Forsætisráðherralaunin fæla lækna úr landi

Síðan óhæfasti forsætisráðherra lýðveldistímans gaf út þá fyrirskipun að enginn á landinu, sérstaklega ekki í starfi hjá hinu opinbera, skyldi hafa hærri laun en hún sjálf, hefur verið stöðugur og sívaxandi atgerfisflótti úr landinu, ekki síst úr heilbrigðisgeiranum.

Læknar voru til skamms tíma einna hæst launaða stétt landsins, enda íslensku sjúkrahúsin og heilbrigðiskerfið í heild, talin með því besta sem heimurinn hafði upp á að bjóða, en líklega verður það ekki svo mikið lengur.  Íslenskir læknar eru eftirsóttur starfskraftur erlendis og eiga ekki í minnstu erfiðleikum með að fá þar vinnu, jafnvel hlutastörf sem skapa þeim forsætisráðherralaun á fáeinum dögum og hina daga mánaðarins vinna þeir þá hér á landi nánast í þegnskylduvinnu.

Jóhanna gleymdi hins vegar að setja viðurlög við því að Íslendingar tækju við launum sem væru hærri en hennar eigin, þannig að nú þyrfti hún að endurbæta lögin og setja inn háar sektir og fangelsisvist, sem refsingu fyrir að fara í kringum lögin og þiggja laun annarsstaðar, sem t.d. koma læknum langt upp fyrir hana í mánaðarlaunum. 

Slíka ósvífni er ekki hægt að þola af læknunum, né nokkrum öðrum, og því gæti jafnvel verið áhrifaríkara að banna fólki að sækja vinnu til útlanda og reyndar þyrfti að banna búferlaflutninga alfarið, til þess að girða endanlega fyrir þessa viðleitni manna til að þéna meira en forsætisráðherrann.

Til að flýta málinu gæti þurft að taka það fyrir á Alþingi á undan frumvarpinu um kjarnorkuvopnalaust Ísland, sem þó þolir ekki mikla bið að áliti flutningsmanna þess.


mbl.is Læknarnir leita til útlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hafa launin eitthvað breist ég held ekki. Gaman væri að fá að vita hvað seðlabankastjórinn er með í laun, og aðrir bankastjórar ofl ofl, þetta var bara sagt til að róa fólkið í landinu, það er stíllinn hennar Jóhönnu. (Eins og áður hefur komið framm)!!

Eyjólfur G Svavarsson, 27.10.2010 kl. 14:08

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Forstjóri Landspítalans sagði í sjónvarpsviðtali nýlega, að tekist hefði að laga laun lækna að forsætisráðherralaununum með ýmsum skipulagsbreytingum á vinnutíma þeirra, þannig að stutt væri í að þessu fyrirskipaða markmiði yrði náð að fullu.

Axel Jóhann Axelsson, 27.10.2010 kl. 14:19

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir ofurlaun eru engum til góðs það hafa dæmin sýnt okkur! Annað sem er í stöðunni er að nú seinni ár hafa konur komið í auknu mæli inn í læknastéttina og af því hafa launin lækkað!

Sigurður Haraldsson, 27.10.2010 kl. 15:24

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, í hvaða veröld lifir þú?  Fylgist þú ekki með neinum fréttum, hvorki í blöðum eða ljósvakamiðlum? 

Jóhanna hefur varla fyrirskipað að allir opinberir starfsmenn, sem voru með hærri laun en hún, skyldu lækkaðir í launum vegna þess að þeir væru konur.

Læknar, bæði konur og karlar, eru að sækja til hinna norðurlandanna vegna þess að þeir hafa ekki lengur möguleika á að afla sér nægra launa hér á landi, eins og læknirinn segir í viðhengdri frétt, því bæði er þeirra starfsævi styttri en flestra annarra og þeir koma skuldugir úr námi og síðan bætast húsnæðisskuldir og annað við hjá þeim, eins og öðrum.

Axel Jóhann Axelsson, 27.10.2010 kl. 15:41

5 Smámynd: Jón Finnbogason

Sérfræðilæknar með hærri laun er forsætisráðherra eru fáir á förum. Það eru helst ungir læknar sem fara, með undantekningum að sjálfssögðu. Umræðan verður að snúast um það sem raunverulega skiptir máli.

Jón Finnbogason, 27.10.2010 kl. 17:03

6 identicon

Já einmitt Jón. Það sem skiptir máli er það að komið er fram við lækna sem skít og það borgar sig augljóslega ekki fyrir þá að vinna hérlendis. Hvað drífur fólk til að taka föggur sínar og flytja til útlanda frá fjölskyldu og vinum? Haldiði að þetta séu einhverjar skyndiákvarðanir teknar í græðgiskasti? Eða haldiði að þetta sé frekar vel ígrunduð ákvörðun einstaklings sem vill fá greitt fyrir verðmæti þeirrar vinnu sem hann ynnir af hendi?

Staðreyndin er þessi. Ef laun lækna eru lækkuð of mikið þá hættum við að fá lækna heim úr sérfræðinámi og unglæknar fara að flytja út. Ef það heldur áfram þá verður ástandið verulega slæmt, jafnvel hættulegt, eftir 10-20 ... þrjátíu ár.

Blahh (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 17:23

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það eru aðallega ungir læknar sem flytja alfarið til útlanda og þeir sem eru í sérfræðinámi erlendis snúa ekki heim.

Hins vegar eru það sérfræðingar á öllum aldri, sem farnir eru að vinna í hlutastarfi hér á landi og hinn hluta mánaðarins starfa þeir erlendis, enda fá þeir þar greitt meira en forsætisráðherrann óhæfi.  Inngangu viðhangandi fréttar segir allt sem segja þarf um þetta mál, en hann hljóðar svona:  "Fjölmargir íslenskir læknar taka að sér tímabundna vinnu í útlöndum til að láta enda ná saman."

Axel Jóhann Axelsson, 27.10.2010 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband