18.11.2010 | 15:08
Hneyksli í mannaráðningum
Að Guðbjartur Hannesson skuli taka nokkurn umsækjanda um stöðu ráðuneytisstjóra í Félags- og tryggingamálaráðuneytinu fram yfir Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi ráðuneytssstjóra og ráðherra, er ekkert annað en skandall af stærri gerðinni.
Þann tíma sem Ragna sat í ríkisstjórn bar hún höfuð og herðar yfir hina ráðherranna í hæfni og átti þar að auki farsælan feril að baki sem ráðuneytisstjóri og var auðvitað valin ráðherra vegna þess.
Það er óþolandi að hæfasti umsækjaninn sé neyddur til að draga umsókn sína til baka til þess að koma samflokksmönnum í embættin, sem losna í ráðuneytunum. Í tilfelli Rögnu var ekki um eitt ráðuneyti að ræða heldur tvö og þar með er um tvöfalt hneyksli að ræða.
Ekki er með þessu verið að setja út á persónur eða hæfni þeirra kvenna, sem ráðnar voru í stöðurnar, heldur verið að benda á að hæfasti umsækjandinn var látinn róa fyrir pólitískar ráðningar, sem núverandi ríkisstjórn var búin að heita að afleggja með öllu.
Hér með er skorað á Rögnu að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum og þar munu kjósendur örugglega láta hana njóta sannmælis.
Anna Lilja skipuð ráðuneytisstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kannski er hún ekki nógu góð í taumi? Ég er ekki að segja að hinar séu góðar í taumi, en þetta vekur tortryggni!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 18.11.2010 kl. 15:40
Maður er hættur að reikna með öðru frá samfylkingarráðherrum. En hvað eru ráðuneytisstjórarnir orðnir margir sem hafa verið ráðnir áf núverandi ráðherrum? Mér finnst þeir óeðlilega margir
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.11.2010 kl. 15:41
Meðferð stjórnmálamanna á þessum tveim ráðherrum
utan þingmannahjarðarinnar kemur í veg fyrir endurtekningu þess.
Hver vill láta koma þannig fram við sig, - þetta er afar slæmt fordæmi en þetta er viljandi gert svo ekki séu aðrir en stjórnmálamenn við pottana
þsverr (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 15:45
Ragna dró umsókn sína til baka. Lestu fréttina áður en þú færð brátt í brók
Freyr (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 15:57
Freyr, það þarf að skilja það sem maður les. Það kom fram að Ragna hefði nánast verið neydd til að draga umsóknir sínar til baka, til þess að hægt væri að koma pólitískum gæðingum í störfin.
Axel Jóhann Axelsson, 18.11.2010 kl. 16:02
Hatur bloggara og fíflagangur ríður ekki við einteyming. "Það kom fram að Ragna hefði nánast verið neydd til að draga umsóknir sínar til baka, til þess að hægt væri að koma pólitískum gæðingum í störfin" -- hvar kom það fram? Er Ragna Árnadóttir ekki sjálfráða?
Pétur (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 16:17
Hvar kom það fram Axel? Býrð þú yfir einhverskonar yfirskilvitlegum hæfileikum og sérð í gegnum holt og hæðir? Hunskastu bara til að viðurkenna að þú last ekki fréttina heldur bjóst til hneykslisfrétt í höfðinu á þér
Freyr (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 16:20
Pétur, hvaða hatur ert þú að tala um? Hver er þín skýring á því, að Ragna skuli hafa dregið báðar umsóknir sínar til baka, eftir að hafa verið af dómnefnd talin ein af hæfustu umsækjendunum?
Axel Jóhann Axelsson, 18.11.2010 kl. 16:21
Freyr, þú mátt gjarnan svara spurningunni sem beint var til Péturs hér fyrir ofan, um hver þín skýring er á þessu máli.
Axel Jóhann Axelsson, 18.11.2010 kl. 16:24
Í fyrsta lagi er nú ekki eins og að það komi okkur nokkurn skapaðann hlut við. Í öðru lagi get ég ímyndað mér ótal hluti sem hafi getað valdið því að hún dróg umsókn sína til baka. Í þriðja lagi leyfi ég mér að giska á að hún hafi fengið boð um aðra stöðu eða starf, og raunar heyrði ég það frá manneskju sem er málkunnug Rögnu að fyrir skemmstu hafi hún gefið hint um að svo væri.
Farðu varlega í samsæriskenningarnar og dómhörkuna Axel
Freyr (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 16:29
Ragna er búin að kynna sig fyrir þjóðinni með þeim hætti að hún nýtur virðingar umfram flesta Íslendinga. Tek undir með síðuhaldara, hún væri fín á Bessastöðum. Hvernig væri að bíða þess að Ragna svari því sjálf hvers vegna hún dró umsókn sína til baka? Einhver fjölmiðillinn togar það upp úr henni á endanum!
Björn Birgisson, 18.11.2010 kl. 16:35
Satt er það, Björn, að einhverjar skýringar verða á endanum gefnar út um orsakirnar og án þess að þekkja Rögnu neitt persónulega reikna ég ekki með því, að hún hnjóði í ráðherrana fyrir þennan pólitíska kapal.
Frey vil ég biðja að lesa ÞETTA og sjá að fréttamenn telja að umsóknir Rögnu um stöðurnar hafi valdið uppnámi hjá ráðherrunum, vegna þess að hefði hún haldið þeim til streitu, hefðu þeir lent í miklum vandræðum með að ganga fram hjá henni.
Axel Jóhann Axelsson, 18.11.2010 kl. 16:43
Saell Axel
Thad faeri vel a thvi ad svona asakanir vaeru betur undirbyggdar en raun ber vitni.
Ragna Arnadottir er mikilsvirt af ollum sem med henni hafa starfad, thar a medal nuverandi radherra. Ragna kaus ad draga umsokn sina til baka adur en kom ad vidtolum umsaekjenda vid radherra.
Hvers vegna hun dro umsoknina til baka er nokkud sem hun verdur ad akveda hvort hun greinir fra. Afstada thin mun tho vafalaust ekki breytast,ef marka ma skrid thin. Hvort nyr raduneytisstjori er I einhverjum flokki er mer ekki
Kunnugt um, en bendi a ad menn ryni I cv Onnu Lilju adur en hun er afgreitt med thessum obilgjarna haetti. Raunar var Ragna Arnadottir stimplud Samfylkingarkona.
Anna Sigrun Baldursdòttir (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 16:54
Tha a eg vid ad Ragna var stimplud Samfylkingarkona af bloggurum ...
Anna Sigrun Baldursdottir (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 17:01
Axel Jóhann, það veldur mér miklum vonbrigðum að þú skulir detta niður í soralegan pytt baknags og illmælgi, satt best að segja hélt ég að þú værir vandaðri en það. Það liggur tvennt fyrir sem ekki er hægt með rökum að mótnæla a) Ragna Árnadóttir dró umsókn sín til baka og kom því ekki til greina b) Anna Lilja Gunnarsdóttir var þá valin úr þriggja manna hópi og eftir því sem mér er kunnugt dregur enginn í efa að þar var hæf kona valin.
Það er alltaf lítilmannlegt að búa til ýmiskonar samsærissögur sem enginn fótur er fyrir aðeins vegna þess að þetta eru embættisverk ráðherra sem er úr flokki sem þú hefur ætíð fjandskapast við
Svo ættirðu að líta á eigin reglur sem eru undir þinni mynd:
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast
Sigurður Grétar Guðmundsson, 18.11.2010 kl. 17:17
Sigurður Grétar
Mannaráðningar hjá hinu opinbera hafa verið mikið í umræðunni. Vangaveltur um mannaráðningar eiga ekkert skylt við samsæriskenningar.
Ég held að þú ættir að skoða þína eigin nálgun þegar þú talar um skítkast og svívirðingar.
Það er vel hugsanlegt að Ragna sé hæfari en Anna Lilja án þess að það varpi skugga á Önnu Lilju.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.11.2010 kl. 17:28
Þeir eru viðkvæmir Samfylkingarmennirnir sem hér hafa sett inn athugasemdir, en það getur hvert einasta barn, sem eitthvað hefur fylgst með stjórnmálum sagt sér hvað um er að ræða í þessu ráðningarferli.
Svo er ég ásakaður um að vera með skítkast í þær sem ráðnar voru í stöurnar, en í upphaflegu færlsunni var þó þetta:
"Ekki er með þessu verið að setja út á persónur eða hæfni þeirra kvenna, sem ráðnar voru í stöðurnar, heldur verið að benda á að hæfasti umsækjandinn var látinn róa fyrir pólitískar ráðningar, sem núverandi ríkisstjórn var búin að heita að afleggja með öllu."
Fólk sér greinilega bara það sem það vill sjá.
Axel Jóhann Axelsson, 18.11.2010 kl. 19:45
Axel, þar til málin skýrast betur, verður þessi færsla að kallast samsæriskenning, hvort sem þér líkar það betur eða verr. Því fannst mér réttlæring þín nokkuð skondin. Þú vísaðir í aðra samsæriskenningu til réttlætingar skrifum þínum. Þú skrifaðir ÞETTA í athugasemd númer 12 hér af ofan.
Björn Birgisson, 18.11.2010 kl. 19:55
............... réttlæting ................
Björn Birgisson, 18.11.2010 kl. 19:58
Björn, ertu að ásaka starfsmenn Pressunnar um hreinar lygar þegar þeir segja: "Pressan hefur heimildir fyrir því að umsóknir Rögnu hafi valdið uppnámi. Áður en hún varð dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var hún ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og var staðgengill ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytsins. Hún þótti því meira en hæf til starfsins en það hefði haft í för með sér að forveri Ögmundar á ráðherrastóli yrði æðsti embættismaðurinn í ráðuneyti hans.
Ákvörðun Rögnu um að draga umsóknir sína til baka liðki fyrir því að ráðnir verði ráðuneytisstjórar."
Fréttamaður Pressunnar segist hafa HEIMILDIR fyrir því sem hann er að skrifa. Hafi hann heimildir fyrir skrifum sínum, hvar er þá mín samsæriskenning?
Axel Jóhann Axelsson, 18.11.2010 kl. 20:08
Axel, eru það kannski svona "áreiðanlegir heimildamenn, sem ekki vilja láta nafns síns getið" sem Agnes Bragadóttir er sérfræðingur í? Allar fréttir líta betur út með þannig heimildamönnum, sem sjaldnast eru þó til í raunveruleikanum. Þeir sem slíkar fréttir skrifa forðast alltaf að ræða við þann sem fréttin fjallar um, þó með þeim fyrirvara í þessu tilfelli að Ragna hafi ekki látið ná í sig.
Björn Birgisson, 18.11.2010 kl. 20:21
Björn, ég fer ekki ofan af því, að þú sért það sjóaður í pólitíkinni, að þú vitir alveg hvernig svona pólitískar mannaráðningar eru réttlættar.
Í svona tilvikum þarf ekki einu sinni heimildarmenn, málið er borðliggjandi og allir vita hvernig í því liggur.
Axel Jóhann Axelsson, 18.11.2010 kl. 20:28
Sjáum til karlinn minn! No hard feelings!
Björn Birgisson, 18.11.2010 kl. 21:06
Helga Jónsdóttir var einnig ráðin sem ráðuneytisstjóri hjá Árna Páli,hvern ætli húm mundi ráða sér sem aðstoðarmann.?Kannski bróðir sinn hann Gest Jónsson ofurlögfræðing,!nei bara segi svona.
Númi (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 18:05
Það er enginn vafi í mínum huga að Ragna hefur verið látin draga umsókn sína til baka. Lítilsgildir stjórnmálamenn gátu ekki hugsað sér að hafa svo mikið hæfari og vinsælli konu sem yfirmann í ráðuneytinu, enda hefði hún ekki látið þá komast upp með neinar vitleysur. Þar fyrir eru þær konur sem voru ráðnar mjög hæfar í embættin þrátt fyrir tengsl sumra þeirra við Samfylkinguna.
Bjarnveig Ingvadóttir (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 08:38
Bjarnveig, enginn dregur í efa hæfni þeirra kvenna sem ráðnar voru í stöðurnar. Jafn augljóst er að Ragna hefur verið fengin til að draga sínar umsóknir til baka af pólitískum ástæðum.
Axel Jóhann Axelsson, 20.11.2010 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.