Stjórnlagaþingsmenn með hroka og yfirlæti

Varla var búið að tilkynna úrslit í kjöri fulltrúa á Stjórnlagaþing, þegar tveir þeirra komu fram í fjölmiðlum með hroka og yfirlæti og töluðu eins og þeir hefðu verið kjörnir til umbyltinga á þjóðfélaginu og hefðu umboð sitt beint frá guði.

Þorvaldur Gylfason, prófessor, talaði eins og hans einkaskoðanir væru orðnar að samþykkt nýrrar stjórnarskrár og þar skyldi verða kveðið á um helmings fækkun þingmanna á Alþingi og ráðherrum fækkað niður í fimm.  Með þessum tillögum sínum sagðist hann í raun vera að setja Alþingi af og stjórnarskrártillögur hans færu þar með beint í þjóðaratkvæðagreiðslu, án nokkurrar aðkomu Alþingismanna og þrátt fyrir ákvæði núverandi stjórnarskrár um tvöfalt samþykki Alþingis og kosningar skuli halda á milli afgreiðslna þingsins.

Eiríkur Bergmann, ESBáróðursmeistari, talaði á svipuðum nótum í viðræðuþætti í útvarpi, en Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona, sagðist hvergi hafa séð það í lögum um Stjórnlagaþingið að þannig mætti fara með tillögur að stjórnarskrárbreytingu, en Eiríkur gerði lítið úr slíkum smámunum, sem honum og Þorvaldi þykja lagaheimildir vera, ef þeim finnst eitthvað annað prívat og persónulega.

Þessir hrokagikkir og hugsanlega aðrir, sem ætla sér að taka sæti á Stjórnlagaþinginum með slíku yfirlæti, ættu að rifja það upp að þeir eru einungis kjörnir til að leggja tillögur að breyttri stjórnarskrá fyrir Alþingi, sem síðan yfirfer þær og annaðhvort breytir eða samþykkir, boðar svo til kosninga og leggur tillögurnar aftur fyrir nýtt þing, sem saman kemur að loknum þeim kosningum.

Yfirlætisfullir hrokagikkir á Stjórnlagaþingi verða að skilja og muna, að þeim hefur alls ekki verið falið að setja þjóðinni nýja stjórnarskrá, aðeins að leggja fram tillögur til Alþingismanna til nánari umfjöllunar. 

Það er lágmarkskrafa að Stjórnlagaþingsmenn byrji ekki á að boða brot á núverandi stjórnarskrá.


mbl.is Vörpuðu hlutkesti 78 sinnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Talaði hann ekki bara svona, þe. Þorvaldur, til að spara sér að segja endalaust, ég álít að?

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.12.2010 kl. 10:28

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki fannst mér það nú, við að hlusta á hann.  Hann talaði mjög ákveðið og skýrt um að svona skyldi þetta verða og að Alþingi skyldi ekki komast upp með það, að krukka neitt í tillögur Stjórnlagaþingsins.

Við nánari skoðun á hópnum sem kosinn var á þingið sér maður að það vantar "venjulegt" fólk þarna inn, t.d. verkamenn, iðnaðarmenn, fólk úr atvinnulífinu o.fl.  Nánast allir sem kosnir voru, eru opinberir starfsmenn eða a.m.k. meira og minna starfandi fyrir hið opinbera, þannig að líklega er þetta of einsleitur hópur til að endurspegla þjóðina.

Ekki bætti svo úr skák þegar Þorvaldur Gylfason sagði að flestir sem kosnir hefðu verið, væru vinir sínir og samstarfsmenn til margra áratuga og því sæi hann fram á að auðvelt yrði að semja nýja stjórnarskrá á þinginu.  Hann notaði ekki orðið "tillögu" að stjórnarskrá.

Axel Jóhann Axelsson, 1.12.2010 kl. 10:56

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég minni á að Þorvaldur talaði um að í ljósi reynslu annarra þjóða væri ráðlegt að Stjórnlagaþingið gerði bráðabirgðastjórnarskrá og síðan yrði tekinn sá tími sem þyrfti til þess að fullvinna hana og fá um hana sem víðtækasta sátt.

Ómar Ragnarsson, 1.12.2010 kl. 12:41

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ómar, það má segja að Þorvaldur hafi orðið svolítið tvísaga í þessu, því fyrst sagði hann að leggja ætti til fækkun þingmanna og ráðherra, þannig að Alþigi yrði vanhæft til að fjalla um nýju stjórnarskrána og því yrði hún að fara beint í þjóðaratkvæði, þó gildandi stjórnarskrá geri alls ekki ráð fyrir slíku ferli við breytingar á henni.

Seinna sagðist hann hafa verið að ræða við einn höfunda Suður-Afrísku stjórnarskrárinnar og sá hefði lagt til "bráðabirgðastjórnarskrá" sem yrði að "meltast í tvö til þrjú ár og Þorvaldur var ekki frá því að slíkt gæti verið skynsamleg leið.

Þar með var hann orðinn tvísaga um leiðirnar.

Axel Jóhann Axelsson, 1.12.2010 kl. 13:22

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Eigum við ekki að leyfa þinginu að koma saman áður en við skjótum það í kaf?

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.12.2010 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband