Útrásarvíkingur í vesturvíking

Nú er útrásarvíkingurinn Pálmi í Iceland Express kominn í víkingahaminn á ný og nú á að sýna flugrekendum í Evrópu og Bandaríkjunum hvernig á að reka flugfélag, en af því hefur Pálmi mikla reynslu og nægir þar að benda á þátttöku hans í að rýja Icelandair af öllu eigin fé, þátttaka í gríðarlegu tapi af kaupum í American Airlines, kaupum, sölu og gjaldþroti Sterling ásamt því að koma Icveland Express undan þrotabúi Fons á gjafverði.

Þessi nýja útrás felst í því að selja flugfargjöld til Ameríku frá Danmörku á slíkum spottprís, að gamalgróin flugfélög í Evrópu, sem enn hafa nokkru eigin fé á að skipa í rekstri sínum, geta ekki með nokkru móti keppt við verð Iceland Express, enda hefur það flugfélag og eigendur þess aldrei þurft að hugsa um rekstarhagnað og eigið fé, enda aðstendurnir með mikla reynslu af rekstri félaga með tapi og uppþurkun eigin fjár, sem hvort tveggja hefur síðan verið látið öðrum til að borga, þ.e. lánadrottnum og íslenskum skattgreiðendum.

Eina spurningin sem vaknar við lestur fréttarinnar er hvort öllum sé sama þó sömu persónur og leikendur séu enn að bendla nafni lands og þjóðar við útrásarrugl.


mbl.is Iceland Express efnir til verðstríðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Þessar vikurnar er IEX að bjóða farþegum sínum til USA uppá Boeing 737 sem þarf að millilenda á leiðinni til Newark. 

Hvað verðstríð varðar þá mun ekkert flugfélag vera að eltast við undiverðlagningu IEX.  Það merkilega er að það er hægt að finna lægstu fargjöld á næstum öllum þeirra flugum fram að jólum, sem segir manni það að það er ekkert að flytja hjá þeim, og þeir sitja uppi með tapið. 

Verði þeim að góðu.

Hvumpinn, 22.11.2010 kl. 10:55

2 identicon

Það má taka það fram að þótt IEX sé með 737 á þessari leið hefur aðeins einu sinni þurft að millilenda, og það var á leiðinni til Newark í miklum mótvind.

Ég get engan vegin skilið afhverju það að mönnum finnst það slæmt að IEX sé að bjóða uppá lægri fargjöld en aðrir á þessari leið. Það er algerlega ákvörðun neytandans að velja flugfélagið sem hann flýgur með. Sumir eru bara tilbúnir að leggja á sig millilendingu eða minni þægindi í flugferðinni sinni til að spara aur, sem er í mörgum tilfellum umtalsverðar fjárhæðir.

Bingo (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 12:04

3 identicon

Þetta er góð kynning fyrir landið okkar.. þetta fær kannski fólk til að stoppa hérna þó það sé ekki nema einn dagur... en á einum degi getfa túristar-ferðamenn peninga í kassann...

það er nú bara þó nokkuð mikið af farþegum með Iceland Express... svo þeir eru ekki að fara með hálf tómar vélar. 

en það sem þeir eru að gera sniðugt, er að þeir eru þá að kynna landið okkar, því jú nafnið tengist landinu okkar, Iceland -Iceland, og er það ekki frábært að svo sé... 

og með því að bjóða uppá þetta í einhvern tíma koma þeir  nafninu inn og styrkja félagið, sem hefur nú aldeilis gert okkur kleiftað ferðast ódýrara..

Ég er endalaust þakklát fyrir að Iceland Express sé til...... heyr heyr.....

Kreppa Sleppa (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 12:04

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er stórmerkilegt að sjá að ennþá er til fólk sem þakkar útrásarvíkingunum fyrir að "auglýsa" landið og telja það vera hið besta mál, að til þess sé notað félag sem nánast var stolið út úr þrotabúi Fons á sínum tíma, a.m.k. miðað við það verð sem var á félaginu þegar Pálmi og Jón Ásgeir voru að selja það á milli hlutafélaga í sinni eigu stuttu fyrir gjaldþrot Fons.

Það er fyrir stuðning þessa fólks og annarra sama sinnis, sem þessi útrásargengi komast upp með að stunda viðskipti sín ennþá, eins og ekkert hafi í skorist og halda öllum sínum undanskotnu lúxuseignum út af fyrir sig um víða veröld.

Manni hefur nú stundum orðið óglatt af minni viðbjóði en þessu þakklæti til útrásargengjannna.

Axel Jóhann Axelsson, 22.11.2010 kl. 12:56

5 identicon

Herra Axel

Heldur þú að landið okkar væri eitthvað betur statt í dag ef að Iceland Express væri ekki til? Heldur þú að þeir útlendingar sem að koma hingað til Íslands hafi eitthvað vit á útrásarvíkingum og þess háttar pólitík?

Það er klárt mál að ef Iceland Express væri ekki til væri ekkert aðhald við Icelandair og við værum að borga okurverð fyrir það að ferðast út fyrir landsteinana! Útlendingum er skítsama um hver á fyrirtækið eða hver átti það og seldi það hverjum.

Þú Herra Axel heldur bara áfram að ferðast með Icelandair og borgar premium verð fyrir það... Við hin sem höfum ekki þann lúxus að geta borgað toppverð fyrir það að ferðast getum haldið áfram að þakka fyrir það að Iceland Express sé til!

Bingo (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 14:15

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það má vel vera að útlendingum sé sama um eignarhaldið á Iceland Express, en Íslendingum á ekki að vera sama um það.  Ýmis félög hafa verið tekin af útrásargengjunum en eru eftir sem áður í rekstri og má þar nefna t.d. Haga, Húsasmiðjuna, Dominos, Sjóvá o.fl.

Fyrirtækin eru annaðhvort í eigu bankanna eða hafa verið seld, en a.m.k. kosti er þeim ekki stjórnað af sömu glæpagengjunum og komu þjóðfélaginu á hausinn.

Öll samkeppni er af hinu góða og Iceland Express gæti vel veitt harða samkeppni við Icelandair, en það þyrfti að vera á eðlilegum grundvelli, en ekki í skjóli undandráttar úr þrotabúi fyrir spottprís.  Sömu aðilar og stungu Iceland Express undan þrotabúi Fons voru áður búnir að eyðileggja fjárhag Icelandair og hirða allt eigið fé út úr því og því geta allir séð, að þessi samkeppni er ekki rekin á eðlilegan og heiðarlegan hátt.

Þeim sem er sama við hvers konar kumpána þeir skipta, kaupa t.d. þýfi af innbrotsþjófum og láta sig engu skipta hvernig viðkomandi söluvara komst í hendur seljandans.  Það er þó sem betur fer mikill minnihluti þjóðarinnar, sem hefur áhuga á slíkum viðskiptum.

Axel Jóhann Axelsson, 22.11.2010 kl. 14:27

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Kreppa sleppa kemur ekki undir nafni því leiðir maður líkum að því að þar sé útrásarvíkingur á ferð!

Sigurður Haraldsson, 22.11.2010 kl. 16:35

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sama er að segja um Bingo.  Væri ekki hissa þó hann tengdist fyrirtækinu nánum böndum.

Axel Jóhann Axelsson, 22.11.2010 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband