Kreppan varir næstu tíu til fimmtán ár

Ríkisstjórnin keppist við að að blekkja þjóðina með síendurteknum yfirlýsingum um að nú sé botni kreppunnar náð og smjör fari að drjúpa af hverju strái strax næsta vor.  Einnig slá ráðherrarnir úr og í varðandi aðgerðir í skuldamálum heimilanna og þrátt fyrir að vera búin að slá flata skuldaniðurfellingu allra fasteignalána  út af borðinu, kom Jóhanna Sigurðardóttir fram í sjónvarpi, skelfingin uppmáluð og með hellur fyrir eyrum eftir tunnuslátt á Austurvelli þann 4. Október s.l., og lofaði að farið yrði í 15,5% niðurskurð allra slíkra lána og yrði það nánar kynnt "í næstu viku", þegar búið yrði að "útfæra" tillögurnar nánar.

Kjarkinn hefur Jóhanna verið að endurheimta smátt og smátt og er farin að gefa í skyn aftur að ekki sé "hagkvæmt" að fara í flata skuldaniðurfellingu, en það sé ekki af því að hún vilji það ekki sjálf, heldur vegna þess að bankar, lífeyrissjóðir og aðrar lánastofnanir séu þau illu öfl, sem hún ráði ekkert við.

Ríkisstjórnin er nú búin að sitja við völd í tæp tvö ár og í stað þess að leiða þjóðina út úr kreppunni hefur hún unnið að því öllum ráðum að lengja hana og dýpka með því að berjast gegn hvers konar atvinnuuppbyggingu og nægir að nefna svik hennar við allt sem hún lofaði í Sólstöðusamningunum, sem endaði með því að bæði atvinnurekendur og ASÍ slitu samstarfinu og telja öll tormerki á að vinna með þessari ríkisstjórn framar.

Því hefur oft verið haldið hér fram að kreppan verði bæði djúp og löng og nú staðfestir OECD þau orð , en viðhangandi frétt hefst á þessum orðum:  "Greining Íslandsbanka segir að aukin svartsýni Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) varðandi efnahagsmálin á Íslandi komi ekki á óvart enda hafi efnahagsbatinn hér á landi dregist á langinn. OECD reiknar nú með því að samdrátturinn verði bæði dýpri og viðsnúningurinn hægari hér á landi en stofnunin reiknaði með fyrr á árinu."

OECD spáir því einnig að atvinnuleysi verði meira á næsta ári en því sem nú er að líða, eða aukist úr 7,5% í 8,1% og fari síðan afar hægt minnkandi frá og með árinu 2012.  Með áframhaldandi stjórnarstefnu og verið hefur við lýði hér á landi tvö síðustu ár, verður þjóðféagið varla komið upp úr kreppunni fyrr en á árabilinu 2020-2025 og er það skelfileg framtíðarsýn.

Við verðum að fara að gera okkur fulla grein fyrir þessu og hætta að reikna með einhverjum jákvæðum breytingum á afkomunni fyrr en að mjög mörgum árum liðnum. 

Næstu tíu til fimmtán árin verða ár hertrar sultarólar og fátæktar stórs hluta þjóðarinnar.


mbl.is Svartsýni OECD kemur ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Vissi það reyndar alltaf að það myndi teygjast á þessu ástandi. En þetta er jú afleiðingin af græðgis- og einkavinavæðingu Sjálfstæðisflokksins sem ég vona að komist aldrei aftur til valda.

Sævar Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 19:38

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ræfildómur núverandi ríkisstjórnar og barátta hennar gegn atvinnu fyrir vinnufúsar hendur kemur Sjálfstæðisflokknum nákvæmlega ekkert við.

Vonandi fer þessi stjórn frá sem fyrst og í ríkisstjórn komi fólk, sem ræður við að koma hjólunum til að snúast á ný í þjóðfélaginu.

Axel Jóhann Axelsson, 19.11.2010 kl. 22:25

3 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæll Axel, lausnin er eins og við vitum báðir er að veiða fisk á línu og handfæri setja alla smábáta af stað, nægur fiskur er í sjónum en það má ekki veiða hann það er verið að búa til fátækt í landinu,

afleiðingin er þessi í dag var verið að dæma morðingja Hannesar Þórs, brasilíufanginn er á heimleið um 25.ísl í fangelsum erlendis.Við eigum bestu matreiðslumennina í heimi afhverju ekki að fara í útrás erlendis eins og Halldór Gröndal gerði 1966 London lamb

Bernharð Hjaltalín, 19.11.2010 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband