Þýskaland herðir tökin á ESB smátt og smátt

Ráðamenn ESB tala sífellt opinskár um að herða tökin á efnahagsmálum aðildarlandanna og að færa þurfi þá stjórnun "inn á miðjuna", en á mannamáli þýðir það að Þýskaland, hugsanlega í samráði við Frakkland, eigi alfarið að hafa efnahags- og fjármálastjórnun álfunnar í sínum höndum.

Undanfarna daga hafa þessir ráðamenn einnig viðurkennt að evran sé að hruni komin sem gjaldmiðill og henni verði ekki bjargað nema með harðri miðlægri stjórn aðildarríkjanna og þó Þýskaland hafi hingað til verið sterkasta ríkið í sambandinu vilja Þjóðverjar nú enn herða tökin og stjórna efnahagsmálum Evrópu út frá sínum hagsmunum og önnur lönd verði þar með skattlönd þeirra, eins og Grikkland og Írland eru þegar orðin og fleiri lönd munu fljótlega bætast í þann hóp, t.d. Portúgal, Spánn og Ítalía, svo fáein ESBlönd séu nefnd.

Nú er Merkel, Þýskalandskanslari farin að tala opinskátt um þessi mál og lýsa þeim vilja Þóðverja að fleiri en þýski ríkissjóðurinn taki áhættu af bankarekstri álfunnar og ríkisskuldabréfaútgáfu aðildarlandanna og nefnir þar til sögunnar þá áhættufjárfesta sem keypt hafa ríkispappírana.  Þá er hún einnig loksins farin að viðurkenna veikleika evrunnar, t.d. með þessum orðum:   „Ég vil ekki mála of dramatíska mynd, en ég vil þó segja að fyrir ári síðan hefðum við aldrei getað ímyndað okkur þá rökræðu sem við þurftum að taka í vor og þær aðgerðir sem við höfum þurft að grípa til."

Vonandi fer fljótlega að draga úr Samfylkingarlyginni um dásemd ESB og evrunnar, fyrst leiðtogar sambandsins eru sjálfir farnir að viðurkenna hversu mislukkað hvort tvegga er í núverandi mynd.


mbl.is Merkel segir nauðsyn að setja markaðnum takmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

það væri í takt við annað sem þessi Ríkisstjórn gerir að skrifa undir aðild að ESB án þess að nokkur viti fyrr en eftir á- við verðum þá Len í Þyskalandi og fengjum fallandi evru í staðinn fyrir fallandi krónu.

Kv

Erla Magna

Erla Magna Alexandersdóttir, 24.11.2010 kl. 11:07

2 identicon

Engar áhyggjur, við ætlum ekki að taka yfir Ísland.

Ísland er ekki eins merkilegt og margir halda.  Sagan og menningin, jú.   En hvað ættum við annars að vilja?

Nokkra fiska?  Íslendingar eiga úthafsfiskveiðiflotan okkar.  Hafið þið pælt í því?

Líklegast væri best ef ríkisstjórnin okkar hér í Þýskalandi tæki eignir Íslendinga eignarnámi.  Miðað við það hvernig þeir hafa hagað sér í viðskiptum á erlendis.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 13:01

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Stefán, það er gott að þið ætlið ekki að yfirtaka Ísland, þið eigið nóg með það sem fyrir er og ef fer sem horfir, er það meira að segja allt of mikið til að ráða við.

Axel Jóhann Axelsson, 24.11.2010 kl. 13:08

4 identicon

Það er ekki of mikið til að ráða við.  Þýskaland hefur 82 milljónir íbúa og ekkert efnahagshrun.  Þær þjóðir sem hafa átt í efnahagsvandræðum vegna "áhættufíknar" eru miklu smærri.  Þar á meðal Ísland.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 13:12

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Stefán, það er alveg rétt hjá þér að Þýskaland hefur nóg með að bjarga evrunni og smærri löndunum í ESB, svo sem Írlandi, Portúgal, Spání, Ítalíu, Grikklandi og  Eystrasaltslöndunum, svona til að nefna einhver smáríki innan stórríkisins, þannig að ekki er nú Íslandi bætandi á þennan lista þurfandi ESBsmáríkja.

Það verður ekki langt þangað til að verulega fer að hrikta í stoðunum í Þýskalandi, ef svona heldur áfram með smáríkin.

Axel Jóhann Axelsson, 24.11.2010 kl. 13:42

6 identicon

Það er einnig ljóst að þá mun fiskverð svo og álverð lækka mikið og þá er Ísland líka í miklum vandræðum.

Það helst allt saman í hendur.

ESB er ekki stórríki.  Það er mikill miskilningur.  Það er aldrei talað um stórríki ESB erlendis, aðeins á Íslandi.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 13:47

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kannski er það af því að enginn nennir að lesa Lissabonsáttmálann, né fylgist með fréttum eins og t.d. ÞESSARI og öðrum álíka af umræðunni innan elítunnar hjá ESB.

Axel Jóhann Axelsson, 24.11.2010 kl. 13:56

8 identicon

Er það þá lýðveldið ESB?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 14:03

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er a.m.k. þegar búið að kjósa forseta ESB, þó Lissabonsáttmálinn sé ekki kominn að fullu til framkvæmda og stórríkið því ekki endanlega komið á koppinn.  Annars eru þetta tómir útúrsnúningar hjá þér og bæta engu við umræðuna.

Þú ætti að lesa ÞESSA frétt og aðrar sem birtast um þessi mál og þá sérðu að það er verið að ræða þessi efni í alvöru og án fíflaláta.

Axel Jóhann Axelsson, 24.11.2010 kl. 14:15

10 identicon

Axel, ég hef búið við evru frá fyrsta degi.  Ég veit hvað ég er að tala um.

En menn eru oft sérfræðingar í því sem þeir ekki þekkja.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 14:26

11 identicon

Frá fyrsta degi hennar á ég við.  Ekki frá mínum fyrsta degi

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 14:27

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég get ekki annað en óskað þér til hamingju með að hafa svona miklu meira vit á evrunni en sjálf Angela Merkel og aðrir minni spámenn ESB, svo sem seðlabakastjórar, að ekki sé nú minnst á Strauss-Khan, forstjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Axel Jóhann Axelsson, 24.11.2010 kl. 14:38

13 identicon

Axel, ég er það ekki, ég hef ekki sagt það.

Ætla þessir sérfræðingar sem þú nefnir að fara að leggja niður evruna sem gjaldmiðil?

Hvar hefur verið alvöru umræða um það?  Ýmsir hagfræðingar hafa verið á móti evrunni alveg frá upphafi, alveg eins og margir hagfræðingar eru á móti bandaríska seðlabankanum.

Margir hagfræðingar voru á móti sameiningu Þýskalands.

Ef lífið væri aðeins hagfræði þá væri margt í okkar lífi öðruvísi.  Sem betur fer er lífið ekki aðeins hagfræði.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 14:50

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Stefán, þessi umræða um evruna hefur farið fram víða og leyfi ég mér að benda þér á að lesa svolítið af skrifum ÞESSA bloggara, en hann vísar í ótal heimildir og tengla, sem þú getur skoðað til að fullvissa þig um að evran er langt í frá traustur gjaldmiðill og það kostar mikið að halda henni á floti sem slíkum og alls ekki allir sammála um að það muni ganga til lengdar.

Við skulum ekkert vera að gefa okkur út sem einhverja sérfræðinga um þessi mál, það er nóg af slíkum, sprenglærðum, sem birt hafa mikil skrif, sem gott er að lesa til þess að sjá hvað er að gerjast um þessar mundir í ESB- og evrumálum.

Axel Jóhann Axelsson, 24.11.2010 kl. 15:00

15 identicon

Axel, ég gef lítið fyrir skrif þessa bloggara. 

Heimildirnar tekur hann úr samhengi.  Fullyrðingar sem hann svo gefur sér hefur hann engar heimildir fyrir.

Næst þegar þú lest bloggið hans, þá sérðu að hann vitnar í einhvern.  Svo þegar hann fullyrðir eitthvað, þá er það ekki með tilvitnun í heimildirnar.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 15:08

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Stefán, það þýðir ekkert að berja hausnum við steininn endalaust og segjast bara ekki taka neitt mark á þeim sem halda fram öðrum málstað en þú sjálfur.  Það bætist endalaust við lista þeirra, sem eru að tapa trúnni á ESB og evruna og þú verður bara að fylgjast með þeim skrifum með opnum huga.  HÉRNA bætist t.d. við enn ein fréttin erlendis frá um þessi mál og er nú málflutningurinn að færast yfir í sífellt meira háð og grín vegna trúarinnar á framtíðarsæluríkið ESB.

Axel Jóhann Axelsson, 25.11.2010 kl. 09:36

17 identicon

Já, fín frétt.  En segðu mér eitt.  Lenti Grikkland í greiðslufalli?  Báðu Írar um aðstoð eða voru þeir "neyddir" til að þiggja aðstoð?

En ef þú ert að leita að sæluríki, þá er það ekki til.  Það hefur aldrei verið til neitt sæluríki.  Venjulegir stuðningsmenn ESB vita það að það er ekki til neitt sæluríki.

En eins og ég hef áður sagt, þá eru andstæðingar ESB alltaf að tönglast á einhverju sæluríki og einhveri paradís.

Maður tekur til heima hjá sér áður en maður fer að taka til hjá öðrum.  En í dag er lítil tiltekt á Íslandi og erlend ríki mikið gagnrýnd fyrir vitleysisgang.  

Ég hef búið í Þýskalandi í 9 ár.  Ég var andstæðingur, en ég skal segja þér það að það er engin ástæða að vera á móti ESB.  

Allar sögusagnirnar eru rangar.   Þetta er spurning um hugarfar.  Að vera opinn fyrir samstarfi í Evrópu.

Ég get líka sett inn marga hlekki hérna sem sýnir hið gagnstæða.  Það er alltaf þannig.

Þess vegna segi ég hugarfar.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 13:02

18 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki er ég á móti ESB, aðeins inngöngu Íslands í það.  Við þurfum ekkert sæluríki, bara okkar litla sjálfbæra samfélag hérna norður í höfum, í sátt og samlyndi við aðrar þjóðir og með viðskiptasamninga við þá sem við kærum okkur um.  Við höfum ágætis samninga við ESB og höfum ekkert við samruna að gera.

ESB er áreiðanlega mjög gott fyrir Þýskaland og sjálfsagt fleiri ríki.  Það er þar með sagt að Ísland verði að vera þar innanborðs.  Við getum vel komist af án þess.

Axel Jóhann Axelsson, 25.11.2010 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband