492 eða 498 verða ósáttir

´Seinnipartinn í dag verða birt 25 nöfn þeirra sem kosnir voru á Stjórnlagaþingið, eða 31 nafn ef rétta þarf af kynjahlutföll. Þá verða 492 eða 498 frambjóðendur fúlir og munu fara mikinn á næstunni við að kenna öllu mögulegu um, að þeir hafi ekki náð kosningu.

Það verður kosningafyrirkomulagið sem verður gagnrýnt, að ríkisstjórnin skuli ekki hafa séð um að kynna frambjóðendur nógu vel, tíminn frá því að framboðsfrestur rann út til kosninga hafi verið of stuttur, kynning fyrir Íslendingum erlendis hafi ekki verið næg, sjómenn gátu ekki kosið margir hverjir og svona mætti lengi telja.

Tveir, þrír, frambjóðendur misnotuðu Úrvarp Sögu sér í vil og ráku gengdarlausan áróður fyrir sjálfum sér vikurnar fyrir kosninguna og taugaveiklun þeirra er slík, á meðan þeir bíða úrslitanna, að stöðin hefur verið undirlögð kvörtunum þeirra vegna kosninganna í morgun og hafa þeir nefnt allt til, sem hér að ofan var nefnt og margt fleira.  Svo langt var komið að farið var að krefjast erlendrar rannsóknarnefndar til að fara ofan í saumana á kosningunum og til að komast að því hvort hér hafi ekki verið á ferðinni eitt allsherjar samsæri, án þess þó að hugmyndaflugið næði til þess, hverjir stæðu á bak við það.

Nái Þessir frambjóðendur Útvarps Sögu ekki kosningu, munu þeir aldrei láta sér detta í hug að það hafi verið vegna þess að þeir væru ekki hæfastir frambjóðenda, heldur mun það vera öllu mögulegu öðru um að kenna.

Sama mun verða uppi á tengingnum hjá mörgum hinna 492 eða 498. 


mbl.is Úrslitin kynnt síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Finnbogason

Vona bara að allt verði talið, svo við fáum ekki Florida endurtekningu hér á klakanum.

Jón Finnbogason, 30.11.2010 kl. 11:41

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ef að líkum lætur á allt eftir að loga í kærum og kröfum um endurtalningu.  Vonandi endar það ekki með því að telja þurfi hvern einasta seðil handvirkt, því þá þyrfti að bíða fram yfir Stjórnlagaþing eftir niðurstöðunum, sem er auðvitað öfugsnúið, en þingið á að hefjast í Febrúar samkvæmt lögunum.

Axel Jóhann Axelsson, 30.11.2010 kl. 11:47

3 identicon

Ég hef verið að fylgjast með frambjóðendum sem ég kannast við og flestir eru þeir eins og ég nokkuð vissir um að þeir komust ekki að en nokkuð spenntir að sjá hverjir voru kosnir. Það er hins vegar töluverð þörf á því að greina kosningarnar - sérstaklega vegna lélegrar þátttöku - og margir af okkur munu taka þátt í því af þeirri einföldu ástæðu að við fylgdust betur með en aðrir.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 12:39

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mín kenning er sú, að aðalástæðan fyrir lélegri kosningaþátttöku hafi verið fyrirkomulgið sjálft, þ.e. að fólki fannst þetta ópersónulegt að því leyti, að það var ekki visst um hverjum atkvæðið myndi nýtast.  Fólk hafði kannski raunverulegan áhuga á að kjósa þrjá til fimm frambjóðendur, en vegna óvissu um hvort atkvæðið myndi nýtast þeim einstaklingum, var einfaldlega ákveðið að sitja bara heima.

Þetta byggi ég á samtölum við marga, sem ekki tóku þátt í kosningunni þrátt fyrir að maður væri að hvetja þá til þess.

Axel Jóhann Axelsson, 30.11.2010 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband