Lýðskrum

Framsókn og Hreyfingin hafa nú farið fram á fund með ráðherranefndinni, sem enn er að störfum við að finna út hvernig á að útskýra fyrir fólki að ekki verði um frekari ráðstafanir að ræða af hálfu hins opinbera vegna skuldamála einstaklinga.

Þó Jóhanna Sigurðardóttir hafi látið það út úr sér í skelfingarkasti vegna drunanna í tunnunum á Austurvelli 4. október s.l., að vel kæmi til greina að fara út í 15,5% flata niðurfellingu á öllum húsnæðisskuldum, þá meinti hún auðvitað ekkert með því og var enda löngu búin að gefa út yfirlýsingu um að ekkert slíkt væri í spilunum.

Nú ætla Framsókn og Hreyfingin að snúa hnífnum í sári Jóhönnu og pína út úr henni nýja staðfestingu á því að ekki standi til að ráðast í almennar aðgerðir vegna húsnæðisskulda og má reyndar segja að tími sé til kominn að fólk sé upplýst um það í eitt skipti fyrir öll og hætti þar með að bíða eftir því sem aldrei kemur.

Það er tómt lýðskrum að halda áfram að ýja að því að eitthvað verði af flatri lækkun húsnæðisskulda. Það er heiðarlegra að segja sannleikann strax og þá hættir fólk að bíða eftir því sem aldrei kemur og snýr sér að því að vinna í sínum málum miðað við þá raunverulegu möguleika sem það hefur í sinni stöðu.

Það er vel gert af Framsókn og Hreyfingunni að knýja á um heiðarlega yfirlýsingu frá Jóhönnu og Steingrími og hætta um leið öllu lýðskrumi sjálf.


mbl.is Þingmenn óska eftir fundi með ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband