25.11.2010 | 19:31
Svíðingsverk Sparisjóðs Vestmannaeyja
Sparisjóður Vestmannaeyja hefur sýnt af sér ótrúlegan svíðingsskap gagnvart ábyrgðarmönnum á láni konu sem var áður búin að fá skuldina fellda niður. Fréttin skýrir svo frá þessu máli: "Konan fékk greiðsluaðlögun á síðasta ári og voru allar samningskröfur gefnar eftir að fullu, þar á meðal kröfur Sparisjóðs Vestmannaeyja á hendur henni. Sjóðurinn taldi hins vegar að ábyrgð ábyrgðarmannanna væri ekki fallin niður og höfðaði mál á hendur þeim þegar þeir neituðu að greiða."
Svona framkoma í samningum er með algerum ólíkindum og líkist ekki neinu öðru en innheimtuaðgerðum handrukkara og annarra glæpamanna. Að skrifa undir niðurfellingu skuldarinnar gagnvart konunni og innheimta hana svo hjá ábyrgðarmönnunum er svo ósvífið að engin orð ná yfir svona níðingsverk opinberrar lánastofnunar.
Annað hvort samþykkja lánastofnanir niðurfellingu skulda, eða þær samþykkja hana ekki. Að þykjast fella niður skuldir og innheimta þær svo síðar hjá ábyrgðarmönnum, sem að sjálfsögðu reikna með að ábyrgð þeirra falli niður með eftigjöf skuldarinnar, eru vinnubrögð sem ekki eru sæmandi lánastofnun, sem vill láta taka sig alvarlega.
Stjórnendur Sparisjóðs Vestmannaeyja eiga að skammast sín og biðja fórnarlömbin afsökunar á þessari glæpsamlegu framkomu sinni.
Lög um ábyrgðarmenn andstæð stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll; Axel Jóhann, jafnan !
Hafðu beztu þakkir; fyrir þitt þarfa verk, með þessarri enn einu flettingunni, ofan af sér-íslenzkum siðferðilegum sóðaskapnum, ágæti drengur.
Zimbabwe; Mugabe´s gamla, er orðið, á hærra plani en Ísland, og er þá mikið sagt.
Ég tók mér; það Bessa leyfi, að senda spjallvinum mínum, öllum; orðsendingu nokkra, til vakningar athygli þeirra, á þinni góðu grein, hér að ofan.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 20:03
Sæll Óskar Helgi og þakka góða kveðju þína.
Manni hreinlega blöskrar svona bakstungur, ekki síst þegar þeir þykjast ganga frá samkomulagi við konuna, en læðast svo að ættingjum hennar og vega þá úr launsátri.
Axel Jóhann Axelsson, 25.11.2010 kl. 20:17
Þetta er mjög athyglisverð frétt.
Ég skil hana þannig að "staðfesti hæstiréttur dóm Héraðsdóms Suðurlands um að tveir ábyrgðarmenn láns skuli greiða Sparisjóða Vestmanneyja rúma 1 miljón króna."
Má þá skilja dóminn þannig að Sparisjóðurinn geti lögum samkvæmt krafið ábyrgðarmennina tvo um greiðslu ENDA ÞÓTT kröfur Sparisjóðsins á hendur lántaka hafi verið felldar niður "að fullu" við samning um greiðsluaðlögun.
Er kannski þörf á einhverri lagabreytingu í sambandi við stöðu ábyrgðarmanna lántaka sem fengið hefur greiðsluaðlögun af þessu tagi??
Agla (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 22:07
Við nánari athugun á fréttinni sýnist mér að lagalegri stöðu ábyrgðarmanna hafi verið breytt með nýrri lagasetningu en að þetta lán hafi verið veitt fyrir þá breytingu og því séu skyldur ábyrgðarmanna í samræmi við þau lög sem giltu í þessu sambandi þegar lánið var veitt.
Skv. þessum dómum Hæstaréttar og Héraðsdóms á því Sparisjóðurinn rétt á að krefja ábyrgðarmenn lánsins um greiðslu.
Lögleg "bakstunga"?
Agla (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 22:21
Þetta tekur engu tali. Sé það löglegt er það lögleysa, en sé það ólöglegt er það hreint skíverk. Hvorutveggja getur ekki flokkast undir annað en glæpamennsku. Hvernig líður svona fólki eiginlega, ef fólk skyldi kalla?
Bergljót Gunnarsdóttir, 25.11.2010 kl. 23:52
Íslensktar lánastofnanir eru siðlausar gagnvart litla manninum og íslensk stjórnvöld ætla sér ekkert að vinna fyrir fólkið sem kaus það,eru of upptekin af sínum sukkvinum,hvað ætli sé búið að afskrifa hjá mörgum fjárglæframönnum í landinu,létta ábyrgð af mörgum bankastarfsmönnum,fría menn af ábygð fyrirtækja sem hafa fengið afskriftir,kúlulánamanna svona mætti lengi telja.
Svo á að sjúga hvern dropa úr hinum venjulega vinnandi manni sem hefur barist með blóði og svita allt sitt líf og svifta fólk öllu með einu pennastriki.Nei núna þarf fólk að setjast niður og koma þessu pakki frá með góðu eða illu strax,láta hart mæta hörðu það er verið að berja viljann úr þjóðinni það á að berja til baka,það þarf byltingu það er ekki hægt að horfa uppá fjöldamorð á fjölskyldum lengur.
Það er veruleikafyrrtur maður sem segir að það sé allt að ganga flott og samkvæmt áætlun á íslandi,þegar þúsundir svelta,tugþúsundir missa allt sitt,fjöldaflótti úr landi og atvinnutækifærum hent út um gluggan og talið réttlætanlegt.
Það er ekki í lagi með okkur sem þjóð og við eigum ekkert betra skilið ef við stoppum þetta ekki strax.
Friðrik Jónsson, 26.11.2010 kl. 08:55
Friðrik, ofbeldi leysir engan vanda og afleiðingar kreppu verða ekki afmáðar með pennastrikum eða töfralausnum. Kreppur bitna alltaf á almenningi, því öll þjóðfélög eru auðvitað ekkert annað en almenningur og engum til að dreifa nema honum til að bera þær byrðar, sem kreppur valda.
Hins vegar er hægt að beita skynsemi og heiðarleika við úrlausn mála, en það hefur greinilega ekki verið gert í þessu máli Sparisjóðs Vestmannaeyja. Það flokkast ekki undir neitt annað en óheiðarleika að fella kröfu niður af lántakandanum sjálfum, en sækja síðan kröfuna á hendur ábekingum. Slík vinnubrögð geta ekki flokkast undir neitt annað en glæpaverk.
Axel Jóhann Axelsson, 26.11.2010 kl. 09:08
Ég get ekki séð annað en það sé verið að beita almenningi ofbeldi hvern einasta dag hér á landi,er það ekki ofbeldi að stela öllu af saklausum fjölskyldum og setja þær í sára fátækt,er ekki fólk að fremja sjálfsmorð því það getur ekki lifað við að horfa uppá sína nánustu missa sitt vegna ábyrgða,er það ekki ofbeldi að láta þegnana þurfa að standa í röð eftir mat,þetta eru ofbeldisverk af verstu gerð í mínum augum,þetta er það sem við sáum fyrir þónokkrum árum síðan í fréttum frá sovétríkjunum og hrylltum okkur yfir,hvernig er annað hægt en að sjá þetta sem ofbeldi af verstu gerð hér?
Nei það á að taka harkalega á hlutunum hér strax og ef það þarf ofbeldi þá er það skárra í stuttan tíma ne þessi viðbjóður sem er í gangi núna.
Friðrik Jónsson, 26.11.2010 kl. 09:30
Stjórnvöld hafa ekki stolið neinu af saklausum fjölskyldum, það gerðu banka- og útrásargengin á sínum tíma og vonandi fá þau sina dóma eftir þeim lögum og reglum, sem um þeirra brot gilda.
Þó flestar aðgerir ríkisstjórnarinnar hafi verið til að tefja og skemma fyrir möguleikunum á að komast upp úr kreppunni og frekar orðið til að lengja hana og dýpka, þá hefur hún þó lagt fram ýmis úrræði fyrir þá sem dýpst hafa sökkt sér í skuldasúpuna, en allt of fáir hafa notfært sér, en bíða alltaf eftir einhverju meiru, enda er Jóhanna ekki betri leiðtogi en það, að hún getur aldrei sagt af eða á, um hvort von sé á einhverjum frekari aðgerðum í þessum efnum, eða ekki.
Að ætla sér með ofbeldi gegn stjórnkerfi landsins er vægast sagt sama aðgerð og að hengja bakara fyrir smið.
Axel Jóhann Axelsson, 26.11.2010 kl. 10:16
Ég get bara ekki verið sammála þér í þessu varðandi spillinguna,stjórnmálamenn hafa stutt við hana frá byrjun og eru enn að því,svo eru stjórnvöld og dómstólar á fullu að réttlæta afskriftir og verndun fjármagns þeirra sem áttu allt.Bara það að hafa tryggt innistæður að fullu á sínum tíma sem var að mestum hluta í eigu auðmanna og virða eignir litla mannsins einskis er glæpur út af fyrir sig í mínum bókum.
Það flokkast ekki undir hjálp að taka allar eigur af fólki og dæma ábyrgðamenn sem er oftast fjölskylda að borga síðan áfram,ég sé það sem ofbeldi og ekkert annað og að segja að það sé verið að finna góðar lausnir fyrir fólk er bara ekki satt.
Hvað heldurðu að allt þetta kjaftæði sem´stjórnin er að gera gagnvart suðurnesjamönnum kosti fólkið á svæðinu,það hefur allt verið stoppað í fæðingu,það er fyrir heimamann einelti og ofbeldi af verstu sort.
Eins og einn góður söngvari söng einu sinni og á vel við,SOME TIMES YOU HAVE TO FIGHT TO ME A MAN.
Friðrik Jónsson, 26.11.2010 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.