Vændið veldur bílslysum

Vændið á Spáni, sem er leyfilegt, er stórhættulegt bílstjórum og því hafa yfirvöld gripið til réttra ráðstafana til að auka umferðaröryggi á vegunum í kringum borgir og bæi, en það er auðvitað gert með því að gera vændiskonurnar sýnilegri, þannig að auðveldara verði fyrir akandi viðskiptamenn að koma auga á þær án þess að aka yfir þær fyrst.

Þessi klausa úr fréttinni segir það sem segja þarf um þetta mál:  "Vændiskonum, sem leita viðskiptavina við þjóðveg nærri borginni Lleida í Katalóníu, hefur verið gert að klæðast gulum endurskinsvestum, ellegar greiða 40 evra sekt. Lögregluyfirvöld segja þetta gert til að tryggja öryggi ökumanna."

Einhver hefði getað látið sér detta í hug, að þessi aðgerð væri til að auka öryggi vændiskvennanna, en það er víst alger misskilningur, þar sem þetta er greinilega gert til að tryggja ökumanninum örugg vændisviðskipti, með því að forða honum frá að keyra yfir seljanda þeirra gæða. sem leitað er eftir í myrkrinu.

Umhyggja Spánverja fyrir ökumönnum er afar virðingarverð.


mbl.is Vændiskonur skikkaðar í vesti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Frábært! og fallega hugsað, hvaða máli skiptir ein vændiskona til eða frá, en samt best að rukka þær sem sleppa og gleyma gula vestinu.

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.10.2010 kl. 09:04

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Við skulum bara vona að þetta skapi ekki nýja stétt niðurakstursperra.

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.10.2010 kl. 09:08

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eins og þú segir, Bergljót, skulum við vona að þetta skapi ekki nýja möguleika fyrir þá perra, sem leggja fyrir sig að níðast á vændiskonum.  Yfirvöld vilja hins vegar gera þær eins sýnilegar og mögulegt er, þannig að ekki fari framhjá neinum hvar þær eru hverju sinni, í hvaða tilgangi sem menn vilja finna þær (eða forðast, sérstaklega til varnar ökumönnum).

Axel Jóhann Axelsson, 27.10.2010 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband