Fasteignamat en ekki brunabótamat?

Svo langt aftur sem elstu menn muna miðuðust húsnæðislán við ákveðið hlutfall af brunabótamati fasteignar, en breyting varð á þessu með innrás bankanna á þennan markað á haustdögum 2004, en þeir tóku að lána allt að 100% af kaupverði eigna, burtséð frá mati þeirra, en kaupendum var gert að kaupa viðbót við skyldutrygginguna, sem miðaðist við brunabótamat, þ.e. að tryggja mismuninn á kaupverði og brunabótamati eignarinnar.

Íbúðalánasjóður var og er með hámark á sínum lánum, þannig að á árunum fyrir hrun var hámarkslán hans átján milljónir króna, en er nú tuttugu milljónir króna og má þó aldrei fara upp fyrir 80% kaupverðsins, þannig að ólíklegt er að margir séu í erfiðleikum vegna Íbúðasjóðslánanna einna og sér, en hafa sjálfsagt lent í vanskilum með þau í framhaldi vanskila vegna annarra neyslulána, svo sem bílalána, yfirdráttar og greiðslukortaskulda.

Kaupverð fasteigna hefur sem sagt aldrei miðast við fasteingnamat þeirra, en nú þegar afskrifa á skuldir, þá verður miðað við 110% af því mati þannig að um leið og fasteignamarkaðurinn kemst í "eðlilegt" horf verður sjálfsagt farið að miða við brunabótamatið aftur og þá verða þeir sem nú fá niðurfellingar fljótir að komast í "gróða" á ný.

Samkvæmt vef Þjóðskrár er eftirfarandi mismunur á fasteigna- og brunabótamati:

Fasteignamat

Fasteignamat er gangverð sem ætla má að eign hefði haft í kaupum og sölum. Matið er gert í maí mánuði ár hvert og miðast við verðlag í febrúar. Hið nýreiknaða mat tekur gildi í árslok. Fasteignamat tekur bæði til húss og lóðar og skiptist í húsmat og lóðarmat.

Tilgangur fasteignamats er fyrst og fremst að skapa grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda en fasteignamatið er stofn fasteignagjalda og erfðafjárskatts.

Lesa meira um fasteignamat

Brunabótamat

Í brunabótamati felst mat á því hvað það myndi kosta að reisa hús á ný ef það yrði eldi að bráð. Brunabótamat miðast við byggingarkostnað og tekur tillit til aldurs, slits, viðhalds og ástands eignar.
Matið er vátryggingarfjárhæð og út frá því er lögbundin brunatrygging reiknuð út.
Lesa meira um brunabótamat

Fram að þessu hefur engum dottið í hug að óska eftir hækkun á fasteignamatinu, enda hefur það verið notað til álagningar fasteignagjalda og annarra skatta, en brunabótamatið hafa menn hins vegar viljað hafa sem hæst, vegna þess að fasteigna- og lánamarkaðurinn miðaði lengst af við það.

Nú verður gósentíð fyrir þá sem búa við lágt fasteignamat íbúða sinna.


mbl.is Telur kostnaðinn 174 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband