðargoð og fyrirmynd þessa draumórafólks.  Ekki síður var útblásið að þessi nýja Samfylking skyldi verða verðugt mótvægi við eina alvöru stjónmálaflokk landsins, Sjálfstæðisflokkinn, sem frá stofnun hefur verið stærsti, öflugasti og traustasta stjórnmálaafl landsins.

Ekki rættust stærðardraumar stofnenda Samfylkingarinnar og því leið ekki á löngu, þar til bandalag var gert við helstu andstæðingaa Sjálfstæðisflokksins, en það voru helstu banka- og útrásargengin, en þau höguðu sér ekki í viðskiptum eins og sannir Sjálfstæðismenn telja að fólk eigi að haga sér í viðskiptum, þ.e. að sýna fyrst og fremst sanngirni og heiðarleika í viðskiptum sínum.  Þessi óheiðarlegasti armur íslensks viðskiptalífs tók fagnandi upp samstarf við Samfylkinguna og barðist með öllum ráðum og ómældum fjárframlögum við að koma flokknum í ríkisstjórn.

Að lokum tókst að koma Samfylkingunni í ríkisstjórn á árinu 2007, en þá þegar voru fjárhagslegir bakhjarlar Samfylkingarinnar búnir að koma sér í þvílíkt klúður í viðskiptum sínum að það leiddi að lokum nánast til gjaldþrots þjóðarbúsins, sem eingöngu var forðað vegna þess að í ríkisstjórn með Samfylkingunni voru menn sem voru þeim vanda vaxnir að taka á erfiðum málum á réttan hátt.

Nú dirfist Jóhanna Sigurðardóttir að koma fram fyrir þjóðina og biðjast afsökunar á samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn en minnist ekki á þá samstarfsmenn flokksins, sem fjármögnuðu stjórnmálastarf hennar og studdu hana með öllum ráðum á ríkisstjórnarvegfeðinni.

Samfylkingin ætti að hafa rænu á að koma heiðarlega fram og biðjast afsökunar á því að hafa verið orðin að fyrirtækinu "Samfylking Group" eins og önnur útrásarfyrirtæki voru á þessum tíma. 


mbl.is Samfylkingin biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Í guðanna bænum ældu, ef þú hefur þörf fyrir, en gættu þess bara að gera það á réttum forsendum. Hvar var Sjálfstæðisflokkurinn á þessum tíma, var henn ekki í stjórn líka. Etv. með hausinn í sandinum eins og mig grunar að sá sem er svona óglatt núna sé.. Ætlarðu að segja mér að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekkert haft um það að segja með hverjum hann fór í stjórn? Kanntu annan betri?

Þú verður að kaupa þér betri skrúbb, er ég hrædd um, ef þú ætlar að hvítþvo vini þína í Valhöll.

Bergljót Gunnarsdóttir, 4.12.2010 kl. 21:56

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég var alls ekki að hvítþvo neinn né ásaka Samfylking Group fyrir að hafa valdið hruninu, heldur fyrir að hafa nánast verið eitt af fyrirtækjum útrásargengjanna og meira að segja Össur hefur viðurkennt það að hluta.

Samfylkingin lét banka- og útrásargengin spila með sig, algerlega öfugt við það sem Sjálfstæðismenn gerðu, enda álitnir verstu óvinir "nýja hagkerfisins" og boðbera þess hér á landi.

Á því ætti Samfylking Group að biðjast afsökunar.

Um leið og athyglin beinist að þessari fölsku afsökunarbeiðni aftur, verður maður aftur eins og magasjúklingur og ógleðin fer að láta á sér kræla aftur.

Axel Jóhann Axelsson, 4.12.2010 kl. 22:40

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Aftur og aftur og aftur, svei mér þá, ég held ég sé bara flullkomnlega sammála. :-)

Bergljót Gunnarsdóttir, 4.12.2010 kl. 22:48

4 Smámynd: Björn Birgisson

Axel minn, ældu bara á bloggið þitt að þessu sinni. Þar hljóta ælupokarnir að vera, rétt eins og í flugvélunum, þar sem veikra er von. Eigðu svo góðar stundir framundan!

Björn Birgisson, 4.12.2010 kl. 23:18

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

 Góðan bata!

Bergljót Gunnarsdóttir, 4.12.2010 kl. 23:38

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Björn minn, þetta er nú svolítið illskiljanlegt hjá þér eins og svo margt annað. Fólk ælir ekki á staðinn þar sem ælupokarnir eru geymdir. Það ælir í pokana sjálfa, til þess eru þeir.

Ef þér verður einhvern tíma óglatt ætla ég að biðja þig að æla ekki á og yfir allt og alla í kringum þig. Fáðu þér ælupoka eða annað ílát, eins og flest sæmilega hreinlátt fólk gerir.

Axel Jóhann Axelsson, 4.12.2010 kl. 23:40

7 Smámynd: Björn Birgisson

Hvað er þetta maður, ældu þá í pokana þína, ef þér er óglatt! Hættu þessu dauðans þvaðri! Færsla þín #6 er eins og skrifuð af einhverjum hálfvita. Ég veit að þú ert enginn slíkur. Hverjir eru að fikta í tölvunni þinni , Axel minn?

Björn Birgisson, 5.12.2010 kl. 00:08

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Björn, færsla #6 var einfalt svar við vægast sagt fábjánalegu innleggi þínu #4. Þó ég þykist vita að þú sért enginn fábjáni, þá verður að svara innleggjum á sama gáfnaplani og þau sjálf eru á, til að vera alveg viss um að skrifarinn skilji svarið, ekki síst ef maður gæti láið sér detta í hug að einhver sé að skrifa í annarra nafni.

Axel Jóhann Axelsson, 5.12.2010 kl. 01:40

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sumir eru líka á því að nú sé komið að því að gefa öllum stjórnmálaflokkunum endurhæfingarfrí frá ráðherrastólunum. Þetta er leiðin til þess: http://utanthingsstjorn.is/

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.12.2010 kl. 05:29

10 identicon

Algjörlega sammála þér Axel. Þetta er næstum því eins og að hafa ekið drukkinn á mann og biðjast síðan afsökunar á því að hafa verið á Toyota bíl.

Björn (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 12:24

11 Smámynd: Jón Óskarsson

Sérkennilegt var að Jóhanna las bara skrifaða ræðu og leit aldrei upp meðan hlutirnir snéru að Samfylkingunni, en þegar henni duttu nokkrar setningar í hug til að skamma Sjálfstæðisflokkinn (mest fyrir það að hafa haft annað form á afsökunum og því að fyrrum formenn hefðu gagnrýnt sjálfsskoðunarnefnd þess flokks) þá gat hún litið upp.   Ekki trúverðug afsökunarbeiðni til þjóðarinnar þegar formaðurinn þorir ekki að horfast í augu við þjóðina nema þegar talið berst að öðru.

Við hér á blogginu erum búin að benda á það alveg síðan 2007, ekki bara síðan í hruninu sjálfu, að Samfylkingin svaf værum svefni í sínum stólum.  Ráðherrar sem komu inn nýir (og ferskir, eða þannig) vorið 2007 létu fara vel um sig, sofnuðu svo allir sem einn eins og einn þeirra gerir líka enn þann dag í dag hjá Alþjóðastofunum.   Björgvin G., Össur og Jóhanna voru lagt frá því að vera á vaktinni.   Ráðherrar flokksins afreku það lítið það eina og hálfa ár sem leið frá kosningum og fram að hruni að það þyrfti ekki einu sinni heilt A4 blað til að lista það allt upp ásamt skýringum.

Ein af helstu klappstýrum flokksins, forseti ASÍ fór síðan hraunhaustið 2008 fyrir nefnd sem Jóhann skipaði og komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki nema sjálfsagt að fórna verkalýðnum og hefur síðan stutt dyggilega allar tillögur sem miða að því að auka álögur á hans félagsmenn en á hans vettvangi, bæði innan verkalýðshreyfingarinnar sem og lífeyrissjóðanna má engu breyta, ekkert bæta og náttúrulega ekkert skoða. 

Jón Óskarsson, 6.12.2010 kl. 12:09

12 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Er engin ástæða til að Sjálfstæðisflokkurinn biðjist afsökunar á einhverju, svona rétt áður en Axel vinur minn fær heilsuna aftur? 

Bergljót Gunnarsdóttir, 6.12.2010 kl. 15:38

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sjálfstæðisflokkurinn afgreiddi þessi mál og baðst afsökunar á því sem hann hefði getað gert betur í aðdraganda hrunsins, strax á Landsfundi 2009, eins og t.d. má sjá HÉRNA

Fjölmiðlar nánast drápu niður alla almennilega umræðu um það sem fram fór á þeim landsfundi með því að fjalla nánast eingöngu um ræðu Davíðs Oddssonar á fundinum og gagnrýni hans á skýrsluna og uppgjörið við það sem betur hefði mátt fara.

Axel Jóhann Axelsson, 6.12.2010 kl. 17:09

14 Smámynd: Jón Óskarsson

Jóhanna mundi eftir landsfundinum 2009 hjá Sjálfstæðisflokknum og gat loksins litið upp og framan í flokksmenn sína og sjónvarpsvélar þegar hún fór að minnast á þann fund.  Vildi meina að aðferðin þar við afsökunarbeiðni hefði ekki verið eins flott og hjá SF.  Mér fannst persónulega engin reisn yfir afsökunarbeiðni SF núna um helgina.  Flokkurinn þrætti fyrir að hafa gert nokkuð rangt eða sofið á verðinum alveg fram yfir kosningar á Alþingi um hvort kæra ætti ráðherra í ríkisstjórn Geirs Haarde, en viðurkennir svo núna það sem allir vissu.  Hætt er við að ef þessi sjálfsskoðun SF hefði komið fyrr þá hefðu atkvæði fallið öðru vísi á Alþingi og Atlanefndin hefði jafnvel séð ástæðu til að tilgreina fleiri sem til greina kæmi að ákæra.   Bókin hans Björgvins G. selst illa, enda í besta falli nothæf sem brandarabók.  Maðurinn svaf svo fast að hann heyrði ekki einu sinni sjónvarps- og útvarpsfréttir og í ráðuneyti viðskipta var ekki horft á viðskiptafréttir fjölmiðlanna, né nokkur blöð lesin.  Þannig fór það algjörlega fram hjá því ráðuneyti og sérstaklega ráðherranum að Icesave reikningar hefðu verið opnaðir í Hollandi.

Jón Óskarsson, 6.12.2010 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband