Beiðni til frambjóðenda til Stjórnlagaþings og þeirra, sem til þekkja

Vinsamlega bendið mér á frambjóðendur til Stjórnlagaþings, sem munu leggja til, eða styðja, að algert bann verði sett í stjórnarskrána við fullveldisafsali til yfirþjóðlegra stofnana eða erlendra ríkja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Erna Steinarsdóttir

Ég vil að í stjórnarskrána komi ákvæði um að Íslands sé frjálst og fullvalda ríki og mér finnst alveg fráleitt að fara að undirbúa stjórnarskrána með einhverjum hætti undir aðild að ESB eða annarra ríkjasambanda. Það liggur ekkert fyrir að Íslendingar vilji ganga í slík ríkjasambönd.

Kveðja

Elín Erna Steinarsdóttir

6681

Elín Erna Steinarsdóttir, 18.11.2010 kl. 17:15

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mér er ánægja að því, Axel Jóhann, að geta nefnt hér eftirfarandi 14 samherja um fullveldisréttindi Íslands (tenglarnir við nöfn þeirra eða númer vísa til vefsíðna þeirra). Vonandi bætast enn fleiri við innan skamms!

    • Alvar Óskarsson, eldri borgari, skeleggur á Útvarpi Sögu, auðkennistala í kosningunni: 6549.

    • Baldur Ágústsson, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og flugumferðarstjóri, auðkennistala: 5031. Mikill fullveldissinni. Talar reglulega í Útvarpi Sögu á fimmtudögum kl. 12.40–13.00.

    • Benedikt Garðar Stefánsson flugvirki, auðkennistala: 6098. Hann ritar: "Ég er á móti aðild að Evrópusambandinu á þessum tímamótum og tel að það þurfi að fara yfir alla samninga við önnur lönd."

    • Elín Erna Steinarsdóttir leikskólastjóri, auðkennistala: 6681. Hún ritar HÉR: "Ég vil að í stjórnarskrána komi ákvæði um að Íslands sé frjálst og fullvalda ríki og mér finnst alveg fráleitt að fara að undirbúa stjórnarskrána með einhverjum hætti undir aðild að ESB eða annarra ríkjasambanda. Það liggur ekkert fyrir að Íslendingar vilji ganga í slík ríkjasambönd."

    • Pétur Gunnlaugsson lögfræðingur, hinn góðkunni dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu, auðkennistala: 2292.

    • Sigurbjörn Svavarsson rekstrarfræðingur, Mosfellsbæ, situr í bráðabirgðastjórn Samtaka fullveldissinna, auðkennistala: 4679.

    • Sturla Jónsson vörubílstjóri, virkur talsmaður mótmælenda á Austurvelli, auðkennistala: 7957.

    • Tryggvi Gíslason málfræðingur, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri, auðkennistala: 6428.

    • Vilhjálmur Andri Kjartansson háskólanemi, auðkennistala: 7418. – Hann skrifar: "Stöndum vörð um fullveldið: Framsal á fullveldi er skerðing á sjálfsákvörðunarrétti komandi kynslóða. Slík ákvörðun verður að njóta stuðnings aukins meirihluta þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu."

    • Þorsteinn Arnalds verkfræðingur (sjá auglýsingu í Mbl. 10. nóv., bls. 13: 'Verjum fullveldið'), auðkennistala: 2358.

    • Og ég, Jón Valur Jensson, guðfræðingur og prófarkalesari, er með auðkennisstafina 8804. Hér er DV-stjórnlagavefsvæðis-greinayfirlit mitt. (nú þegar með 14 pistlum; smellið á tengilinn eða aðra tengla hér!

    Jón Valur Jensson, 18.11.2010 kl. 18:39

    3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

    Er með tvo á listanum hjá mér!!!!!!!!

    Bergljót Gunnarsdóttir, 18.11.2010 kl. 19:35

    4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

    Elín, ég þakka þér svarið og þér, Jón Valur, færi ég kærar þakkir fyrir þennan lista, sem þú setur hérna inn. Hann mun gagnast vel við að raða saman lista yfir þá frambjóðendur, sem kjósa skal.

    Það eina sem vekur undrun er, að ekki skuli fleiri hafa svarað þessu ákalli mínu, því frambjóðendurnir eru rúmlega fimm hundruð og ekki verður því trúað að flestir þeirra séu samþykkir því, að rýmka möguleika Samfylkingarinnar til að véla landið inn í stórríki Evrópu.

    Vonandi eiga einhverjir eftir að gefa upplýsingar um fleiri föðurlandsvini í hópi frambjóðendanna.

    Axel Jóhann Axelsson, 18.11.2010 kl. 20:20

    5 Smámynd: Sigurjón

    Haukur Nikulásson, númer 8518.

    Sigurjón, 18.11.2010 kl. 23:08

    6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

      Jón Valur er með góðan hóp,ég vil nefna Garðar Ingvarsson 4063

    Helga Kristjánsdóttir, 19.11.2010 kl. 01:24

    7 identicon

    ég mun kjósa einhverja úr þessum hópi.Það er alger nauðsyn að stjórnarskráin verji fullveldi Íslands

    sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 07:30

    8 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

    Ég á ekki von á að hægt sé að setja skilyrðislaust bann við afsali fullveldis, en það ætti að vera lafhægt að setja skilyrði fyrir því að það verði borið undir þjóðina í bindandi kosningu. Nái ég kosningu getur þú treyst því að ég mun leggja allt mitt í að afsal, hvort sem er fullveldis, auðlinda eða hverra annarra eigna þjóðarinnar verði borið undir þjóðina.

    Kjartan Sigurgeirsson,  frambjóðandi #4998

    Kjartan Sigurgeirsson, 19.11.2010 kl. 08:36

    9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

    Ég þakka svörin og þau munu nýtast núna þegar farið verður í að raða saman lista yfir þá sem settir verða á kjörseðilinn.  Þar munu fullveldissinnar verða í forgangi.

    Axel Jóhann Axelsson, 19.11.2010 kl. 08:48

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband