Allir óánægðir með alla

Samkvæmt skoðanakönnunum er stór meirihluti þjóðarinnar hundóánægður með ríkisstjórnina og telur hana alls ófæra um að leysa úr vandamálum þjóðfélagsins.

Samkvæmt sömu könnunum er mikill meirihluti einnign óánægður með stjórnarandstöðuna, sem þó ræður engu og fær engin mál samþykkt í þinginu, þrátt fyrir að hafa lagt fram margar góðar tillögur og allar betri en ríkisstjórnin hefur komið með.  Samt telur meirihlutinn að stjórnarandstöðunni væri ekkert betur treystandi en stjórninni til að leysa úr vandamálunum.

Það sem vantar í þessar kannanir eru svör við því, hver á að stjórna landinu, ef það á ekki að vera ríkisstjór með þingmeirihluta á bak við sig. 

Gefa þessi svör til kynna að almenningur sé að kalla á einhverskonar einræði í landinu? 

Sýna þessar niðurstöður ef til vill að almenningur í landinu sé búinn að gefast upp og telji að landinu og vandamálum þess verði hreint ekki bjargað úr þessu?


mbl.is Fáir ánægðir með stjórnarandstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Við viljum fá Besta flokkinn til valda auðvitað. Jón Gnarr fyrir forsætisráðherra.

Hörður Sigurðsson Diego, 2.12.2010 kl. 10:23

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hörður, það er kominn tími til að hætta vitleysunni og fara að gera eitthvað af viti. 

Jón Gnarr og Besti flokkurinn eru búnir að sýna sig algerlega ófæra um slíkt.

Axel Jóhann Axelsson, 2.12.2010 kl. 10:36

3 Smámynd: Sigmundur H Friðþjófsson

Sæll Axel

Við hverju byst fólk.Um allan heim er talað um 100 daga hveitibrauðsdaga hja nyjum valdhofum.Eftir þann tima þurfa þeir að koma með eigin framtiðarsyn.A Islandi er enn verið að kenna um fyrri valdhofum og að það se þeim að kenna að ekkert hefur verið aðhafst.Fjolmiðlar eru mjog meðvirkir þar sem þeim yfirsast algjorlega spilaborg utrasarinnar.                       

Ef folk telur að HÆKKUN skatta se i lagi ef það er sett fram a sniðugan hatt,þa er Reykjavik i goðum malum.

Sigmundur H Friðþjófsson, 2.12.2010 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband