30.11.2010 | 08:59
Áttundi hver kjósandi skilaði "vafaatkvæði"
Margt á sjálfsagt eftir að ræða og rita um kosninguna til Stjórnlagaþings, sem fram fór á Laugardaginn var og tveir þriðju hlutar kosnigabærra manna hunsaði og liggja sjálfsagt margar ástæður þar að baki.
Eitt það merkilegasta við kosninguna er að áttunda hvert atkvæði skyldi vera "vafaatkvæði" vegna þess að það var vitlaust fyllt út að einhverju leyti, t.d. með númerum sem ekki voru til, auðum línum eða óskýrum tölustöfum. Það verður að teljast ótrúlega mikill fjöldi "vafaatkvæða" í þó ekki flóknari kosningu en þarna var um að ræða.
Það sem hins vegar er flókið við svona kosningu er útreikningurinn og úthlutun sæta á þingið, en afar erfitt verður fyrir kjósandann að átta sig á því eftirá hverjum nýttist atkvæðið hans, a.m.k. ef fleiri en einn af hans kjörseðli nær kosningu. Ekki er ólíklegt að þessi kosning drepi að mestu niður allar kröfur um persónukosningar í Alþingiskosningum og jafnvel kröfuna um að gera landið að einu kjördæmi.
Hvað sem því líður þá erum það við, rúmur þriðjunugur kjósenda, sem tókum að okkur að velja þá fulltrúa, sem eiga að leggja drög að stjórnarskrá fyrir alla þjóðina, hvað sem meirihlutinn meinti með því að skipta sér ekki af kosningunni.
Skilja ekki „hrufóttu“ atkvæðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst virkilega sorglegt þegar fólk skilur ekki hversu mikilvægt er að hafa kosningarétt, og nýta sér hann.
Bergljót Gunnarsdóttir, 30.11.2010 kl. 10:26
Þar er ég hjartanlega sammála. Kosningarétturinn er ekki allsstaðar fyrir hendi og því ættu þeir sem hans njóta að líta á það nánast sem heilaga skyldu sína að nýta hann í hvert einasta sinn, sem kosningar fara fram í sveitastjórnir, til Alþingis og svo um einstök mál, þá sjaldan þau eru lögð í þjóðaratkvæði.
Axel Jóhann Axelsson, 30.11.2010 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.