Már afhjúpar blekkingar ríkisstjórnarinnar

Í stefnuræðu sinni á Alþingi gerði Jóhanna Sigurðardóttir mikið úr þeim árangri sem hún sagði að stjórnin hefði náð í efnahagsmálunum og gerði mikið úr því að hagvöxtur hefði orðið á öðrum ársfjórðungi og fyrirséð að hann yrði mikill á næstu misserum.  Undir þetta tók Steingrímur J. og gerði ekki minna úr en Jóhanna og sagði allar hagtölur vísa uppávið og framtíðin væri skínandi björt í fjármálum heimilanna og þjóðarbúskaparins í heild.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hélt ræðu á fundi Íslensk-ameríska verslunarráðsins í New York og þar kvað við allt annan tón, samkvæmt viðhangandi frétt, en þar segir:  "Engar hagtölur benda til þess að hagvöxtur hafi farið á stað á síðari helming ársins. Þetta kom fram í ræðu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, á fundi Íslensk-ameríska verslunarráðsins í New York. Már sagði að vísbendingar væru þó um að viðsnúningur hagkerfisins væri hafin en hinsvegar er hann hvorki kröftugur né mikill." 

Steingrímur J. lagði einnig fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 2011, sem gerir ráð fyrir 3% hagvexti, sem aðallega byggist á því að ráðist verði í framkvæmdir við álver í Helguvík, sem Steingrímur berst svo gegn af öllum sínum kröftum með dyggum stuðningi ofstækiskonunnar í Umhverfisráðuneytinu og öðrum vinstri grænum.

Már sagði einnig að endurskipulagning skulda heimilanna væri grundvöllur kröftugs hagvaxtar og fjárfestingar.  Hvað skyldi ríkisstjórnin hafa afrekað í þeim efnum, ótilneydd, fram að þessu?


mbl.is Engar beinharðar vísbendingar um hagvöxt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband