Már viðurkennir björgunarafrekið frá 2008

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, viðurkennir í samtali við Bloomberg fréttastofuna að ríkisstjórn Geirs H. Haarde og þáverandi stjórnendur seðlabankans hafi í raun bjargað þjóðfélaginu frá algeru hruni með setningu neyðarlaganna í október 2008, en ef rétt er munað var Már á annarri skoðun á þeim tíma.

HÉRNA var þann 23/11 s.l. fjallað um það ótrúlega björgunarafrek sem unnið var í þröngri stöðu og í kapphlaupi við tímann á þessum haustdögum árið 2008, þegar bankakerfi heimsbyggðarinnar riðaði til falls og margar ríkisstjórnir hlupu upp til handa og fóta í örvæntingaræði og lýstu yfir ríkisábyrgð á bankakerfum landa sinna og hafa síðan dælt stjarnfræðilegum upphæðum inn í þau til að halda þeim gangandi og skattgreiðendur munu strita fyrir þeim skuldbindingum næstu áratugina.

Hér á landi var lengi vel lítill skilningur á því réttlæti sem fólst í neyðarlögunum, þ.e. að láta tap af óviturlegri og áhættusækinni lánastarfsemi erlendra fjármálafyrirtækja til ennþá óviturlegri og áhættusæknari íslenskra banka, lenda á þeim sem áhættuna tóku en ekki leggja tapið á íslenska skattgreiðendur, eins og núverandi stjórnvöld reyna að gera við hluta þessara bakaskulda, þ.e. Icesave.

Skammsýni og þó frekar pólitískt ofstæki hefur hins vegar orðið til þess að björgunarmennirnir íslensku eru svívirtir og niðurníddir og þurfa jafnvel að sæta ákærum fyrir Landsdómi, í stað þess að hljóta þær þakkir þjóðarinnar sem þeir eiga inni hjá henni.

Allt er þetta að koma betur og betur í ljós og tíminn og sagan mun kveða upp endanlega dóminn í þessu máli, sem öðrum.


mbl.is Seðlabankastjóri: Íslensk stjórnvöld brugðust rétt við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

þð er ekki spurning að þá og þarna greip "skipstjórinn" og hans fólk í "brúnni" til réttra bráðaaðgerða, eftir að hafa siglt of nærri landi í viðsjárverðu sjó og veðri, það gleymist oft í ákafanum við að gagrýna ferð þjóðskútunnar fram að strandinu (hruni).

Og þó þetta hafi haft ýmsar afleitar aukaverkanir t.d. harkaleg viðbrögð breta, þá væri ástandið allt annað í dag (verra) ef ekki hefði verið gripið til neyðarlaganna.

Svo má auðvitað  (og er gert) deila um hvernig haldið hefur verið á málum eftir á, en það verður enginn bati né framför fyrr en AGS er vísað úr landi og Icesave sent í dóm, flóknara er það ekki.

MBKV að utan en með hugann heima

KH

Kristján Hilmarsson, 3.12.2010 kl. 10:25

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Vissulega klapp á bakið. Varðandi seinni hluta innleggsins, er það svo að ef maður keyrir fullur og veldur slysi en bjargar síðan lífi þess sem maður keyrði á, (þótt stórslasaður sé) sé maður saklaus af ölvunarakstrinum???

Haraldur Rafn Ingvason, 3.12.2010 kl. 10:25

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Afsakaðu stafsetningarvillurnar Axel :( var að flýta mér aðeins um of.

Já einmitt Icesave nefnir þú, en hvað með AGS hverjum átti sú "aðstöð" að hjálpa, ekki almenningi sem sér niðurskurðarhnífinn hangandi yfir sínum kjarnastofnunum, hækkandi skatta á meðann við lesum svona fréttir og það á sjálfann fullveldidaginn.

kv

KH

Kristján Hilmarsson, 3.12.2010 kl. 10:33

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Barnalegt Haraldur ! hvar stendur að "hrun" stjórnin sé saklaus af "siglingunni" áhættusömu ? bara verið að minna á það sem virðist aldrei mega nefna, (Ragnar Reykás syndróm) að á ögurstundu var því forðað að illt varð verra.

kv

KH

Kristján Hilmarsson, 3.12.2010 kl. 10:40

5 identicon

Sammála Haraldi.  Ríkisstjórnin ætlaði sér reyndar að taka fulla ábyrgð á bönkunum en fékk hvergi peninga til þess þannig að þá var farið í plan B sem síðan var líklega rétta lausnin.  Semsagt, þeir ætluðu að taka ranga ákvörðun en engin vildi lána þeim pening og voru því nauðbeigðir til að taka rétta ákvörðun.

Brynjar (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 10:46

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Brynjar, ef þú getur ekki komið með hreinar sannanir fyrir þessum fullyrðingum þínum, verða þær að teljast alger vitleysa og jafnvel bara lygi.

Axel Jóhann Axelsson, 3.12.2010 kl. 11:00

7 identicon

http://silfuregils.eyjan.is/2010/12/03/heppni/

Nú veit ég ekkert frekar en þú Axel hvað var rætt inni á lokuðum fundum dagana fyrir fall Glitnis.  Ég man allavegana að það var reynt að fá peninga hjá mörgum ríkjum þessa daga.  Ef þú getur hrakið það sem Jón Daníelsson segir að þá skal ég játa vitleysuna.

Brynjar (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 11:12

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ef Jón Daníelsson getur lagt fram gögn þessu til stuðnings, þá er það vel, en fullyrðing um að staðið hafi til að ríkistryggja bankakerfið í heild hefur hvergi komið fram, nema frá honum einum.

Axel Jóhann Axelsson, 3.12.2010 kl. 11:16

9 identicon

Það var reynt að fá lán hjá öllum okkar svokölluðu vina þjóðum og  Seðlabankinn tæmdi allar hirslur sínar til að hjálpa bönkunum.  Eftirá að hyggja var það  "kanski" heppni að engin vildi lána okkur.  Hvað hefði skeð ef við hefðum fengið meiri peninga lánaða á þessum dögum ?.

Brynjar (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 11:38

10 identicon

Já Axel stjórnvöld voru hálf ráðalaus fyrir hrun (ég er svona miðlungs harður í þeirri afstöðu því það þarf meira en mikið hugrekki til að taka niður heilt bankakerfi). Viðbrögð þeirra í hruninu voru hins vegar góð.

Vonum að SPES samtökunum (Samtök Pólitíkusa sem Endurrita Söguna) takist ekki að koma öðrum falshugmyndum að hjá fólki. Formaður SPES er Steingrímur J. Sigfússon og varaformaður er Jóhanna Sigurðardóttir og hennar fylgihyski.

Björn (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband