Skíða-, sundlauganotendur o.fl. greiði raunkostnað

Geimveran Jón Gnarr, borgarstjóri í Múmíndal, skýrði í annars fáránlegu sjónvarpsviðtali, frá þeirri hugmynd sem undanfarið hefur verið til umræðu hjá ÍTR, að skíðasvæðinu í Bláfjöllum yrði lokað næstu tvö ár til að spara 87 milljónir króna í rekstrarkostnaði borgarsjóðs.  Forstöðumaður Bláfjallasvæðisins mótmælti strax þessari upphæð, þar sem hann sagði að sinna þyrfti viðhaldi mannvirkja eftir sem áður og enhvern mannskap þyrfti til þess, án þess að nefna nokkrar upphæðir í því sambandi.

Á þessum niðurskurðartímum er ekki óeðlilegt að fyrst sé farið yfir alla þætti í borgarrekstrinum, sem ekki fellur beint undir lögboðið hlutverk sveitarfélaga og t.d. er rekstur skíðasvæða ekki eitt af skylduverkefnum Reykjavíkurborgar eða annarra sveitarfélaga.  Margt annað fellur ekki undir þessar skyldur, eins og t.d. rekstur sundstaða, listasafna, strætó og samkvæmi borgarstjóra, svo eitthvað sé nefnt.

Fyrsta verk borgarstjórnarmeirhlutans ætti að vera að hætta öllum slíkum rekstri, ef ekki er hægt að verðleggja þjónustuna þannig að hún standi undir rekstrinum, eins og gert er með annan fyrirtækjarekstur borgarinnar, t.d. orkuveituna, en þar er nýbúið að hækka verðið á söluvörunni, ekki vegna taprekstrar, heldur vegna afborgana af skuldum.  Allan rekstur, sem ekki er lögbundinn ætti borgin að koma af sínum höndum yfir til einkaaðila, ef þeir treysta sér til að reka þessi fyrirtæki án tapreksturs, en að öðrum kosti verði reksturinn aflagður.

Ekki dugar að segja að rekstur sund- og skíðastaða sé hluti af átaki til að viðhalda heilsu og hraustleika borgarbúa, því þetta er starfsemi sem er náskyld rekstri heilsuræktarstöðva og verða þær að standa algerlega undir rekstri sínum með gjaldtöku af viðskiptavinum og virðist verðið ekkert hamla aðsókn að þeim.

Það er a.m.k. ekki réttlætanlegt að niðurgreiða ólögbundna starfsemi Reykjavíkurborgar með hækkun á útsvari og öðrum sköttum. 


mbl.is Mótmæla hugmyndum um lokun skíðasvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jón Gnarr er greinilega á réttri braut.  Hristir rækilega upp í löngu stöðnuðu embættismannakerfi og kemur blóðinu af stað í kerfiskörlum og -kerlingum. 

Vantar tilfinnanlega slíka hristivaka í að þyrla upp botnfallinu í stóru spillingadollunni, sem í daglegu tali er nefnt er Alþingi.

Benedikt V. Warén, 10.11.2010 kl. 11:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Útskýrðu þetta nánar Benedikt.  Ég get ekki séð að Jón Gnarr hafi hrist neitt upp í embættismannakerfinu, en hins vegar hefur hann hrist skíðafólk svolítið til.  Ekki virðist honum hafa dottið í hug að láta notendur greiða sannvirði fyrir þá þjónustu sem þeir kaupa, aðeins lagt til að sjoppunni yrði lokað, án þess þó að sá sparnaður næðist fram, sem hann taldi, þar sem hann reiknaði ekki með viðhaldi á lokunartímanum.  Nema hugmyndin hafi verið að láta allt grotna niður og eyðileggjast, þannig að aldrei yrði hægt að opna framar.

Axel Jóhann Axelsson, 10.11.2010 kl. 12:00

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir það verður ekki hægt að vera með skíðasvæði þarna vegna breyttrar veðráttu á landi voru því verður þegar upp er staðið ekki einhver Jón sem sparar þarna.

Sigurður Haraldsson, 10.11.2010 kl. 15:26

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ergelsisfylleríð stoppar ekkert. Axel er geimvera nákvæmlega eins og ég og allir aðrir sem búa í geimnum. Annars þekki ég ekkert til í Mumíndal, enn bara hitt eina alvöru geimveru, reyndar þá erlendis. Hann er formaður fólks frá þessari störnuþoku, sem býr núna á jörðinni og er að berjast fyrir réttindum þeirra.

Held þessi vera hafi komið frá Plejadierna sem er þekkt stjörnuþoka og fólkið líkist jarðarbúum verulega mikið. Þessi sem ég talaði við fyrir mörgum árum var ansi almennilegur. Sagði mér frá fjölskyldunni sinni og þvílík vesen það var að koma til jarðarinnar, þá var þetta víst ekkert svo langt ef það er bara reiknað í ljósárum...

Þetta með skíðafólk. Að sjálfsögðu eiga skíðasvæði í höndum einkaaðila, eins og það er sjálfsagt að allar grunnþarfir séu í höndum almennings. Svo sem rafmagn, sími, bankar, póstur, skóli, dagheimili, öldrunarþjónusta, grunnhúsnæði og matur á að vera bæði í hændum einkaaðila og borgarinnar, eins og svona mál eru á öllum siðmenntuðum plánetum... ;)

Óskar Arnórsson, 10.11.2010 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband