Flókið kerfi fyrir einfalda niðurstöðu

Fimm þeirra sem teljast hafa náð kjöri á Stjórnlagaþing, voru alls ekki meðal þeirra tuttuguogfimm sem flest atkvæði fengu í kosningunni. Kosið var eftir flóknu kerfi, þar sem fólki var talin trú um að setja þann sem það vildi helst í fyrsta sæti og setja síðan þann sem það vildi næsthelst í annað sætið á kjörseðlinum. Svona skyldi fólk raða frambjóðendum í öll tuttuguogfimm sætin á seðlinum, eftir þeirri áherslu sem það legði á hvern frambjóðanda fyrir sig.

Á þetta var lögð mikil áhersla í allri kynningu á kosningunum og þetta fyrirkomulag var stór þáttur í því að valda þeirri arfaslöku kjörsókn sem raun varð á, því fólki fannst þetta fyrirhafnarmikið kerfi og mikill tími færi í "heimavinnuna" sem nauðsynleg var við að velja úr 523 frambjóðendum og skrifa þá inn á handrit að kjörseðli, sem síðan átti að hafa með sér á kjörstað og hreinrita þar á raunverulegan kjörseðil.

Eftir allt þetta umstang með undirbúning og framkvæmd kjörsins, þurfti að leigja flókinn tölvubúnað erlendis frá til þess að reikna út úr kjörseðlum þess þriðjungs kjósenda, sem létu sig hafa það að taka þátt í þessari tilraun, sem tók þrjá daga að fá botn í eftir kosninguna.  Þegar málið er svo skoðað nánar eftir að úrslitin voru kynnt, kemur í ljós að öll fyrirhöfnin var til einskis og algerlega óþörf.

Það skipti frambjóðanda sem sagt engu máli hve margir kusu hann á þingið, aðeins skipti máli hve margir settu hann í fyrsta sæti á kjörseðli sínum, því einungis þeir 25 sem oftast voru settir í það sæti töldust rétt kjörnir, en heildaratkvæðafjöldi skipti engu máli.

Fyrst svona átti að vera í pottinn búið hefði einungis átt að láta hvern kjósanda velja aðeins eitt nafn og þá hefðu væntanlega nákvæmlega þeir sömu komist á þingið og raunin varð og allt fyrirkomulagið fyrir og eftir kosningarnar orðið miklu einfaldara, auðskildara, þægilegra, fljótlegra og ódýrara.

Úrslitin hefðu þá einnig orðið sanngjarnari en raun varð á, en þegar ríkið stendur fyrir verkunum, þá skal það ekki bregðast að valin sé flóknari og dýrari leiðin, ef nokkur möguleiki er á því. 


mbl.is Ekki nóg að koma oftast fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðir punktar og réttir.

Ótrúlegt að þetta flókna talningakerfi skuli hafa verið valið.

Það er heldur ekki sanngjarnt að mínu mati að menn eins og Jónas Kristjánsson og Sigurður G Tómasson sem fleiri "kusu" skuli ekki sitja á þinginu. Vegna kosningakerfisins þá situr þar fólk sem fékk færri atkvæði.

Er þetta talningarkerfi sem við viljum halda áfram að nota?

Hvaða "snillingum" datt það í hug að draga þetta einkennilega talningarkerfi inn í þessa kosningu?

hg (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 22:03

2 identicon

Þetta er vitlaust hjá mbl, það voru nokkrir sem komust ekki inn þrátt fyrir að vera á topp 25 listanum yfir 1. val.

Gummi (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 22:06

3 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Það má endalaust velta því fyrir sér hvernig á að hafa svona kosningakerfi og það er alveg sama hvað verður ákveðið að nota það verða alltaf til þeir sem gagnrýna það.

Hörður Sigurðsson Diego, 2.12.2010 kl. 23:31

4 identicon

Þetta er ekki rétt hjá þér - kerfið skilaði tilætluðum árangri. Hin atkvæðin skiptu máli. Eins og segir í frétt: "Fimm þeirra sem náðu kjöri voru hins vegar ekki á meðal þeirra 25 sem oftast voru nefnd.". Þ.e. fimmtungur þeirra sem sitja fengu ekki flest atkvæði í 1. sæti!

Þetta var ekki flókið. Fólk mátti alveg koma og setja bara eitt nafn ef það vildi.

Þetta kerfi er með betri kerfum til að nota í svona kosningum. Lestu nánar á http://en.wikipedia.org/wiki/Single_transferable_vote ef þú hefur áhuga.

Tómas (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 00:02

5 identicon

Ég held að fólk hafi ekki hundsað kosninguna vegna þess að það hafi þurft að forgangsraða frambjóðendum, það í sjálfu sér er ekki nýtt fyrir fólki,hefur verið gert í prófkjörum flokkanna og hefði verið hægt að notast við sömu aðferð við að finna röð frambjóðenda og þar hefur verið notuð. Ég vil meina að kosningarnar hafi verið hundsaðar af þjóðinni af sömu ástæðum og kosningar eru sniðgengnar víða um heim þ.e. þegar fólk sér ekki fram á að þátttaka þess muni breyta neinu um niðurstöðuna.Úrslitin bera aðferðinni vitni.

Júlíus (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 00:07

6 identicon

Líklegasta útskýringin, býst ég við. En það eru tvær leiðir til þess að láta í sér heyra í samfélaginu í dag. Það er að:

a) slá potta, hrópa að alþingishúsinu og jafnvel taka stjórnina með valdi eða,

b) taka þátt í lýðræðislegum ákvörðunum.

Sorglegt að 65% kosningabærra manna hafi ekki séð sér fært um að amk. taka þátt í b) núna síðast. En meginmálið er nú að megnið af fólkinu eru gott fólk, og ný stjórnarskrá verður lögð fyrir Alþingi, hvað sem tautar og raular.

Tómas (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 00:43

7 identicon

Lagfæring á síðustu málsgrein:

[...] meginmálið er nú að megnið af fólkinu __sem kosið var__ er gott fólk [...]

Tómas (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 00:45

8 identicon

Frekari lagfæring á þar-þarsíðustu færslu:

Sagði þar:

""Fimm þeirra sem náðu kjöri voru hins vegar ekki á meðal þeirra 25 sem oftast voru nefnd.". Þ.e. fimmtungur þeirra sem sitja fengu ekki flest atkvæði í 1. sæti!"

En hefði átt að vera:

""Fimm þeirra sem náðu kjöri voru hins vegar ekki á meðal þeirra 25 sem oftast voru nefnd.". Þ.e. fimmtungur þeirra sem sitja voru ekki oftast skrifuð niður".

Hins vegar má sjá af töflugögnum sem fylgja frétt að fyrir fyrsta sætið eru 9 manns í topp 25 sem ekki náðu kjöri. Þannig voru 64% þeirra sem náðu inn sett í fyrsta sætið - en 36% náðu inn einhversstaðar á milli 2-25. sætis á kjörseðlunum.

Sem segir okkur að forgangsröðunin getur skipt máli og gerir kosningarnar sanngjarnari.

Tómas (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 00:58

9 identicon

Þetta er hörmulegt kerfi. Eftirtaldir frambjóðendur voru meðal 25 efstu í samanlögðum atkvæðafjölda, en sitja ekki á þinginu: Þorgeir Tryggvason, 8.975 atkv. (17.), Jónas Kristjánsson, 8.437 (19.), Jón Ólafsson, 7.809 (22.), Birna Þórðardóttir 7.598 (24.) og Sigurður G. Tómasson, 7.541 atkv. (25.)

Arnfríður Guðmundsdóttir, 7.275 atkv. (29.), Ástrós Gunnlaugsdóttir, 7.159 (31.),  Pawel Bartoszek, 6.489 (37.), Pétur Gunnlaugsson, 5.709 atkv. (44.) og Dögg Harðardóttir, 5.039 (53.) náðu hins vegar kjöri.

Það gæti orðið snúið að útskýra þetta fyrir talsverðum fjölda kjósenda, enda spái ég því að STV verði ekki notað aftur í fyrirsjáanlegri framtíð.

Baldur (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 01:35

10 identicon

Baldur: Sko. Excel skjalið sýnir talningu nafna - EKKI atkvæða - heldur nafna, á kjörseðlum.

Þorgeir Tryggvason fékk ekki 8.975 atkvæði. Heldur voru það 8.975 manns sem skrifuðu nafnið hans á kjörseðil sinn - að öllum líkindum neðar en aðra aðila sem virkilega komust inn á þing. Þannig nýttust ekki allar 8.975 _tillögur_ sem hann fékk frá kjósendum, enda kusu þeir aðra í staðinn.

Pawel Bartoszek komst svo inn, vegna þess að hann fékk fleiri atkvæði en Þorgeir, þegar upp var staðið. Hann fékk ekki 6.489 atkvæði, heldur var honum látið í té nógu mörg atkvæði af þessum þar til hann datt inn. Afgangsatkvæði hans héldu sína leið áfram niður kjörseðla kjósenda og hjálpuðu næsta manni inn.

Þetta er ekki einfaldasta kosningakerfið. En það er eitt það sanngjarnasta. Hvers vegna í ósköpunum heldur þú að það sé svona vinsælt meðal allra þessa þjóða: http://en.wikipedia.org/wiki/Single_transferable_vote#Adoption

Tómas (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 01:49

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tómas, eftir stendur að einungis völdust inn á þingið þeir, sem oftast voru nefndir í fyrsta sæti, þ.e. 25 þeirra sem oftast voru nefndir í fyrsta sæti á kjörseðlum fengu sæti á þinginu, en ekki þeir sem oftast voru nefndir á öllum kjörseðlum samanlagt.  Því hefði dugað að láta hvern kjósanda tilnefna aðeins einn frambjóðanda, þ.e. sitt aðalval, og útkoman hefði orðið sú sama og varð með þessu flókna kerfi.

Þetta kerfi getur sjálfsagt virkað ágætlega þar sem frambjóðendur eru tiltölulega fáir, en missir algerlega marks með svona gífurlegum fjölda frambjóðenda.

Axel Jóhann Axelsson, 3.12.2010 kl. 08:38

12 identicon

ástæðan fyrir slakkri þáttöku. ?  Flókið mikið ruglislegt og mjög margir telja þetta skila engu nema reikning í ríkiskassan fyrir ekki neitt.

niðurstöðurnar skrýtnar. ? jamm þær eru skrýtnar í mínum huga, kýs einstaklingur hóp af fólki og þeir sem flestir vilja sjá kemst inn(s.s. atkvæða fjöldi) það að velja frekar manneskju með færi atkvæði vegna þess að fleiri af þessum minni hluta vildu sjá hana komsast inn í fyrsta er rangt .. þá ætti bara að kjósa um einn og raða eftir atkvæða fjölda.

það  að einhver hafi verið með 8.975 atkvæði og einhver með færri atkvæði komist upp fyrir hann er hneyksli.

Við búum á Íslandi ekkert mér lengur á óvart... Guð hjálpi Íslandi framtíðarinar  

Hjörleifur harðarson (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 08:42

13 Smámynd: Davíð Oddsson

Þetta er ekki alveg rétt hjá þér Axel. Þetta kerfi virkar þannig að eftir því sem þú kýst fleiri, þess meiri líkur eru á að atkvæði þitt nýtist. Ef þú kýst bara einn og hann kemst ekki inn, þá nýtist atkvæðið þitt í raun ekki.

Ef þú kýst t.d. tvo aðila og sá efri kemst ekki inn, þá færist atkvæðið þitt yfir á aðila númer tvö, sem gæti þar með komist inn í staðinn. Þannig nýtist atkvæðið þitt til að velja þann sem þú vildir fá til vara, þó sá sem þú vildir helst næði ekki kjöri.

Það má því allt eins færa rök fyrir því að þetta kerfi sé það sanngjarnasta og/eða lýðræðislegasta sem völ er á. Hvort frambjóðendur eru fáir eða margir segir í raun bara til um flækjustig útreikninganna síðan en ekki hvort kerfið virki vel eða illa.

Davíð Oddsson, 3.12.2010 kl. 08:52

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í ljós er komið að enginn sem settur var á kjörseðil neðar en í fyrsta sæti komst inn á þingið og því var algerlega tilgangslaust að raða fólki í forgangsröð á seðilinn.  Aðeins sá sem fólk setti í fyrsta sæti naut atkvæðis kjósandans og því komu þessar flóknu útreikningsreglur aldrei til góða fyrir einn eða neinn.

Þessar "sanngjörnu" úthlutunarreglur nýttust því eingöngu til að finna þá 25 sem flest atkvæði fengu í fyrsta sæti á kjörseðlunum og aðrir frambjóðendur komu því aldrei til skoðunar og forgangsröðunin var því til einskis hjá kjósendum.

Axel Jóhann Axelsson, 3.12.2010 kl. 09:29

15 identicon

Axel: Þú ert ennþá að stórmisskilja þetta kerfi! Ég setti engan af "vinningshöfum" í fyrsta sætið. Samt voru 5 manns á mínum kjörseðli sem komust inn. Mitt eina atkvæði dreifðist aö ðllum líkindum á þetta fólk, þannig að sá sem var efst (af þessum 5 hjá mér) fékk stærstan hluta atkvæðisins, og svo koll af kolli.

Það var löngu vitað fyrirfram að sá sem fór í fyrsta sæti hjá þér átti lang-mestar líkur á að hljóta atkvæðið. Einnig stendur það skýrt í reglunum, að ef sá sem er í 1. sæti hjá þér á ekki möguleika, þá er reynt að notast við aðila nr. 2 á listanum og svo koll af kolli.

Ég var áður búinn að benda þér á eftirfarandi síðu:

http://en.wikipedia.org/wiki/Single_transferable_vote

sem fjallar um kerfið. Ef þú vilt lesa rétta, alvöru krítík á kerfið, þá gætirðu byrjað á kaflanum "Issues":

http://en.wikipedia.org/wiki/Single_transferable_vote#Issues

Annars nenni ég bara ekki að reyna að rökræða um mál við fólk sem neitar að skilja grundvöll umræðuefnisins.

Tómas (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 11:11

16 identicon

Hjörleifur: Lestu það sem ég skrifaði aðeins tveimur athugasemdum ofar en þú skrifaðir. Það voru aldrei nein 8.975 sem Þorgeir Tryggvason fékk! Hann fékk aðeins 8.975 "tilnefningar", sem nýttust ekki, því ofar á seðlum þeirra sem kusu hann voru aðrir aðilar sem fengu atkvæðið sem fylgdi seðlinum.

Axel: Ennfremur vildi ég benda á að þú segir a ofan:

"einungis völdust inn á þingið þeir, sem oftast voru nefndir í fyrsta sæti, þ.e. 25 þeirra sem oftast voru nefndir í fyrsta sæti á kjörseðlum fengu sæti á þinginu, en ekki þeir sem oftast voru nefndir á öllum kjörseðlum samanlagt"

Kerfið er ekki hannað til þess að horfa á þá sem oftast eru nefndir á öllum kjörseðlum - enda er það ekki tilgangurinn í þessu forgangsröðunarkeri!

Svo skil ég ekki hvernig þú færð út að það voru eitthvað á við 10 manns af þeim sem komust inn sem voru ekki í topp 25 yfir þá sem fengur flest atkvæði í 1. val. Hvaða gögn ert þú eiginlega að skoða? T.a.m. er Ástrós Gunnlaugsdóttir í 36. sæti ef maður raðar eftir fjölda sem kaus í 1. val.

Tómas (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 11:18

17 identicon

Sorry en þú hlýtur bara að vera viljandi að reyna skilja þetta ekki. Það var tiltörlega einfalt að kjósa. Setur bara þann sem þú vilt helst í fyrsta sæti. Svo þann sem þú vilt næstmest inn í sætið þar á eftir. Talningakerfið, sem er mjög einfalt miðað við talningakerfi þingkosninganna, sér svo um að raða þessu upp á augljósan máta. Og kerfið sér til þess að það sé ólíklegt að atkvæðið þitt teljist ekki með.

Berum þetta saman við þingkosningakerfið okkar. Sumir þurfa 1000 atkvæði til að komast inn og svo aðrir kanski 2000. Svo er eitthvað sem heitir "flökkuþingmenn" sem að færast til og breyta því hvað mörg atkvæði þarf til að komast inn á svo gott sem random hátt milli þingdæma.

Þeir sem að skilja ekki kerfið eru bara ekki að reyna skilja þetta heldur grípa einhverjar 2-3 setningar úr hinum og þessum fréttum og búa til alveg nýtt talningakerfi sem þeir mótmæla svo.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 11:21

18 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég geri mér fulla grein fyrir kostum þessa kerfis þar sem það á við.  Það hefði bara ekki þurft að notast við það í þessu tilfelli, þar sem svona margir frambjóðendur voru í kjöri.  Þó nokkrir af þeim sem þú varst með á þínum atkvæððaseðli í sætum 2-25 hafi komist inn á þingið, þá var það ekki vegna þíns atkvæðis eða annarra, sem settu þá neðar en í fyrsta sæti.

Þeir 25 sem inn á þingið fara, fara þangað á þeim atkvæðum sem þeir fengu í fyrsta sæti, en ekki vegna atkvæði sem þeim voru greidd í sæti þar fyrir neðan.

Þetta er ekkert flókið.

Axel Jóhann Axelsson, 3.12.2010 kl. 11:22

19 identicon

Þetta er greinilega flókið fyrir þér.

Það er enginn munur á atkvæði frá mér sem þú færð sem kom frá þriðja sæti og atkvæði frá einhverjum sem setti þig #1. Og þó að það hafi ekki breytt uppröðuninni mikið í þetta sinn þá gerði það það að einhverju leiti sama hvað MBL segir um málið.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 11:36

20 identicon

Axel: Var Ástrós í topp 25. sæti ef maður raðar eftir 1. vali?

Tómas (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 11:48

21 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þessir frambjóðendur fengu úthlutað sæti á Stjórnlagaþingi:

  1. Þorvaldur Gylfason prófessor 7192 atkvæði sem fyrsta val
  2. Salvör Nordal forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ 2.842 sem fyrsta val
  3. Ómar Þorfinnur Ragnarsson fjölmiðlamaður 2.440 atkvæði sem fyrsta val
  4. Andrés Magnússon læknir 2.175 atkvæði sem fyrsta val
  5. Pétur Gunnlaugsson lögmaður og útvarpsmaður 1.989 atkvæði sem fyrsta val
  6. Þorkell Helgason stærðfræðingur 1.930 atkvæði sem fyrsta val
  7. Ari Teitsson bóndi 1.686 atkvæði sem fyrsta val
  8. Illugi Jökulsson blaðamaður 1.593 atkvæði sem fyrsta val
  9. Freyja Haraldsdóttir framkvæmdastjóri  1.089 atkvæði sem fyrsta val
  10. Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur 1.054 atkvæði sem fyrsta val
  11. Örn Bárður Jónsson sóknarprestur 806 atkvæði sem fyrsta val
  12. Eiríkur Bergmann Einarsson dósent í stjórnmálafræði 753 atkvæði sem fyrsta val
  13. Dögg Harðardóttir deildarstjóri 674 atkvæði sem fyrsta val
  14. Vilhjálmur Þorsteinsson stjórnarformaður CCP 672 atkvæði sem fyrsta val
  15. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri 584 atkvæði sem fyrsta val
  16. Pawel Bartoszek stærðfræðingur 584 atkvæði sem fyrsta val
  17. Erlingur Sigurðarson fv. forstöðumaður Húss skáldsins og kennari við MA 526 atkvæði sem fyrsta val
  18. Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor 531 atkvæði sem fyrsta val
  19. Katrín Oddsdóttir lögfræðingur 479 atkvæði sem fyrsta val
  20. Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðamaður og háskólanemi 493 atkvæði sem fyrsta val
  21. Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands 432 atkvæði sem fyrsta val
  22. Katrín Fjelsted læknir 418 atkvæði sem fyrsta val
  23. Ástrós Gunnlaugsdóttir nemi, stjórnmálafræðingur 396 atkvæði sem fyrsta val
  24. Gísli Tryggvason talsmaður neytenda 348 atkvæði sem fyrsta val
  25. Lýður Árnason læknir, kvikmyndagerðarmaður 347 atkvæði sem fyrsta val 

Nokkrir frambjóðendur fengu fleiri heildaratkvæði en sumt af fólkinu á þessum lista, en fékk ekki sæti á þinginu.  Því komu atkvæði greidd þeim í sæti 2-25 ekki til góða í þessari kosningu, einugis var miðað við atkvæði greidd fólki í fyrsta sæti.

Axel Jóhann Axelsson, 3.12.2010 kl. 11:54

22 identicon

Þú ert enn ekki að skilja þetta Axel.

Þetta voru ekki atkvæði. Hver kjósandi fær bara eitt atkvæði og það fer til þess aðila sem á möguleika að geta nýtt það í þeirri röð sem að þú vilt.

Taktu þér nú 5 mín til að kynna þér þetta kerfi sem er tiltörlega einfalt en þú, og MBL, virðast bara vera staðföst á því að gera þetta flókið. Þetta video er 4:30 að lengd og útskýrir þetta ágætlega. http://www.youtube.com/watch?v=y-4_yuK-K-k

Jón Grétar (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 11:59

23 identicon

Svo þú ert að viðurkenna að eftifarandi setning sem þú skrifaðir ofar er vitlaus:

"Þeir 25 sem inn á þingið fara, fara þangað á þeim atkvæðum sem þeir fengu í fyrsta sæti, en ekki vegna atkvæði sem þeim voru greidd í sæti þar fyrir neðan."

Nota bene: Ástrós var í 36. sæti ef maður raðar eftir 1. vali.

Það er erfitt að rökræða við fólk ef það er sífellt að skipta um umræðuefni og rugla saman hugmyndunum.

Það sem þú ert að lýsa er nákvæmlega _einkenni_ kerfisins. Það var löngu vitað fyrir fram að 1. sætið skipti langmestu máli.

Sá sem ég setti í 1. val komst ekki inn. Hinsvegar studdi ég 5 frambjóðendur, því þeir voru neðar á mínum kjörseðli. Hvernig geturu sagt að mitt atkvæði hafi ekki nýst í sætum 2-25?

Auk þess er rangt hjá þér að tala um heildaratkvæði frambjóðenda skv. þessum töflugögnum sem fylgja mbl.is greininni. Þetta excel skjal er EKKI að segja frá heildar ATKVÆÐAfjölda, heldur hversu oft þau voru skrifuð niður á blað. Það er alls ekki beint samband þar á milli.

Það er EKKI hægt að leiða niðurstöður kosninganna til lykta út frá þessu excel skjali. Til þess þarf að hafa alla kjörseðlana (og ég vil endilega að kjörstjórn sendi þá líka frá sér).

Tómas (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 12:01

24 identicon

Þú vilt kanski segja okkur Axel hvernig þú vilt láta gera einstaklingskosningu?

Jón Grétar (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 12:43

25 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er hægt að láta hvern kjósanda tilnefna einn mann og síðan komast þeir frambjóðendur að, sem flest atkvæði fá, í þessu tilfelli 25 efstu.

Í öðru lagi er hægt að láta hvern kjósanda tilnefna 25 af frambjóðendunum og síðan teldust atkvæðin þannig að sá telst efstur sem flest atkvæði fær í fyrsta sæti, næstur kemur sá sem er með flest aðtkvæði í 1.-2. sæti, þar næst sá sem flest atkvæði fær í 1.-3. sæti og svo framvegis, þangað til öllum sætum hefur verið úthlutað, í þessu tilfelli 25.

Einföld og góð kerfi, sem jafnvel eru notuð einhvers staðar í útlöndum, ef það er endilega viðmið um gæði einhverra ákveðinna kerfa.

Axel Jóhann Axelsson, 3.12.2010 kl. 13:28

26 identicon

Fyrsta kerfið nánast tryggir það að þeir sem komast inn eru með atkvæði örfárra. Þætti það frekar undarlegt að sá sem er í efsta sæti er þar með vilja kanski innan við 2-3% kjósenda. Og að allir 25 þingmennirnir þar eru samtals jafnvel með 25% kosningu.

Seinna kerfið sem þú mælir með, kallast Block Voting, hefur lítið verið notað á þessari öld enda víðfrægt fyrir að vera ósanngjarnt og troðfullt af stórum göllum. Auðveldlega hefði getað komið upp sú staða að sjálfstæðismenn myndu nýta sér það að vera einir í hægri flokk og getað komist inn með alla 25 þingmennina með aðeins 30-40% atkvæða á bakvið allann hópinn. Einnig er tactical voting stórt vandamál í því kerfi. Eitt dæmi um það er þegar að fólk notar 5 af atkvæðunum sínum í að kjósa fólk sem það vill ekki einu sinni inn, en er svipaður en óvinsælli útgáfa af fólki sem eru möguleg ógnun við þá sem þú vilt inn. Þú ert að boða kerfi sem að verðlaunar, enn meira en þingkosningakerfið okkar, þá flokka sem stunda undirförula framboðshætti.

Þú verður að skoða þessi mál aðeins áður en þú ferð að berjast fyrir hlutunum. Vegna þess að þú kvartar yfir ósanngirni og kemur svo með tvö verstu og ósanngjörnustu kosningakerfi sem gerð hafa verið sem að valda því að inni er fólk sem að nánast enginn kaus. Samaborðið við kerfið sem við notuðum þar sem inni eru fólk sem var á lista stærsta parts kjósenda.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 14:00

27 identicon

Skoðaði aðeins betur póstinn þinn og misskildi hvaða kerfi þú varst að tala um þarna í seinna skiptið. Hélt þú værir að tala um Block Voting þar sem að það eru enginn sæti heldur bara 25 atkvæði per kjósenda og flest atkvæði komast inn.

En ég sé ekki hvað er einfaldara eða sanngjarnara við þetta kerfi? Krefst þess nákvæmlega sama af kjósendum og er ekkert með einfaldari eða sanngjarnari talningu.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 14:05

28 identicon

Þetta er eins og að berja hausnum við vegg... Ef þú, Axel, heldur að þú getir komið með sanngjarnara kerfi en STV, þá þykist þú geta gert betur en þúsundir manna víðsvegar um heiminn sem hafa unnið í þessum geira í fjöldamörg ár.

Ert þú kannski háskólagenginn stærðfræðingur með áherslu á kosningakerfi? (sýnist reyndar ekki miðað við misskilning þinn á STV..).

Ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur, en mér finnst þú bara alls ekki _lesa_ neitt af því sem við Jón Grétar segjum.

Tómas (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 16:47

29 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég er alveg að skilja það sem þið Jón Grétar segið og skil hvernig STV kerfið úthlutar sætum, en finnst það einfaldlega hvorki betra eða deili sætum réttlátar en önnur kerfi, sem t.d. úthluta eftir heildaratkvæðafjölda í hvert sæti fyrir sig.

Í svona stórii atkvæðagreiðslu myndi alltaf vera erfitt fyrir einn flokk, eða ákveðinn hóp, að taka sig saman um að ná inn öllum fulltrúunum þar sem aldrei er hægt að vita fyrirfram um kosningaþátttökuna.

Tekið skal fram að ég er ekki stærðfræðingur með áherslu á kosningakerfi og veit heldur ekkert um hvort þið eruð það, en hins vegar er vel mögulegt að hafa áhuga á ýmsum málum, án þess að vera með doktorsgráðu í þeim öllum.

Axel Jóhann Axelsson, 3.12.2010 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband