18.11.2010 | 11:39
Aðlögun að ESB er skilyrðið
Sama hvað Össur Skarphéðinsson reynir að blekkja þjóðina með því að einungis sé um aðildarviðræður að ESB sé að ræða, en ekki aðlögunarferli að sambandinu, þá tekst honum ekki að halda sannleikanum frá löndum sínum, því allir aðrir, innanlands sem utan, vita og staðfesta að um aðlögun að ESB verður að ræða á öllum viðræðutímanum og ekki yrði skrifað undir neinn samning, fyrr en aðlögun að regluverki stórríkissins yrði lokið að fullu.
Angela Filota, talsmannur stækkunarstjóra ESB, hefur látið hafa eftir sér að reglunum um aðild og aðlögun í aðdraganda hennar hafi verið breytt í tengslum við aðildarviðræður við lönd í austanverðri álfunni, en þá var ferlinu einmitt breytt úr viðræðum um aðild í fullkomna aðlögun. Í fréttinni er haft eftir henni m.a: ,,Það náðist á ný eining árið 2006 um grundvöll allra nýrra aðildarviðræðna. Það myndi verða afar erfitt að hverfa frá þessari einingu." Auk þess hefðu íslensk stjórnvöld vitað hvaða reglur giltu þegar sótt var um aðild 2009 og geti ekki hafnað þeim núna."
Ekki getur þetta verið neitt skýrara og því algerlega ótrúlegt að aðildarsinnar hér á landi skuli ennþá reyna að halda öðru fram.
Ögmundur Jónasson talar nú fyrir því að fengin verði niðurstaða innan tveggja mánaða um hvað Íslendingum stendur til boða varðandi sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Er það misminni að Össur hafi sagt svipaða hluti, þegar hann var að berjast fyrir samþykkt Alþingis um viðræður við ESB, sem nú er komið í ljós að eru aðlögunarviðræður?
Sagði Össur ekki þá, að ef ekki næðist viðunandi niðurstaða í þessum málaflokkum, þá þyrfti ekkert að vera að eyða tíma og peningum í að ræða önnur atriði?
Í anda ,,Kafka-skrifræðis" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það hefur aldrei verið að marka össur sama hvað það hann er bara froðusnakkur
Jón Sveinsson, 18.11.2010 kl. 12:34
Axel, sömu orð féllu af vörum Steingríms J í aðdraganda ESB umræðnanna á alþingi 2009, Það er því ennþá óskiljanlegra af hverju hann og hans hirð berst á hæl og hnakka gegn Ögmundi og öðrum í VG sem vilja fá þessa hluti á hreint. En svo eftirsóttir virðast ráðherrastólarnir vera að öllu er til fórnandi til að hanga á þeim. Tillaga sú sem lögð verður fyrir flokksráðsfundin nú um helgina þar sem skorað er á forustu VG að styðja tillögu Ögmundar eða hverfa frá ESB umsókn ella er til komin vegna mikillar óánægju með þessa þróun mála innan VG. Það er því hægt að fullyrða að framtíð VG er nú í höndum SJS og hans liðs.
Rafn Gíslason, 18.11.2010 kl. 13:45
Rafn, mig minnti einmitt að þetta hefði verið ein af röksemdunum fyrir umsókninni, þ.e. að ef að byrjað yrði að ræða um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og ef niðurstaðan um þau yrði ekki hagstæð fyrir okkur, þá yrði viðræðum sjálfhætt.
Nú þykjast þeir sem þessu héldu fram fyrir rúmlega einu ári síðan ekkert kannast við málið og segja að Ögmundur sé að leggja til einhverja vitleysu, sem sé óframkvæmanleg þar að auki. Í fyrra var líka sagt að vonandi fengi Ísland flýtimeðferð hjá ESB, en nú er sagt að ekkert liggi á og best sé að flýta sér hægt.
Hvenær skyldu ESBsinnarnir fara að stunda heiðarlegan málflutning, tala um hlutina eins og þeir eru og segja sannleikann?
Axel Jóhann Axelsson, 18.11.2010 kl. 14:35
Það er ekkert óskiljanlegt þó að stjórnmálamenn segi ekki allan sannleikann og allra síst vilja þeir segja satt einsog málin liggja fyrir. Það er bar það sem þeir gera best.
Ef maður ætlar að styðja stjórnmálamann verður maður að sætta sig við að viðkomandi hagar málflutningi sínum eftir því sem honum finnst auðveldast að koma vilja sínum fram.
Stundum ratast stjórnmálamanni satt orð af munni en þá yfirleitt bara ef viðkomandi er í stjórnarandstöðu. Þetta er leiður vani og vildi ég líka að svona tali út og suður og í kringum grautinn verði hætt.
ESB breytir engu í sínu ferli til að "þóknast" okkur, enda vissum við hvaða reglur voru í boði 2009 þegar umsóknin var send af stað. VG getur því ekki skýlt sér á bak við það fíkjublað að þeir hafi verið sviknir, þó að þeir séu heimskir.
Gísli Ingvarsson, 18.11.2010 kl. 15:23
Sammála því Gísli, að heimska getur ekki talist gild afsökun í þessu máli.
Axel Jóhann Axelsson, 18.11.2010 kl. 15:51
Gísli það er einmitt svona stjórnháttum sem þjóðin vill sjá á bak. Það er ekkert sjálfsagt að kjósendur sætti sig við lygar og óheiðarleika hjá stjórnmálamönnum og flokkum þeirra, það að ljúga að kjósendum sínum í aðdraganda kosninga er ekki sú pólitík sem ég vill sjá og mæla með og ég hef trú á að svo sé einnig um bróður part kjósenda. Það er einmitt það sem olli því að Besti flokkurinn komst til valda að kjósendur voru og eru búnir að fá nóg af slíkum óheiðarleika, sem von er. Stjórnmálamenn og flokkar þeirra hverju nafni sem þeir nefnast, verða að fara að temja sér heiðarleik og siðferði í vinnubrögðum sínum ef virðing kjósenda á þeim og alþingi á einhver að verða í framtíðinni svo einfalt er það.
Rafn Gíslason, 18.11.2010 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.