Eignarétturinn þarfast ekki endurskoðunar

Árni Páll Árnason segir að löggjafinn þurfi að fara yfir ákvæði laga um eignarrétt í kjölfar dóms Hæstaréttar um að Sparisjóði Vestmannaeyja hafi verið heimilt að ganga að ábyrgðarmönnum láns, sem sparisjóðurinn hafði þó fellt niður gagnvart lántakanda, sem fengið hafði samþykkt allra aðila, þ.m.t. sparisjóðsins fyrir skuldaaðlögun og niðurfellingu skulda.

Um þessa glæpamennsku Sparisjóðs Vestmannaeyja var fjallað í fréttum í gær og var af því tilefni  BLOGGAÐ um málið og þessa ótrúlegu bíræfni stjórnenda sparisjóðsis, sem algerlega gengur fram af fólki fyrir þá ósvífni sem að baki liggur.

Hins vegar þarf ekkert að breyta lögum um eignarrétt, eða skerða hann á nokkurn hátt, í framhaldi þessa dóms Hæstaréttar.  Það sem þarf að gera, er að þeir starfsmenn sem sjá um frágang samninga um skuldaniðurfellingar og skuldaaðlögun gangi almennilega frá málunum, þ.e. að fá uppáskrift lánadrottna um að niðurfelling skuldar sé alger niðurfelling og kröfum verði ekki haldið á lofti gagnvart öðrum en upphaflegum skuldara, hvort sem ábyrgðarmenn hafi verið á lánunum eða veð fengið að láni frá ættingjum eða vinum.

Með skuldaaðlögun og skuldaniðurfellingu verði mál afgreidd í eitt skipti fyrir öll, þannig að siðlausir stjórnendur lánastofnana eða aðrir siðleysingjar gangi ekki að óviðkomandi fólki með kröfur sínar, eftir að hafa þóst fella þær niður áður gagnvart lántakandanum sjálfum.

Það eina sem þarf er heiðarleiki í uppgjör þessara mála.


mbl.is Löggjafinn fari yfir dóm Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband