Írar í helgreipum evrunnar

Í bankahrunini mikla í árslok 2008 forðuðu írsk yfirvöld algjöru efnahagshruni á Írlandi með því að lýsa yfir að ríkið ábyrgðist allar skuldbindingar bankakerfisins og er sú ákvörðun nú að koma í bakið á írum með gífurlegum halla á ríkissjóði og miklum skattahækkunum og öðrum auknum álögum á launafólk í landinu.

Nú hafa Írar fengið heimild EBS til þess að framlengja þessar ríkisábyrgðir þar til í júni á næsta ári, en í reynd mun írska ríkið aldrei geta hlaupið frá þessum ábyrgðum sínum og því mun taka mörg ár að vinda ofan af þeim og í raun ekki gerast nema með uppgreiðslu ríkistryggðu skuldbindinganna, a.m.k. annarra en beinna innlána sparifjáreigenda.

Því hefur verið haldið fram, m.a. af Össuri Skarphéðinssyni, að engin bankakreppa hefði orðið á Íslandi, hefði gjaldmiðill landsins verið evra en ekki króna, þó allir viti að það er eingöngu lygaáróður fyrir inngöngu í ESB, en Írland er með evru og engu bjargaði hún þar í landi, frekar en í Grikklandi, Portúgal eða Spáni, svo nokkur lönd séu nefnd. 

Í fréttinni segir m.a:  "Írland er eitt nokkurra Evrópuríkja sem hefur þurft að veita bönkum ríkisábyrgð í kjölfar hrunsins.Skuldatryggingarálag á Írland er afar hátt og í dag var það 8,18% á ríkisskuldabréf til tíu ára. Er þetta það hæsta frá því Myntbandalag Evrópu varð að veruleika árið 1999."

Með svona skuldatryggingarálagi getur Írland ekki tekið nein lán á næstu árum til að létta lífróðurinn í efnahagsmálum og er þetta hærra álag en Íslendingar þurftu að búa við, þegar verst var eftir bankahrunið. 

Íslendingar mega þakka sínum sæla fyrir að hafa ekki verið aðilar að ESB og ekki síður fyrir krónuna, sem gera mun sitt til að hraða efnahagsbata hér á landi, þveröfugt við áhrif evrunnar á írskt efnahagslíf.


mbl.is Bankaábyrgðir framlengdar á Írlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband