17.11.2010 | 13:35
Ótrúlegur fjöldi vill ekki vinnu
Á atvinnuleysisskrá eru nú um 12.500 manns, sem segir þó ekki alla söguna um raunverulegt atvinnuleysi, þar sem fjöldi fólks hefur farið í nám vegna vinnuleysis, mörg þúsund hafa flust erlendis í atvinnuleit, margir verið atvinnulausir í meira en þrjú ár og því misst bæturnar og öryrkjum hefur fjölgað um 4.000 á síðustu tveim árum.
Áætlað er að fjöldi starfa sem tapast hafa frá hruni sé um 23.000, sem er betri mælikvarði á hvernig atvinnuástandið hefur koðnað niður á þessum tveim árum, enda hafa stjórnvöld beitt öllum sínum ráðum til að koma í veg fyrir nokkra atvinnu- og verðmætaaukningu, sem möguleg hefði verið á valdatíma sínum.
Nú birtist frétt um að rúmlega eitt þúsund manns hafi á síðustu tíu mánuðum fyrirgert rétti sínum til atvinnuleysisbóta með því að hafna ítrekað öllum úrræðum sem í boði hafa verið á vegum Vinnumálastofnunar, eða atvinnu sem fólkinu hefur verið boðið.
Það vekur mikla furðu, að svo stór hópur, 8-10% þeirra sem á atvinnuleysisskrá eru, skuli ekki vilja þiggja þau úrræði og vinnu, sem í boði er og væntanlega segja sig til sveitar í staðinn, því einhvern veginn verður þetta fólk að draga fram lífið, eins og aðrir.
Þetta bendir til þess, að mikill skortur á vinnuvilja sé til staðar hjá ótrúlegum fjölda fólks.
Þúsund manns hafa misst réttindi til bóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er kannski ekkert skrítið að fólk skuli frekar vilja vera heima á atvinnuleysisbótum en fara út á vinnumarkaðinn. Dæmi sem ég þekki persónulega vel til:
Mágkona mín vinnur við fiskvinnslu. Launin hennar eru 149 þúsund fyrir 8 tíma starf. Hún er útlendingur og verður að vinna til að eiga möguleika á að öðlast ríkisborgararétt.
Konan mín er atvinnulaus. Hún vill svo sannarlega vinna. En er ekki tilbúin að skipta út atvinnuleysisbótunum, 175 þúsund á mánuði (bætur 149 þús + 16 þús fyrir tvö börn) fyrir 149 þúsund á mánuði. Standandi upp á endann við erfiða verksmiðjuvinnu eða í blautu og köldu frystihúsi. Hún þyrfti að koma sér til og frá vinnu, það kostar. Koma sér upp vinnufötum. Það kostar. Kostnaður við barnagæslu eykst, ráðstöfunartekjur minnka.
Það er eins og enginn trúi því að eitthvert starf sé svona illa launað, en þannig er veruleikinn á Íslandi í dag, því miður.
Séra Jón (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 13:58
Fréttin, sem ég var að fjalla um snerist ekki um þetta, heldur hitt að fólk fellur út af atvinnuleysisbótum vegna þess að það hafnar úrræðum og vinnutilboðum sem því bjóðast, ekki í eitt skipti, heldur þrisvar. Þetta hafa verið rúmlega hundrað manns á mánuði á þessu ári og einhvern veginn verður fólkið að lifa, eftir að það missir atvinnuleysisbæturnar og vill ekki tekjurnar, sem það gæti haft fyrir vinnu. Þá geta varla verið önnur úrræði eftir, en að segja sig til sveitar og ekki eru framfærslustyrkirnir þar svo háir, að menn lifi af þeim góðu lífi.
Hvað er það sem veldur því, að fólk velji sér frekar slíkt hlutskipti en að þiggja þau úrræði sem þó eru í boði hjá Vinnumálastofnun?
Axel Jóhann Axelsson, 17.11.2010 kl. 14:10
Það er ekki ólýklegt að einhverjir þessara sem hafa ítrekað hafnað vinnutilboðum hafi verið að vinna svart með bótunum.
Daníel Óskarsson (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 14:19
Inni í þessum tölum geta verið þeir sem eru t.d. brottfluttir en hafa reynt að svindla á kerfinu með því að halda áfram að stimpla sig atvinnulaust á netinu, fólk er boðað á fundi með stuttum fyrirvara og ef það mætir ekki fellur það af bótaskrá. Svo eru þeir sem eru búnir að vera 3 ár atvinnulausir, þeir falla líka af skrá.
Það kemur ekki fram í þessari frétt hver var ástæða þess að fólk féll af bótum.
Ég ætla bara rétt að vona að hér sé ekki að myndast ákveðinn lífsstíll eins og er algengur í Bretlandi og víðar, þar sem fólk elst upp í fjölskyldu þar sem enginn vinnur og það telst eðlilegt að hanga heima í krömmí húsnæði á bótum og hrúga niður börnum til að fá meiri bætur.
Til að fyrirbyggja þetta þurfa lágmarkslaun að vera hærri en atvinnuleysisbætur. En ekki öfugt.
Séra Jón (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 14:39
Varðandi úrræði vinnumálastofnunar þá eru þau í raun frekar takmörkuð út frá þörfum til dæmis iðnaðarmannsins sem mistti vinnunna . Sá aðili getur ekki viðhaldið kunnáttu sinni eða bætt við vegna skorts á úrræðum hvað það varðar , en það er hægt að komast á sjálfstyrkingarnámskeið , íslenskunámskeið og tölvunámskeið og eitthvað annað sem boðið er upp á í rvk .
Það er að vísu hægt að fá styrk til að fara á námskeið sem gætu hentað meðal annars iðnaðarmönnum en þá er viðbúið að sá aðili borgi fyrir það að hluta úr eigin vasa , sem hlítur að vera í erfiðara lagi sé sá aðili án atvinnu -)
Ég get bætt við þetta að það er skyldumæting á sum námskeið sem þeir bjóða upp á og má reikna með því að töluverður hluti þeirra sem á að mæta á til dæmis sjálfstyrkingarnámskeið mæti ekki en þá detta þeir aðilar út af bótunum , sem skýrir þennan fjölda að hluta til að mínu mati .
Annars ætla ég ekki að hafa um þetta mörg orð - það er jú hægt að lesa allt um þetta á www.vinnumalastofnun.is
Valgarð Ingibergsson (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 15:02
Fréttin hefst á þessum orðum: "Fyrstu tíu mánuði ársins höfðu rúmlega eitt þúsund manns misst réttindi til atvinnuleysisbóta hjá Vinnumálastofnun. Var það ýmist vegna höfnunar á starfi eða úrræðum."
Þetta er eiginlega ekki hægt að skilja öðruvísi að allir þessir rúmlega þúsund hafi misst bæturnar vegna höfnunar á starfi eða úrræðum. Einnig kemur fram, að fólk missir bæturnar ekki endanlega fyrr en þá hefur neitað úrræðum eða vinnu þrisvar sinnum, þannig að jafnvel þó fólk geti ekki mætt í eitt skipti vegna lítils fyrirvara, þá skýrir það ekki öll skiptin þrjú. Eins hlýtur að vera hægt að hringja í Vinnumálastofnun, ef menn geta ekki mætt af einhverjum ástæðum, og biðja um nýjan tíma til að mæta, því varla eru atvinnulausir alltaf svo bundnir yfir einhverju, að þeir geti ekki skroppið frá stöku sinnum, eða hvað.
Sennilgasta skýringin er líklega sú, sem Daníel setti fram hér að ofan, að þarna hafi verið um svindl að ræða í mörgum tilfellum.
Axel Jóhann Axelsson, 17.11.2010 kl. 15:06
Ofsalega er ömurlegt að lesa þetta það sem menn eru hérna að skrifa. Allt þetta tal um samnorræna velferð og þetta veiklulega velferðarkerfi sem er hér til staðar sem NB ríkissjóður greiðir ekkert í, heldur eru það atvinnurekendur sem greiða í þennan sjóð. En allt tal um "aumingja" fólkið sem fær ekki vinnu, hahaha hlæ að þessu alla leið í bankann ! Séra Jón segðu konunni þinni að hundskast úr sófanum og drífa sig út á vinnumarkaðinn, auðvitað er þægilegra að sitja heima og fá pening í höndina frekar en að hafa fyrir þessu.
Ég styð það sem Bretinn ætlar að gera núna, þeir sem hafa verið of lengi atvinnulausir, verða skyldaðir til að vinna (jafnvel launalaust) til að venja það við að vinna hahaha VENJA það við að vinna, hverskonar aumingja samfélag er verið að byggja hér upp, þetta er sosíalisminn fyrir ykkur
Repúblikani (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 16:26
auðvitað hafnar maður vinnuboði þar sem launinn eru lægri en bæturnar! maður getur ekkert lifað á þessum bótum hvað þá launum sem eru læægri en fjandans bæturnar!
David (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 17:39
mér finnst nú alveg sérstaklega ömurlegt og fáránlegt að fólk sem commenta eða bloggar við frétt þori ekki að koma undir eigin nafni.
En ég er sammála því að það er ótrúlegur fjöldi sem vill ekki vinna ákveðna vinnu.....Til dæmis þekki ég dæmi þar sem framkvæmdarstjórar vilja engan vegin fara í afgreiðslustarf eða álíka.
Sigurður Þórðarson (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 18:02
Sigurður, samkvæmt reglunum fellur fólk út af atvinnuleysisbótum, ef það hafnar hvaða vinnu sem er, eftir fjörutíu daga atvinnuleysi, ef ég man rétt.
Framkvæmdastjóri, sem væri á atvinnuleysisbótum, myndi því missa bæturnar ef hann hafnaði afgreiðslustarfinu. Þannig á það auðvitað að vera, hvorki framkvæmdastjórar eða aðrir eiga að komast upp með að vera á bótum, ef vinnu er að fá og skiptir þá engu þó bæturnar séu hærri en launin, sem standa til boða.
Atvinnuleysisbætur eiga að vera neyðaraðstoð til þeirra sem ekki hafa vinnu, en ekki valkostur á móti vinnunni.
Axel Jóhann Axelsson, 17.11.2010 kl. 18:47
Það er ódýrast að hafa fólk á bótum sem vill ekki vinna. Af hverju er verið að pína fólk að vinna sem vill það ekki? Ég vil hvorki hafa fólk í vinnu sem nennir því ekki, því síður að vinna með því. Atvinnuleysisbætur eiga að vera til fyrir þá sem bæði fá ekki vinnu eða nenna því ekki...laun mættu síðan vera meira lokkandi og fiskverkunarhúsaeigendur eru krónískir ræningjar og hafa alltaf verið.
Ég persónulega trúi ekki á atvinnuleysi. Atvinnuleysishugtakið er bara rugl, uppfinning. Menn sem fá ekki launavinnu eiga bara að bjóðast til að vinna launalaust eða á atvinnuleysisbótum...það er nóg að gera fyrir alla. Bara hugsa smávegis fyrst...
Óskar Arnórsson, 17.11.2010 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.